Akureyri


Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 10

Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 10
10 17. MAÍ 2012 Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemi Sagaplasts ehf. við Rangárvelli, Akureyri. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti allt að 600 tonnum af spilliefnum og 300 tonnum af raf- og rafeindatækjaúrgangi til meðhöndlunar á ári. Samkvæmt tillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu sextán ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynn- ingar í afgreiðslu Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, Akureyri, til 4. júlí 2012. Starfs- leyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. júlí 2012. TILLAGA AÐ STARFSLEYFI Athugasemdafrestur er til 4. júlí 2012 Akureyri - Egilsstaðir - Ísaörður - Mývatn - Patreksörður Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar AÐSEND GREIN Eyjafjörður; vagga nýj- unga í menntamálum Undanfarin ár hef ég sótt metnað- arfullar og áhugaverðar ráðstefn- ur Miðstöðvar um skólaþróun við Háskólann á Akureyri. Ég hef not- ið velvilja og stuðnings yfirboðara minna við Verzlunarskóla íslands í þessari norðansókn minni og skólinn vonandi notið góðs af lærdómi mín- um. Undanfarin tvö skipti hef ég svo skeytt heimsókn í framhaldsskóla á Eyjafjarðarsvæðinu ýmist framan eða aftan við ráðstefnurnar. Vorið 2011 sótti ég ráðstefnuna Að vefa serk þann er ekki bíta járn. Einkum er mér minnisstætt erindi Dr. Monika Vinterek um rannsóknir hennar á framúrskarandi kennslu, og frásögn Ágústs Ólasonar af þró- unarstarfi í Norðlingaskóla. Degin- um áður heimsótti ég Menntaskólann á Akureyri, einkum með það fyrir augum að kynna mér Íslandsáfang- ann sem hefur verið þar í þróun. Áfanginn er stór, þverfaglegur og mjög metnaðarfullur. Ég hef ríka faglega ástæðu til að sýna þessu áhuga þar sem þarna er verið að vinna frumkvöðlastarf í anda nýrra skólalaga og námskráa. Eldmóður og áhugi kennaranna leyndi sér ekki, og var ekki alveg fjarverandi hjá nemendum heldur. Þarna þurfa nemendur að nota nýja tækni til að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt, þau þurfa að sýna frumkvæði, ábyrgð og nota sam- skiptahæfileika í mikilli hópvinnu. Áherslan á Ísland og nærumhverfið er mjög spennandi, og sú mikla þver- faglega samvinna kennara sem felst í verkefninu er greinilega krefjandi, en jafnframt gefandi. Ég sótti svo núna rétt um daginn ráðstefnuna Hugur ræður hálfum sigri, og fræddist þar um söguað- ferðin (storyline) og þróun leiklist- arbrautar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og ýmislegt fleira. Í kjölfarið heimsótti ég svo Mennta- skólann á Tröllaskaga. Ég verð að segja að ég er mjög hrifinn af nafn- inu ‚Menntaskóli‘ – jafnvel smá, tja, pönk í því.... Þarna er að vaxa úr grasi nýr skóli, og hugsanlega ný gerð af skóla. Ég hef áður heimsótt skólann á Grundarfirði sem sver sig í sömu ætt og verð að segja að mér finnst þetta spennandi þróun. Þarna er líka verið að vinna með nýju lögin og ný sjónarmið en í öðru samhengi og við aðrar aðstæður en í MA. Lára Stefánsdóttir er þarna með góðum hópi kennara og nem- enda að þróa þetta áfram og margt flott að gerast. Stór hluti nemenda er á listabraut og svo eru þau að þróa útivistarbraut í samstarfi við björgunarsveitirnar. Stór hluti af námi nemenda (u.þ.b. einn fjórði) er svo frjálst val og áhugavert að spá í hvernig þeir munu nýta það. Skólinn er í samstarfi við Versló um fjarnám og ég var í heimsókn í því samhengi og ég held að þetta sé gott dæmi um hvernig nútímatækni og byggðaþróun getur spilað vel saman, ef haldið er rétt á málum. Skólaþróun er sem sagt í bullandi gangi í Eyjafirðinum og spennandi að fylgjast með því áfram! a Ármann Halldórsson framhaldsskólakennari Góð til að mossa Nýlega setti hljómsveitin Brák smá- skífu sína Tómhyggja á netið. Brák er hugarsmíði Þorsteins Kára úr Buxnaskjónum, hann sá alfarið um að semja lögin og spila inn á plötuna. Þetta er ótrúlega skemmtileg plata og hún greip mig við fyrstu