Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 13
1317. MAÍ 2012
“
svo, hefur hreinlega staðið yfir í allt of
langan tíma.
Er tómt mál að innprenta ungmennum gildi
þegar fyrirmyndirnar láta svona?
Það er alveg ljóst að í þessum skóla gefumst
við ekki upp við að innprenta ungmennum
gildi skólans en við getum ekki leitað til
þingmanna sem góðra fyrirmynda í augna-
blikinu, ekki sem hóps, þótt auðvitað séu
margar góðar undantekningar.
Menn svífast einskis í umræðu um krónur og
aura – en þú ert að benda á að það geta orðið
alvarlegar afleiðingar af ýmsu öðru en skorti
á krónum og aurum? Orð meiða.
Já og þótt nemendur hjá okkur séu ekki að
kalla eftir neinni bómull, enda takast þeir
daglega á við krefjandi verkefni, þá eiga
þeir betra skilið en þetta.
Myndi 63 MA-nemum jafnvel sumpart ganga
betur að stjórna landinu ef þú skutlaðir þeim
suður á Alþingi heldur en þeim sem sitja þar
nú?
Þingmenn gætu a.m.k. sumt lært af fram-
haldsskólanemum. Kosning í embætti
skólafélagsins er ný lokið. Margir voru
í framboði sem er frábært, margir vilja
stjórna skólafélaginu Að kosningum og
úrslitum loknum kemur iðulega sú staða
upp að þeir sem áður öttu kappi þurfa að
ná fullum sáttum og vinna saman. Og þá
gera nemendur það. Það tekur þá bara örfáa
daga að búa til heildstæðan hóp sem vinnur
saman. Þau átta sig fljótt á því að ef þetta
á að vera metnaðarfullt starf sem stendur
undir þeim loforðum og væntingum sem
þau hafa gefið þá verða þau að gleyma fyrri
átökum. Þau bjóða sig fram til þjónustu
fyrir nemendur. 63 nemendur á þingi yrðu
fljótir að átta sig á að stjórn landsins er
verkefni sem verður að leysa saman með
virðingu og trausti að leiðarljósi.
Starfa minna vegna þarf ég stundum að fylgj-
ast með umræðu á Alþingi og eins og Helgi
Seljan sjónvarpsmaður segir þá líður honum
stundum eins og skilnaðarbarni þegar hann
nálgast þinghúsið. Er kannski bara hreinlega
best að slökkva á þingrásinni þegar mennta-
skólaneminn á heimilinu gengur fram hjá?
Eiga ungmenni betra skilið en verða vitni að
þessum ósköpum?
Já en ég held að framhaldsskólanemar eigi
að fylgjast með þingmönnum og veita þeim
aðhald. Kjósendur hafa vald til að kjósa
þá sem hafa staðið sig vel en hafna þeim
sem gera það ekki. Ég held að framhalds-
skólanemendum sé því mjög hollt að fylgjast
með þjóðmálum og láta þau sig varða.
Víkjum talinu að öðru. Skólameistari VMA
ræddi fyrir skemmstu fordóma, þ.e. að þeir sem
séu góðir á bókina eru í umræðunni oft nánast
þvingaðir til að ganga götuna í MA. Sumir
kalla þetta elítisma og skírskota til sögunnar
þegar aðallega fóru hér um forréttindabörn af
einhverju tagi. Upplifirðu það enn þann dag
í dag að snobbað sé fyrir MA? Er dvölin hér
upphafin?
Ég held það sé ekki þannig. Hér á Akureyri
erum við svo heppin að hafa tvo frábæra
framhaldsskóla sem sérhæfa sig, hvor á
sínu sviði. Við sérhæfum okkur í því að
undirbúa nemendur undir háskólanám og
gefum okkur ekki út fyrir annað og stöndum
okkur mjög vel samkvæmt úttekt HÍ. Ef
snobb tengist því þá er snobb tengt þeirri
háskólamenntun sem við búum nemendur
undir meðan V
erkmenntaskólinn sérhæfir sig á fleiri
sviðum. Fyrst og fremst gerir Verkmennta-
skólinn það með verkmenntun eins og nafn
skólans ber með sér og þar er unnið frábært
starf. Það er í mínum huga hvorki verra né
betra að vera í öðrum skólanum eða hinum,
áherslurnar eru hins vegar ólíkar. Skólarnir
tveir koma á móts við áhugasvið nemenda
með mismunandi hætti.
Ég býst við - eins og fólk þekkir með KA og
Þór og alla þessa klúbba hér á Akureyri - að
það sé talað á báða vegu um skólana tvo,
bæði vel og illa. Þeir sem fara í VMA kunna
að tala um snobbið í MA og öfugt. Er það
ekki sama umræðan og í Þór og KA? Ég held
að á meðan að við sem stjórnum skólanum
reynum að halda okkur við málefnalegri
umræðu en þetta þá áttum við okkur smám
saman á því að hér eru tveir skólar sem
styðja hvor við annan og hvorugur getur
án hins verið.
Þú nefnir málefnalegri umræðu. Fram kom í
máli nemenda VMA sjálfra á málþingi fyrir
skemmstu að þeirra tilfinning hefði verið sú
að „samfélaginu“ þætti ekki nógu fínt að þeir
færu í VMA. Samkvæmt reynslusöguum nem-
endanna sjálfra er það umræðan hér, a.m.k.
meðal hluta bæjarbúa? Heldurðu að hér mætist
kannski tveir tímar og takist á?
Já ég held að svo sé. Það er ekkert launungar-
mál að báðir skólarnir eru á sama upptöku-
svæði, þeir eru báðir að reyna að laða til sín
nemendur af sama svæði en þar, eins og í
öllu öðru, eiga menn að spila heiðarlega. Ég
held að það skipti máli að við í skólanum
séum heiðarleg og tölum af virðingu um
nemendur okkar en ölum ekki á fordómum.
Var það ekki einu sinni hugmyndin að MA
„fleytti rjómann“ af norðlenskri æsku. Hér
komust mun færri nemendur að en vildu á
tímabili og þurfti að hafa býsna góðar einkunn-
ir til að fá séns en það var líka mikið fall á
fyrsta ári. Var ekki dálítill darwinismi í skóla-
starfinu, svo maður tali bara hreint út?
Umræðan kann að hafa verið á ein-
hverju þannig plani. Mér finnst hins vegar
skipta mestu að umræðan sé heiðarleg.
Hvað viltu segja að lokum?
Við í MA erum önnum kafin við að innleiða
ný framhaldsskólalög og gera skólanum
nýja námsskrá. Frelsið og sjálfstæði sem
nýjum lögum fylgir er spennandi en við
erum mjög meðvituð um ábyrgð og og skyld-
ur sem fylgja. Við erum ákveðin í að sinna
hvorutveggja. Við rekum okkur á að það
hefur ekki verið hugsað fyrir fjárveitingu
með nýjum lögum. Framhaldsskólanum er
ætlað að mennta hvern nemenda fyrir um
400 þúsund króna lægri fjárhæð en yngri
skólastig og einnig háskólastigið, þau skóla-
stig eru ekki ofhaldin af sínum fjárveiting-
um. Ég átta mig ekki alveg á þessu og hugsa
stundum ætli almenningur í landinu viti af
þessu? Skólar eiga að vera óskabörn þjóðar-
innar og það á að vænta mikils af þeim.
TEXTI Björn Þorláksson
MYNDIR Þórhallur Jónsson
... sem þýðir
að samfelldur
vinnutími nem-
enda er frá átta
á morgnana til
sjö á kvöldin ...