Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 10
10 19. JÚLÍ 2012
Helga Kvam
allskonar.is
Grafin bleikja
Það er afar einfalt að verka fisk á þennan hátt, þarfnast lítillrar fyrirhafnar
og tíma en útkoman er svo ákaflega sérstök og góð. Þú getur notað bleikju
eða lax í þessa uppskrift.
GRAFIN BLEIKJA
» 500gr bleikja
» 10 fennelfræ
» 10 kóríanderfræ
» 35gr sykur
» 35 salt
» 3 msk ferskar kryddjurtir (dill,
kóríander, mynta, steinselja, basil –
bara það sem þú átt til)
» 1 lime, börkur
» 30 ml ólífuolía
» sítrónusafi
UNDIRBÚNINGUR 5 mínútur
VERKUN 4 klst
Settu fennelfræ, kóríanderfræ,
salt, sykur, limebörk og kryddjurtir
í mortél og merðu vel saman í mauk.
Nuddaðu þessari blöndu vel í fisk-
inn og þektu hann með blöndunni.
Vefðu fiskinn þétt inn í plastfilmu
eða álpappír og settu í ísskáp í 4
klst. Eftir 4 klst tekurðu fiskinn úr
umbúðunum og skolar og þerrar.
Nuddaðu olíu og sítrónusafa í hann
og skerðu í þunnar sneiðar.
Frábær einn sér eða með rjóma-
ostblöndu (sjá neðar) á rúgkex.
RJÓMAOST BLANDA
» 1 dl rjómaostur
» 2 msk jógúrt
» safi úr 1/2 sítrónu
» börkur af 1/2 sítrónu
» salt og pipar
» Undirbúningur: 5 mínútur
Hrærðu öllu saman svo að blandist
vel. Smakkaðu til með salti og pipar. a
MATARGATIÐ FLEIRI UPPSKRIFTIR Á WWW.ALLSKONAR.IS
fyrir íslenskar aðstæður
SVALALOKANIR
• lipur og þvingunarlaus opnun
• viðhaldsfrítt
• vindlokun
• skrölt frítt
• þolir hreyfingar hússins
Fagmennska í 50 ár!
Skemmuvegi 24 - 200 Kópavogi
Sími: 898 6027
Sími 554 2570 - smidjaheidars.is
Hafðu samband við Sigurgeir Svavarsson ehf,
tengilið okkar á Akureyri í síma: 898 6027
eða sendu okkur fyrirspurn á: smidja@smidjaheidars.is
Halla Steinunn Stefánsdóttir
barokkfiðluleikari og Guðrún
Óskarsdóttir semballeikari
Aðgangur ókeypis
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2012
Sunnudagur 22. júlí kl. 17
Fjórhent á orgel
Tónleikar í röð Sumartónleika í Ak-
ureyrarkirkju 2012, sem haldnir voru
15. Júní, voru með nokkuð óvenju-
legu sniði. Þetta voru orgeltónleikar,
en slíka er, sem betur fer, nokkuð oft
boðið upp í kirkjunni, enda hún góð
til slíkra tónleika hvað hljómburð
snertir, en þó fyrst og fremst vegna
hins ágætis hljóðfæris, sem í henni
er. Hið óvenjulega við tónleikana 15.
Júní var það, að fram komu báðir
organistar kirkjunnar, Eyþór Ingi
Jónsson og Sigrún Magna Þórsteins-
dóttir – ekki hvor í sínu lagi, held-
ur saman og léku fjórhent á orgel
kirkjunnar.
Undirritaður er ekki svo kunn-
ugur heildarsögu orgelleiks við Ak-
ureyrarkirkju, að hann viti, hvort
tónleikar, þar sem leikið hefur
verið fjórhent á orgel kirkjunnar,
hafi verið haldnir fyrr eður ei, en
víst er, að það hefur ekki verið títt
og einnig, að það hefur ekki komið
fyrir þann tíma, sem hann hefur
sótt tónleika í kirkjunni. Hafi slíkir
tónleikar verið haldnir, verður að
teljast ólíklegt, að það hafi verið
gert af meiri glæsibrag en þeim,
sem þarna var. Líklegt er sá, að hafi
nokkur á meðal áheyrenda efast
um hæfni þeirra tveggja, sem skipa
stöður organista kirkjunnar, ætti sá
efi að hafa gufað upp eins og dögg
í morgunskini sólar.
