Akureyri


Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 6

Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 6
6 19. JÚLÍ 2012 – LEIÐARI – Akureyri og heimspressan Það líður að ársafmæli Akureyrar vikublaðs. 11. ágúst árið 2011 rann fyrsta tölublaðið inn um dyralúgur Akureyringa og vakti forsíðufrétt blaðsins strax landsathygli og var mikið vitnað til. Margir voru þó skeptískir gagnvart þessum gesti í norðlenska fjölmiðlaflóru og setti fyrirtæki í eigu KEA af stað herferð sem virtist beint gegn útgáfu blaðsins. Var á herferðinni að skilja að það væri engin dyggð ef hægt væri að færa bæjarbúum frítt blað nema að fjöldi manns hér í bæ hefði launatekjur af útgáfunni. En þessar væringar eru fyrir bí. Lesendur hafa talað og þeir vilja lesa Akureyri vikublað. Aðeins nokkrum vikum eftir að fyrsta tölublaðið kom út mældist lestur blaðsins meiri en hins staðbundna vikufréttablaðsins í könnun sem Háskólinn á Akureyri framkvæmdi. Auglýsingasala sem er forsenda þess að bæjarbúar fái frítt blað inn um dyralúguna hefur gengið vel og stöðugildum í kringum starfsemina hefur fjölgað. Þá hefur fréttavefur blaðsins, akv.is fest sig vel í sessi og hefur síðustu vikur ítrekað mælst í hópi 20 vinsælustu vefsíðna landsins. Gaman er að segja frá því að hið fámannaða Akur- eyri vikublað náði heimsathygli fyrir skömmu þegar margir af helstu fjölmiðlum heims s.s. Stern vitnuðu í fréttir og umfjöllun blaðsins um komu Hollywoodleik- ara til Akureyrar. Þökk Internetinu. Það eru hins vegar ekki fréttir af Tom Cruise sem hafa haldið blaðinu á floti. Traust og gott samband við lesendur, gagnvirkni, símtöl, póstar og ýmsar ábendingar um fréttir frá bæjarbúum eru helsta auðlegð blaðsins, auk þess sem Akureyringar hafa verið iðnir við að senda blaðinu greinar. Í fjölmiðlafræðum segir að hlutverk stað- bundinna miðla sé ekki síst að vera bæði samfélags- spegill og varðhundur í samfélaginu. Lítil hefð hefur hins vegar skapast fyrir rannsóknablaðamennsku í þessum bæ og þess vegna hefur fólk stundum sopið hveljur þegar blaðið hefur stungið á kýlum. Það er að sumu leyti skiljanlegt fyrir þá sem ekki eru vanir slíku. Gagnrýni er líka markvisst þögguð niður af hagsmunaaðilum. Auðræði ýtir út virku lýðræði og fjölmiðlamenn eru um allan heim sakaðir um að vera vilhallir valdhöfum og stórfyrirtækjum. Það er mikill munur á faglegri og persónulegri gagnrýni þegar fjölmiðlun er annars vegar. Starfsmenn blaðsins eiga ekki persónulega sökótt við þá pólitík- usa og embættismenn sem eru til umfjöllunar hverju sinni þegar upp koma álitamál. Efnisgreining myndi sýna að hið mannlega, hlýlega og forvitnilega hefur í langflestum blöðum verið ríkjandi en svæðisbundin sérstaða miðilsins er sú að ef lesendur telja einhverju ábótavant verður því ekki án rannsókna sópað undir teppið hjá blaðamönnum Akureyrar vikublaðs. Björn Þorláksson AKUREYRI VIKUBLAÐ 28. TÖLUBLAÐ, 2. ÁRGANGUR 2012 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. Netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856. Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 13.500 eintök. Dreifing: 13.500 EINTÖK ÓKEYPIS – FRÁ BLÖNDUÓSI TIL ÞÓRSHAFNAR VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LOF fær Blaðamannafélag Íslands sem ályktaði m.a. svo vegna rassskellsins sem íslenskir dómarar fengu hjá Mannréttindadómstólnum í Strassbourg í síðustu viku: „íslenskir dómstólar hafa því miður ekki haft skilning á mikilvægi tjáningar frelsins fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu. Það hefur ítrekað endurspeglast í úrskurðum þeirra á undanförnum árum og þannig lagt stein í götu blaðamennsku og fjölmiðlunar í landinu. Það er óskandi að nú verði breyting á, því tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegra samfélagshátta og ekkert er jafn öflugt meðal til til að uppræta spillingu og ranglæti.” LOF fá þeir sem hafa barist fyrir frelsi til að tjá sig þótt það hafi kostað dóma og fésektir. Last fá dómarar sem dæmt hafa blaðamenn til greiðslu skaðabóta fyrir það eitt að blaðamenn vinni vinnuna sína... LOF fær handverksfólk í Dyngjunni í Mývatnsveit en karl hafði samband við blaðið sem hafi keypt vöru þar og fékk hana í poka sem saumaður hafði verið úr auglýsingabæklingi. Þótti karlinum framtakið umhverfisvænt og skemmtilegt, ekki síst þar sem plastpokar þykja skaðvaldur um allan heim. Og handverksfólk í Mývatnssveit nú einnig... Nýja endurvinnslan fær LOF fyrir hjálpsemi og notalegt viðmót, segir kona sem hafði samband við blaðið.