Akureyri


Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 1

Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 1
19. JÚLÍ 2012 28. tölublað 2. árgangur V I K U B L A Ð Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausnir Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti, 600 Akureyri sími: 545 3200 » sala@maritech.is » www.maritech.is Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM - tryggir þér samkeppnisforskot Fjármálastjórinn: „Notendavænt viðmót og þróuð framsetning gagna eykur yrsýn yr reksturinn og auðveldar ákvörðunartöku. Snjallar lausnir, sem einfalda þér þitt hlutverk.“ Opnunartími: kl. 10:00 - 22:00 Café Björk | Lystigarðinum Akureyri | 460 5600 cafebjork.is | facebook.com/CafeBjork Velkomin í Lystigarðinn Súpa, nýbakað brauð og salat í hádeginu Snýst bara um störf Snorra Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir um málflutning Snorra Óskarssonar kennara við Brekkuskóla sem sagt var upp í síðustu viku vegna fyrri umæla hans um samkynhneigð, að það sé af og frá að málið tengist trúarskoðun- um Snorra. Snorri segir að hann gruni að uppsögn sín tengist þeirri fyrirætlan að sjónvarpsstöðin Ómega verðir „snúin niður“ vegna þess að boðskapur hennar henti ekki samkynhneigðum og transfólki. „Þetta er út í loftið. Uppsögnin snýst ekki um neitt annað en störf Snorra við Brekkuskóla,“ segir Eiríkur Björn. Spurður hvort bærinn telji það rétt- lætanlegan kostnað ef dómsmál verður höfðað og dómur fellur Snorra í vil um skaðabætur, segist bæjarstjóri engan til- gang með þannig vangaveltum á þessu stigi. Lögfræðilega er málið sagt flókið. Akureyri vikublað greindi fyrst fjöl- miðla sl. vetur frá viðamikilli óánægju foreldra við Brekkuskóla vegna ummæla Snorra á bloggsíðu hans sem þóttu niðr- andi gagnvart samkynhneigðum. Logi Már Einarsson sem situr í skólanefnd stóð fyrir bókun vegna þess sem hann kallaði „hatursskrif“ og skömmu síðar var Snorri sendur í leyfi. Sjálfur segir Snorri að upphaf málsins megi rekja til þess að árið 2010 hafi Akureyrarbær farið fram á það að hann hætti að nýta stjórn- arskrárvarinn rétt sinn til tjáningarfrelsis. „Takk fyrir samveruna!“ segir Snorri á bloggsíðu sinni vegna starfslokanna hjá Brekkuskóla. a ÞAÐ ERU ÓLÍKAR hvatir sem liggja að baki heimsóknum norður í land. Sumir vilja leggja fellihýsi við innstungu á tjaldstæði en aðrir leita sér að senum til að safna. Þessi sena sem Skjálfandafljótið og sólin ortu saman í vikunni gladdi þennan ameríska ljósmyndara mikið. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.