Akureyri - 17.05.2012, Qupperneq 8
8 17. MAÍ 2012
Söngur á Siglufirði
Blásið var til mikilla söngtónleika
í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 5.
maí 2012. Til leiks komu Karlakór
Akureyrar-Geysir undir stjórn Val-
mars Väljaots, Karlakór Siglufjarð-
ar en stjórnandi hans er Guðrún
Ingimundardóttir, og Kvennakór
Akureyrar sem Daníel Þorsteinsson
stjórnar.
Karlakór Akureyrar-Geysir hóf
leikinn. Kórinn er vel skipaður hvað
fjölda snertir. Í röddum hans eru þó
gallar, svo sem í 1. tenór, sem er ekki
verulega styrkur á háum tónum og
einnig ekki alveg hreinn. 2. bassi
mætti líka vera heldur breiðari og
fyllri einkum á lægstu tónum. Báðar
þessar raddir mætti án efa lagfæra
mikið með ákveðinni raddþjálfun, af
því að í raun virðist ekki efniviðinn
vanta. Kórinn gerði nokkuð vel í
nokkrum þeirra laga sem hann flutti.
Nefna má til dæmis „Ár vas alda“,
sem flutt var af ákveðni og þrótti, og
einnig „Nú yfir heiði háa“, þar sem
náðist fram fjörlegur og vel þéttur
flutningur.
Næstur til leiks var Kvennakór
Akureyrar. Föngulegur hópur kvenna
sem hóf söng sinn á laginu „Ísland
ögrum skorið“. Hér kvað við fagran
tón. Hljómur kórsins í þessu lagi
var sérlega samstilltur og þéttur.
Styrkbreytingar í hinu besta lagi
og flutningur allur greinilega mót-
aður af miklum metnaði bæði
söngstjóra og kórfélaga. Hið sama
var um þjóðlagasyrpu úr safni sr.
Bjarna Þorsteinssonar í útsetningu
Jóns Þórarinssonar tónskálds og
átti hún sérlega vel við á þessum
stað, auk þess sem í syrpunni gaf
að heyra nokkur sjaldheyrð lög úr
safni sr. Bjarna, svo sem síðasta lag
syrpunnar, „Sólin þaggar“, sem Jón
Þórarinsson hefur klætt í skemmti-
legan búning í útsetningu sinni. Ann-
að lag á söngskrá kvennakórsins sem
mikla athygli vakti var japanska
barnalagið „Hotaru koi“ í útsetn-
ingu eftir Ogura, en það gerði um-
talsverðar kröfur sem kórinn stóðst.
Flutningur kórsins á lagi Megasar
„tvær stjörnur“ stakk nokkuð í stúf.
Það verkaði líkt og kantað og skorti
flæði, sem aftur náðist í næsta lagi,
„Árstíðir“ eftir söngstjórann við ljóð
Önnu Dóru Gunnarsdóttur, eins kór-
félaganna, en flutningur þess fór vel
úr hendi.
Kvartett skipaður félögum úr
Karlakór Akureyrar-Geysi, þeim
Erlingi Ara, Sigurgeiri Sigurð-
ar, Baldvini Aðalsteins og Þórólfi
Ingvars, flutti tvö lög við undirleik
Valmars Väljaots. Það er lofsvert að
mynda kvartett. Það form sönghóps
á sér glæsilega sögu. Til þess að svo
takist til að þetta lýsingarorð megi
nota verður mjög vel að takast, af því
að nóg er um kvartetta, þó liðnir séu,
sem bera má saman við. Því miður
á þessi kvartett nokkuð langt í land
til þess að samanburður verði gerður
honum hallkvæmur. Það táknar ekki
að láta eigi deigan síga. Miklu heldur
ber að halda á og stefna áfram, því
að nú á tímum skortir einmitt góðan
söngflokk af þessu tagi hér á landi
og þessi gæti orðið það ef unnið er
af metnaði og aga.
