Akureyri - 17.05.2012, Qupperneq 12
12 17. MAÍ 2012
“
Óábyrg umræða
skaðar mennta-
skólanema
Menntamál hafa verið nokkuð til umfjöllunar á síðum Akureyrarblaðsins síðustu vikur.
Nú er röðin komin að Jóni Má Héðinssyni, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, en
hann er harðorður í garð þingmanna og segir neikvæða umræðu þeirra bæði meiða og
mæða ungmenni í framhaldsskólum.
Jón Már, Akureyri vikublað hafði eftir skóla-
meistara VMA á dögunum að fátækt kostaði
suma nemendur skólans skólavist. Kannastu
við sama vandamál í nemendahópi MA?
Nei ekki beint en það koma á öllum tímum
upp einhver tilvik þar sem nemendur mæta
fyrirstöðu í skólagöngu sinni, veikindi for-
eldra eða annað sem getur leitt til þess að
fjárhagur þrengist. Í MA er styrktarsjóður,
Nemendasjóður, nánast jafngamall skólan-
um. Í hann hafa nemendur greitt og í hann
geta þeir sótt og sjóðurinn hefur getað létt
undir með nemendum í erfiðleikum. Úthlut-
að er tvisvar á ári en stjórn sjóðsins skipa
hagmunaráð, námsráðgjafi, skólameistari
ofl. Aðsókn í þennan sjóð hefur ekki stór-
lega aukist eftir hrun þannig að ég get ekki
merkt að fátækt sé vaxandi vandamál með-
al nemenda. Helsta breytingin sem við hér
urðum vör við var, skömmu eftir hrun, þegar
við fórum að merkja að nemendur sem komu
langt að og höfðu hug á að koma til okkar
fóru frekar í framhaldsskóla sem var nærri
þeirra heimbyggð.
Er fylgst vel með félagslegum aðstæðum nem-
enda?
Alla tíð hefur verið brugðist við ef áföll
koma upp. Námsráðgjafar og umsjónar-
kennarar fylgjast vel með hvort upp koma
atvik sem kunna að hafa áhrif á námsfram-
vindu. Já, ég tel að það sé vel fylgst með.
Þú kannast þá ekki við að nemar í MA hafi
orðið að hætta og fara á bætur til að afla þannig
fjár fyrir heimilin – eins og fram kom hjá skóla-
meistara VMA?
Nei, við höfum ekki heyrt af slíkum dæm-
um.
Nú hefur Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra viðrað leiðir til að skoða félagsstöðu
nemenda. Mikil umræða hefur farið fram um
ástæður hás brottfalls hér á landi sem þó er enn
ráðgáta. Hver er þín skoðun á þessu?
Brýnt er að við veltum alvarlega fyrir okk-
ur hvernig umræðan í þjóðfélaginu snertir
nemendur líkt og reyndar alla aðra lands-
menn. Stöðug umræða um að ekkert sé að
gerast í þessu landi, að enginn bregðist við
neinu, að þessi svokölluðu hjól atvinnulífs-
ins fari aldrei í gang, að þau séu stirð og
óhreyfanleg, þessi umræða hefur auðvitað
áhrif á þennan skóla eins og alla aðra skóla
og við sjáum að henni fylgir aukaálag fyrir
nemendur.
Aukaálag vegna orðræðunnar í samfélaginu.
Hvernig birtist það?
Þröskuldurinn fyrir námsálagi nemenda
lækkar. Þess vegna eiga þau að einhverju
leyti erfiðara með nám. Ég geri mér þó ekki
grein fyrir hve stór hluti er umræðunni að
kenna, annar vandi er að skólarnir fylgjast
ekki nægilega vel með samfélagsþróun-
inni. Framhaldsskólinn þarf að koma sér
að einhverju leyti saman um vinnutíma
nemenda. Nemendur, eins og kennarar, eru
misfljótir að vinna en óbreytt fyrirkomulag
gengur ekki. Við förum fram á að nemend-
ur sitji við heimanám sitt daglega tvo til
þrjá klukkutíma eftir skóla sem þýðir að
samfelldur vinnutími nemenda er frá átta
á morgnana til sjö á kvöldin. Við fullorðna
fólkið myndum sennilega kveinka okkur
undan slíkum vinnutíma en samt ætlumst
við til þessa ofurannríkis af nemendum.
Skólinn þarf að breyta sér þannig að nem-
endur klári sinn vinnudag að mestu innan
veggja skólans á skólatíma því ónefndur er
líka sá stóri hópur nemenda sem er á kafi
í tónlist, félagsstarfi eða íþróttum. Mjög
margir nemendur eru í slíku starfi fram
á kvöld og þá eiga þeir eftir að læra fyrir
morgundaginn. Þetta þurfum við að skoða
um leið og við veltum alvarlega fyrir okkur
hinni neikvæðu umræðu sem lækkar þol-
mörk fyrir nemendur í skólastarfi.
Þar ertu í rauninni að segja að þú kallir eftir
ábyrgari orðræðu.
Nákvæmlega. Við sjáum það til dæmis í að-
sendum greinum í blöðum að þeir sem áður
voru í stjórn en eru nú í stjórnarandstöðu
og öfugt skrifa nákvæmlega sömu grein-
ar og andstæðingar þeirra hinum megin
við borðið skrifuðu þegar valdataumarnir
lágu þannig. Enginn sér neitt jákvætt við
það sem hinn hópurinn er að gera. Sveitar-
félög hafa reynt að finna sameiginlegan
vettvang til að eflast innbyrðis og kannski
ættu landsfeður okkar og landsmæður nú
á ríkisvísu að leita að því sem við eigum
sameiginlegt fremur en að leita alltaf að því
sem sundrar okkur. Ég held að það myndi
létta ungu fólki lífið verulega ef unnið yrði
eftir nýrri hugsun.
Þorvaldur Þorvaldsson skáld sagði eitt sinn
að stóriðjuumræðan hér á landi einkenndist
af skorti á einhverju, en sjaldnar væri rætt
allt það sem við höfum. Það er svipað stef -
ekki satt?
Jú, og nú sjáum við í viðkvæmu máli eins og
landsdómsmálinu að menn taka það mjög
persónulega og sjá ekki fyrir sér að hægt
sé að mynda stjórnir með einum eða öðrum
vegna þess að þessi eða hinn greiddi þannig
atkvæði.
Umræðurnar á Alþingi um Landsdómsmálið
eru e.t.v. ágætt dæmi um það þegar hið faglega
víkur fyrir hinu persónulega, ekki satt?
Jú og ég held að nú sé svo komið að nemend-
ur verði að fá þau skilaboð frá stjórnvöldum
að ákveðnir fagþættir séu grundvallatriði,
að heimurinn sé ekki alltaf persónulegur.
Leiðindaorðræðan, sem hægt er að kalla