“ Það er svo frábær þjónusta. Þau eru svo tilbúin og taka manni opnum örmum. Þetta er alveg til fyrirmyndar hjá þeim. Glaðlegt viðmót og almennilegheit....“ LOF fá veðurguðir fyrir að gefa landsmönnum um allt land sumar. Hefur oft heyrst meðal Norðlendinga að undanförnu að þeim hafi orðið það ljóst síðasta sumar þegar kom ekkert sumar fyrr en í ágúst, hve mikinn þátt gott veður á í lífsgæðum fólks. Hamingjustigið í hámarki, kreppan á undanhaldi og líf og fjör hvar sem litið er undir glitrandi sól... LÍFRÍKIÐ EYÞÓR INGI JÓNSSON Á HVERJU ÁRI sjást á milli 180 og 200 tegundir fugla á Íslandi. Af þeim eru bara 76 tegundir fastir varpfuglar. Örfáar tegundir eru fargestir, sem eru á leið til eða frá norrænum varpstöðvum, en meirihluti fugla sem sést á landinu eru flækingar. Fjallafinkan er einn þessara flækinga. Þessi karlfugl söng afar kröftuglega og fallega í Þineyskri sveit um daginn. (Takk fyrir upplýsingarnar Yann Kolbeinsson) Akstursstefnu Spítalavegar verði breytt Almennur fundur Innbæjarsamtakanna á Akureyri - hagsmunasamtaka íbúa, vekur athygli á miklum umferðarhraða í hverfinu. Hraðinn veldur mikilli hættu og hefur oft legið við stórslysi á börn- um. Í þeim tilgangi að ná niður almenn- um umferðarhraða leggur fundurinn til að settar verði upp hraðahindranir og þrengingar í hverfinu í samráði við íbúa,“ segir í ályktun frá Innbæjarsam- tökunum. Þá gera Innbæjarsamtökin athuga- semdir við breytingar á deili skipulagi í Innbænum og er mælt gegn niðurrifi húsa í Innbænum. „Öll gömlu húsin í Innbænum hafa á einhverjum tíma- punkti frekar verið talin hæf til niður- rifs en uppbyggingar. Í deiliskipulags- tillögunni er lagt til að Lækjargata 11 verði rifið, en fundurinn telur húsið vera hluta af götumyndinni og leggur til að það standi áfram, hvort sem það verður endurbyggt að hluta eða öllu leyti.“ Innbæjarsamtökin telja að fyrir- huguð fjölgun húsa í Lækjargötu muni breyta götumyndinni verulega, en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir fjórum nýjum byggingarlóðum. „Það er álit fundarins að halda skuli í upprunalega götumynd.“ TIL HÁBORINNAR SKAMMAR Innbæjarsamtökin hvetja jafnframt bæjaryfirvöld til að hefja þegar í stað undirbúning að endurreisn leikvallar- svæðisins við Hafnarstræti í samráði við samtökin. „Meðal innlendra og erlendra ferðamanna er vinsælt að ganga um Inn- bæinn og aðrir bæjarbúar sækja hann heim í auknu mæli. Elsta hús bæjarins, Laxdalshús, vekur áhuga ferðamanna, en þar beint á móti er umrætt svæði í algerri niðurníðslu og er bæjaryfirvöld- um til háborinnar skammar. Þrátt fyrir það er stöðug aðsókn á leikvallarsvæðið, bæði í þau fáu leiktæki sem þar eru og í körfuna, sem einkum er vinsæl hjá eldri krökkum.“ Þá telja Innbæjarsamtökin mjög mikilvægt að akstursstefnunni í neðsta hluta Spítalavegar verði snúið við, ekið verði upp brekkuna. „Spítalavegur hefur í gegnum tíðina verið mikilvæg tengileið íbúa í Innbænum upp á Brekk- una, rakleiðis upp að Spítalanum, að Menntaskólanum og að Brekkuskóla. Einstefna niður Spítalaveg hefur beint umferðinni upp Lækjargötu, en þar er umferðin allt of mikill. Þess vegna er æskilegt að deila umferðinni á þessar tvær götur.“ Vísa Innbæjarsamtökin í nýlega um- ferðartalningu á vegum bæjarins þar sem mældust 700 bílar yfir eina helgi. a ÍBÚAR INNBÆJARINS vilja snúa akstursstefnu Spítalavegar. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.