hlustun. Það sem heillar mig er fjöl- breytni laganna. Ef þig langar til að dansa, liggja og stara upp í loftið eða vera ber að ofan og mossa þá er þetta platan fyrir þig. Við fengum okkur kaffi saman og ég spurði hann nokkurra leiðinlegra spurninga. “Nú er þetta ný hljómsveit, er þið búnir að spila eitthvað?” “Við höfum aðeins komið fram einusinni en ætlum að koma fram meira í sumar.” “Hefur þú verið að vinna lengi að þessari stórbrotnu plötu?” “Vandamálið er að ég er alltof fljótur að semja. Ég er búinn að vera að semja lögin í vetur en ég fór síðan og tók hana upp á tveimur dögum. “Er eitthvað á plönunum hjá Brák?” “Já, ég stefni á að flytja út en áður ætla ég að gefa eina stærri plötu út í sumar. Hún væri í svipuðum fíling og Tómhyggja. “Hvernig verður útgáfunni háttað?” Það er góð spurning. Mér finnst hallærislegt að gefa út brennanlega diska. Ástæðan fyrir því er að ég hugsa um þetta eins og listaverk. Það kæmi líka til greina að gefa þetta út á kassettum. Eintökin verða líka gefins, gróði skiptir mig ekki máli. Þorsteinn fær frá mér fjóran og hálfan brotinn trommukjuða fyrir þessa meistaralegu plötu. Þannig að þú ættir að fara inn á http://brak. bandcamp.com, niðurhala plötunni og láta alla ættingja þína hlusta á hana. Einnig geta áhugamenn um draugapönk og pönk almennt sótt sér tónlist eftir hljómsveitirnar Norn og Ofvitarnir sem spila keimlíka tón- list á síðunni http://www.pbppunk. com/main/. a Músík með TRYGGVA ÞÓR Hólmatún 1-3 og 5-9 – breyting á deiliskipulagi, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. maí 2012 samþykkt breytingu á deiliskipulaginu Hólmatún 1-3 og 5-9. Það deiliskipulag sem nú er í gildi gerir ráð fyrir tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúsi ásamt kjallara og fjögurra hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum ásamt bílakjallara. Með þessari deiliskipulags- breytingu verður þess í stað gert ráð fyrir fimm tveggja hæða fjölbýlishúsum, hverju með fjórum íbúðum, alls 20 íbúðir. Tillagan var auglýst 29. febrúar með athugasemdafresti til 11. apríl 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaup- staðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild. Þrjár athugasemdir bárust á auglýstum athugasemdatíma og var þeim svarað á fundi skipulags- nefndar þann 25. apríl 2012. Gerðar eru eftirfarandi breytingar á áður auglýstum gögnum vegna athugasemdanna: Byggingarreitur norðan Hólmatúns 1 er styttur og færður um 2 metra til suðurs. Einnig eru lóðarmörk Hólmatúns 9 færð um 1.5 metra til vestur og byggingarreitur hússins er stækkaður um 1.5 metra til vesturs. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með kæru sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 17. maí 2012 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar Rangárvellir – breyting á deiliskipulagi, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. maí 2012 samþykkt breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla. Í tillögunni er gert ráð fyrir að gatnatengingu frá Hlíðarfjallsvegi verði hliðrað um 28 m til austurs og að jarðvegsmön verði komið upp á lóðarmörkum að vestan meðfram Síðubraut og vestast á lóðarmörkum að sunnan meðfram Hlíðarfjallsvegi. Þá verða byggingarreitir sameinaðir og stækkaðir í einn byggingarreit til að mæta breytingum á sviði endurvinnsluiðnaðar og væntanlegri þörf fyrir frekari byggingar og mannvirki á lóðinni. Tillagan var auglýst 15. febrúar með athugasemdafresti til 28. mars 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaup- staðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild. Athugasemd sem barst á auglýstum athugasemdatíma var svarað á fundi skipulagsnefndar þann 25. apríl 2012. Ekki var gerð breyting á áður auglýstum gögnum vegna athugasemdarinnar. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. Hæð. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með kæru sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 17. maí 2012 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.