Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 2
2 19. JÚLÍ 2012
Kraftbílar ehf. // Draupnisgötu 6 // 603 Akureyri // Sími 464 0000 // kraftbilar@kraftbilar.is // www.kraftbilar.is
www.kraftbilar.is
Þjónustuumboð BL á norðausturlandi
Aðeins 2,9 prósenta atvinnuleysi
„Atvinnuleysi á Norðurlandi eystra er komið niður í 2,9% á Norðurlandi
eystra,“ segir Soffía Gísladóttur forstöðumaður Vinnumálastofnunar á
Norðurlandi eystra.
Mikill viðsnúningur hefur orðið frá
hruni þegar tölur um atvinnuleysi
eru skoðaðar. Efnt hefur verið til
sérstakra átaka til að skapa störf og
virkja fólk á vinnumarkað og voru
þannig í júní samtals 1.551 manns á
landinu öllu í vinnumarkaðsúrræð-
um, þar af 1.384 í gegnum átakið
Vinnandi vegur. 139 voru í öðrum
starfsþjálfunar-, reynsluráðningar-
og átaksverkefnum, og 28 í frum-
kvöðlastarfi innan fyrirtækja/ stofn-
ana. Um er að ræða úrræði sem eru
greidd af Atvinnuleysistrygginga-
sjóði, en viðkomandi einstaklingar
teljast ekki með í atvinnuleysistöl-
um.
Í grunnúrræðum og ýmsum nám-
skeiðum voru 605 manns í júní , þar
af 175 í ýmsum grunnúrræðum, í
námsúrræðum og ýmsum náms-
skeiðum voru 290 og í starfstengd-
um úrræðum (atvinnutengdri
endurhæfingu, sjálfboðaliðastarfi
og þróun eigin viðskiptahugmynd-
ar) voru 140.
HORFUR Á VINNUMARKAÐI Í JÚLÍ
Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að
atvinnuleysi í júlí verði svipað og
í júní og verði á bilinu 4,5%-4,9%
á landsvísu. Staðan er því umfram
landsmeðaltal á Norðurlandi eystra.
Í júnímánuði síðastliðnum voru
skráðir 182.852 atvinnuleysisdagar
á landinu öllu sem jafngildir því að
8.704 manns hafi að meðaltali verið
atvinnulausir í mánuðinum. Mann-
afli á vinnumarkaði skv. áætlun
Vinnumálastofnunar var 181.527 í
júní 2012. Mannaflaspáin byggist á
upplýsingum um mannfjölda 2011
og upplýsingum úr vinnumarkaðs-
könnun Hagstofunnar 2011 með
tilliti til áætlaðrar atvinnuþátttöku
á árinu 2012 og árstíðarsveiflu í at-
vinnuþátttöku. Skráð atvinnuleysi er
mælt á þann veg að fjöldi atvinnu-
leysisdaga er umreiknaður í með-
alfjölda einstaklinga, þar sem allir
dagar í hverjum mánuði eru taldir
nema laugardagar og sunnudagar og
útkomunni deilt í áætlaðan mann-
afla á vinnumarkaði. a
Búðargluggar í miðbæ
Akureyrar illa merktir
Neytendasamtökin könnuðu verð-
merkingar í gluggum 28 verslana í
miðbæ Akureyrar 10. júlí sl. Í ljós
kom að einungis 25% verslana í
miðbænum eru með mjög góðar eða
þokkalegar verðmerkingar í glugg-
um. Alltof margar verslanir eru með
engar eða ófullnægjandi verðmerk-
ingar eða 75%. Mjög góðar merk-
ingar voru í gluggum verslananna
GS, Didda Nóa, Janus og Skóhúsinu.
Í sumum verslunum voru merkingar
þokkalegar en í allt of mörgum til-
fellum voru engar verðmerkingar
sýnilegar.
Samkvæmt reglum um verð-
merkingar eiga söluvörur að vera
verðmerktar hvar sem þær eru til
sýnis svo sem í búðargluggum, sýn-
ingarkössum, á vefsíðum eða annars
staðar.
Markmiðið með slíkum reglum er
m.a. að efla verðvitund neytenda og
efla þannig samkeppni.
Samtökin hvetja verslunar-
eigendur til að fara að lögum og
verðmerkja allar söluvörur þar sem
þær eru til sýnis. „Góðar verðmerk-
ingar í gluggum geta auk þess virkað
söluhvetjandi og því skýtur skökku
við að seljendur skuli almennt ekki
sinna þessu betur,“ segir Brynhildur
Pétursdóttir hjá Neytendasamtök-
unum. a
Stórbætt aðstaða
Gámaþjónusta Norðurlands og Sagaplast opnuðu í síðustu viku nýja
og glæsilega móttöku- og flokkunarstöð Hlíðarvelli við Hlíðarfjallsveg
á Akureyri. Meginmarkmiðin eru að hámarka endurnotkun, endur-
nýtingu og endurvinnslu, en lágmarka sóun og urðun úrgangs. Mjög
góður árangur hefur þegar náðst en nýja aðstaðan að Hlíðarvöllum
gefur möguleika á ennþá betri árangri í flokkun og endurvinnslu.
Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að íbúar á Akureyri hafi
tekið nýju sorphirðukerfi mjög vel og komi mikið af endurvinnanlegu
efni í grenndargáma. „Íbúar í öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði hafa
einnig tekið mjög vel við sér varðandi breytt sorphirðukerfi og aukna
flokkun. Söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi gengur alls staðar vel. Á
svæðinu öllu hefur mikill metnaður og áhugi sveitarstjórnarmanna og
íbúa farið saman til að gera sem best í málaflokknum. Með samstilltu
átaki og samvinnu hefur mjög góður árangur náðst.“
Þjónustan skipti meiri máli en staðsetning
Björn Gunnarsson læknisfræðilegur
forsvarsmaður sjúkraflugs segir að
flutningur stjórnar sjúkraflugs suður
til Reykjavíkur frá Akureyri myndi
fyrst og fremst þýða að störf flyttust
til. Fyrir skemmstu fór Björn í sjö
sjúkraflug sama daginn þar sem flog-
ið var þvers og kruss yfir allt landið.
Að það hafi gengið áfallalaust gefi
vísbendingu um að upphafsstað-
setning flugsins skipti minni máli
en þjónustan sjálf. Björn segir það
nokkuð sérstætt að Íslendingar séu
með mun fleiri sjúkrabíla en ná-
grannalöndin miðað við höfðatölu
en þjónustan um borð í bílunum
sé minna rædd. „Mín persónulega
skoðun er að þjónustan skipti meira
máli en staðsetning,“ segir Björn.
Vegna fréttar blaðsins í síðustu
viku tekur Björn undir með slökkvi-
liðsstjóranum á Akureyri um að far-
sælt samstarf hafi verið við Mýflug í
sjúkrafluginu en áréttar að lækna-
vakt sé sjúkrafluginu fyrir norðan
og fari læknir að jafnaði í um 40%
allra sjúkrafluga. Núrverandi þjón-
ustusamningur við Mýflug rennur út
um næstu áramót og vonast Sjúkra-
húsið á Akureyri til að flugið verði
áfram staðsett á Akureyri í góðri
samvinnu við Mýflug og Slökkvilið
Akureyrar. a
ÞAÐ VAR NÓG að gera í vikunni við múrverk í nýrri byggingu við Síðuskóla. Völundur