Karlakór Siglufjarðar er því mið-
ur afar fáskipaður. Því kom hann
ekki fram sér á parti á tónleikunum
í Siglufjarðarkirkju heldur bættust
söngmenn hans í raðir Karlakórs Ak-
ureyrar-Geysis og flutti hinn aukni
kór fjögur lög undi lok tónleikanna.
Hinn stækkaði kór var nánast ótrú-
lega miklu annar en Karlakór Akur-
eyrar-Geysir hafði verið einn og sér.
Hljómur varð fyllri, tónn þéttari og
styrkur ákveðnari. Sérlega vel tókst
flutningur á fyrsta lagi hinna sam-
einuðu kóra, en það var „Ísland (þú
álfu vorrar...), sem Valmar Väljaots
stjórnaði, þar sem ríkti þróttur og
náðist góður stígandi. Einnig fórst
vel úr hendi hið klassíska karlakór-
alag „Brennið þið vitar“ sem Guðrún
Ingimundardóttir stýrði. Ljóst er að
siglfirskir karlar geta sungið – og
það vel. Þeir ættu fleiri að flykkjast
í kórinn svo að vegur hans verði sá
sem efni virðast geta staðið til.
Tónleikunum lauk á því að allt
söngfólkið, karlar og konur, sam-
einaðist í mikinn blandaðan kór
sem flutti „Yfir voru ættarlandi“
undir stjórn Daníels Þorsteinsson-
ar. Að flutningi þessa lags loknum
vottuðu tónleikagestir aðkomu- og
heimamönnum þakklæti sitt með
langvinnu lófataki. Það var við hæfi.
Samverustundin var einkar ánægju-
leg. a
Haukur Ágústsson
Skrifar tónleikagagnrýni
RÁÐVILLTUR GEKK HANN svanurinn yfir ísinn á Másvatni. Vissi kannski af veðrabrigð-
unum sem í loftinu lágu, snjókomunni, kuldanum. BÞ
Helga Kvam
allskonar.is
MATARGATIÐ ALLSKONAR.IS
Bláskel með tómötum & chili
UNDIRBÚNINGSTÍMI 5 MÍNÚTUR ELDUNARTÍMI 8-10 MÍNÚTUR
Kræklingurinn er ljúffengur og full-
ur af próteini og járni og því bráð-
hollur og fyrir utan að taka stuttan
tíma að útbúa þá er hann alls ekki
dýr matur.
Auðvelt er að stækka þessa upp-
skrift, þú reiknar með 500gr af kræk-
lingi á mann og eykur annað hráefni
í hlutfalli við það. Með kræklingnum
er nýbakað brauð og smjör til að dýfa
í sósuna alveg nauðsynlegt.
BLÁSKEL FYRIR 2
» 3 tómatar, grófsaxaðir
» 2 msk ólífuolía
» 1 hvítlauksrif, saxað
» 2 skallotulaukar, saxaðir
» 1 rautt chili, fræhreinsað og saxað
» 1 glas hvítvín
» 1 msk tómatpúrra
» smá sykur
» 1 kg bláskel
» nokkur lauf fersk basilikka
Settu olíuna í stóran pott og hit-
aðu. Þegar olían er orðin heit þá
seturðu hvítlauk, skallottulauk og
chili út í og steikir í 3 mínútur þar
til mjúkt.
Helltu nú víninu út í ásamt
tómötunum, tómatpúrrunni og sykri.
Þú getur notað grænmetissoð eða
eplasafa í staðinn fyrir vínið, eða
bjór /pilsner. Sjóddu í 2 mínútur til
að blanda öllu vel saman.
Settu nú bláskelina út í pottinn,
hrærðu í og settu lokið þétt á pottinn.
Þú þarft að sjóða í 4-5 mínútur og
hrista pottinn vel annað slagið, eða
þar til kræklingurinn hefur opnað
sig.
Ef einhverjar skeljarnar eru lok-
aðar eftir suðuna, þá hentu þeim.
Settu í stóra skál og stráðu gróf-
saxaðri basilikku yfir. Njóttu vel!