Efnisskráin var skemmtilega fjöl-
breytt. Hún hófst á verkinu Praise to
the Lord, the Almighty eftir Michael
Burkhardt. Það er í fimm köflum, þar
sem farið er höndum um sálmalagið
á ýmsa vegu. Flutningur var góður og
afar áheyrilegur. Sérlega vel tókst að
lita kafla verksins með blæ leiksins
og vali radda. Ekki síður var gam-
an að verða vitni að kafla í verkinu,
sem ber heitið Pedaliter og leikinn
er einungis á fótspilið.
Tvær sónötur eftir W. A. Mozart
voru á meðal verkanna, sem flutt
voru. Báðar munu vera umskrif-
aðar fyrir fjórhent orgel. Þær eru
mjög í anda hins mikla tónskálds
liprar og sem næst leikandi, með
hröðum nótnagangi og ýmsu flúri,
sem fellur fagurlega inn heildar-
formið. Hinn hraði leikur vafðist
ekki almennt fyrir organistunum
tveimur, en þó gætti lítils háttar
ósamræmis, einkum í fyrri sónöt-
unni, í G, KV 274.
Ein ländliches Hochzeitfest eftir
Franz Berwald skiptist í fimm kafla.
Þeir eru engir þeirra verulega hríf-
andi og skilja sig mest hver frá öðr-
um í ólíkum styrk. Verkið fluttu þau
Eyþór Ingi og Sigrún Manga af fullu
öryggi.
Flutt var verk eftir Jón Hlöðver
Áskelsson byggt á laginu við Dýrð,
vald virðing og vegsemd hæst, sem
er lokavers Passíusálma Hallgríms
Péturssonar. Flytjendur spunnu sig
inn í verk Jóns Hlöðvers, þannig
að engin skil var að finna. Verkið
var flutt á tvö harmóníum. Það er
áferðarfallegt, en ekki rismikið, enda
má segja, að lagið, sem á er byggt,
gefi ekki tilefni til.
Víst ertu Jesús, kóngur klár í
útsetningu Páls Ísólfssonar var
einnig flutt á tvö harmóníum. Hér
má heita að á mörkum hafi verið,
að fjórhent hafi verið leikið, því að
hljóðfæraleikararnir skiptust mest
á en þó með nokkurri skörun. Þetta
gullfallega lag nýtur sín vel í útsetn-
ingu Páls og fór mikið vel í harm-
óníumleik organistanna tveggja.
Nun ruhen alle Wälder eftir
Christian Gottlob Höpner fluttu
organistarnir á hið stóra pípuorgel
kirkjunnar. Hér var einnig um að
ræða verk, sem í raun skiptist á milli
hljóðfæraleikaranna án mikils sam-
spils beggja, en verkið er fallegt og
skilaði sér ánægjulega í flutningi
þeirra Eyþórs Inga og Sigrúnar
Mögnu.
Síðasta verkið kölluðu hljóð-
færaleikararnir Vals fyrir fjóra fætur,
og var það syrpa valsa eftir Johanns
Strauss leikin einungis á fótspilið.
Hér var sannarlega um tour de force
að ræða. Nokkur smámistök urðu,
en þau svo óveruleg að ekki spillti
nokkru. Í þessu verki kom að miklum
notum það vel til fundna fyrirkomu-
lag að varpa mynd um skjávarpa á
tjald fremst í kirkjunni, þar sem unnt
var að fylgjast með ferð fingra og fóta
um hljómborð orgelsins. Áheyrendur
kunnu vel að meta þessa nýbreytni,
enda vegna hennar unnt að sjá og
meta mun nánar samhæfingu hljóð-
færaleikaranna. Þeim var líka þakk-
að að lokum með því að allir risu úr
sætum og klöppuðu þeim verðugt
lof í lófa. a
AKUREYRI
RÚMAR 18.000
Átján þúsundasti Akureyringurinn
leit dagsins ljós 29. maí og hefur
hlotið nafnið Haukur Leó. Foreldr-
ar hans eru Sveinn Arnarsson og
Elísabet Þórunn Jónsdóttir.
Í vikunni heimsóttu Eiríkur
Björn Björgvinsson bæjarstjórinn
á Akureyri og Geir Kristinn Að-
alsteinsson forseti bæjarstjórn-
ar fjölskylduna og færðu henni
gjafir.
Fjölskyldan fékk bókagjöf,
kort í Hlíðarfjall og Sundlaug Ak-
ureyrar, blóm og silfurskjöld sem
á er letrað nafn drengsins og upp-
lýsingar um að hann sé 18.000. Ak-
ureyringurinn. Fimm ár eru síðan
17.000. Akureyringurinn fæddist.
Eins og sést á myndinni er
Haukur Leo í skýunum með
athyglina.
Haukur Ágústsson
Skrifar tónleikagagnrýni