Akureyri


Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 14

Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 14
14 19. JÚLÍ 2012 www.minnismerki.is • Vönduð og falleg minnismerki • Mikið úrval af graníti og íslensku efni • 25 ára reynsla • Sjáum um uppsetningar um allt Norðurland Glerárgata 36 • Sími: 466 2800 • sala@minnismerki.is • Opið mán. - fim. kl. 13-18 og föst. kl. 13-17. Ný he im así ða! Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Útsalan í fullum gangi Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 40-58 Fálkar voru fluttir út frá Gásum Miðaldadagar um helgina Miðaldadagar hefjast á Gásum um 10 km norðan Akureyrar á morgun og standa yfir í þrjá daga. Skúli Gautason mernningarfulltrúi Hörg- árbyggðar segir að þarna hafi verið mikill verslunarstaður og umskip- unarhöfn fyrr á öldum, frá því um 1150 og fram á 15. öld, en þá fór Akureyri að taka við. „Þarna hefur verið mikið og fjölbreytilegt mannlíf öll sumur, enda er talið að Gásir hafi verið helsti verslunarstaður á Norð- urlandi og ein meginhöfn Íslands á þessum tíma,“ segir Skúli. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla fór fyrir nokkrum árum fram um- fangsmikill uppgröftur við Gásir en þó var aðeins lítill hluti svæðisins grafinn upp. Mikið fannst af mann- vistarleifum af ýmsu tagi. Kom í ljós að menn af ýmsu þjóðerni hafa siglt til Gása. „Þarna hefur verið hreinsaður brennisteinn og mik- ill brennisteinsútflutningur. Þar fannst líka gríðarlega mikið af alls kyns keramikbrotum, dýrabeinum, brýnum og öðrum munum,“ segir Skúli. Merki fundust einnig um að fálkar hefðu verið fluttir út frá Gás- um og má af forngripum ráða sem fundist hafa að þarna hafi menn gert vel við sig í mat og drykk. „Raunar virðist sem á Gásum hafi einkum ver- ið verslað með lúxusvarning.“ Farið aftur í tímann Miðaldadagar hafa verið haldnir síðan árið 2005. Það ár tók Lauf- áshópurinn sig til og gerði tilraunir með að vinna brennistein með fornu verklagi, en þá var brennisteinninn soðinn í lýsi til að ná úr honum óhreinindunum. Á hverju ári æ síð- an hefur hópur áhugafólks reynt að endurskapa mannlífið eins og það gæti hafa litið út í kringum árið 1300. Áhugafólki um þessi mál er sífellt að fjölga og fólk kemur allsstaðar að af landinu til að taka þátt og það er umtalsverður fjöldi erlendra ferðamanna sem kemur til Íslands gagngert til að heimsækja þennan sögufræga stað. Stuð þótt vanti EM og rafmagnsgítar „Það er ekki víst að nútímamenn og heimamenn átti sig á því hversu merkilegur staður Gásir er í raun og veru. Það var einmitt á Gásum sem Þórður Kakali stökk á land fyrir réttum 770 árum og hóf með því lokakaflann í átökum Sturl- ungaaldar. Fyrir utan sögulega gildið er gaman að koma að Gásum, þar er talsvert fuglalíf og nú í sum- ar voru lagðir göngustígar niður að fornleifasvæðinu og meðfram því. Þessir stígar sem gera svæðið mun aðgengilegra. Þeir liggja í hr- ing frá bílastæðinu og að því aftur. Þetta er mjög falleg gönguleið og hæfilega löng heilsubótarganga fyrir flesta. Fyrir nokkrum árum var komið upp salernum á svæðinu svo aðstæðurnar eru mjög boðlegar. Miðaldadagar eru haldnir upp úr miðjum júlí ár hvert. Þar er reynt að höfða til allra, jafnt barna sem fullorðinna. Enga hoppukastala er þar að finna, en reynt er að endur- skapa þá leiki sem börn hafa unað sér við á miðöldum. Þar er blásið til knattleiks með knatttrjám sem er engu síður spennandi en EM og það er ekki minna stuð í tónlistinni þó rafmagnsgítarinn vanti,“ segir Skúli. Á miðaldadögum mun margt bera fyrir augu. „Þarna er gert til kola, brennisteinn hreinsaður, eldsmiðir knýja afli sína, unglingar æfa axark- ast og bogfimi og fléttuð verða reipi úr hrosshári. Hrosshár þóttu sérlega góð til sjós þar sem þau drekka ekki í sig vatn og frjósa því ekki. Erlendir kaupmenn versla með glerperlur og annan framandi varning og unnið verður að gerð bókfells svo hægt sé að rita Íslendingasögurnar.“ MIÐALDABÁTUR Í vikunni var sjósettur miðaldabátur sem hefur verið í smíðum á Akureyri undanfarna vetur. Það er myndlista- maðurinn og miðaldaáhugamaðurinn Haraldur Ingi sem smíðaði bátinn, en hann er byggður á hugmyndum og og rannsóknum á bátum frá þessum tíma. Þessi bátur er smíðaður með nútímaaðferðum, en allur búnaður s.s. árafestingar og stýri er gert sam- kvæmt því sem tíðkaðist á miðöldum. Báturinn hefur því útlit og vonandi sjólag þeirra tíma báta. Hægt verður að komast í bátsferð á Miðaldadög- um 20. - 22. júlí, en opið verður frá kl. 11-18 alla dagana. a EYSTEINN MUNKUR VELTIR fyrir sér næsta erindi í „Lilju“, en allir vildu Lilju kveðið hafa eins og alkunna er. ENN ER VERSLAÐ á Gásum en skilyrði er að söluvarningurinn sé í anda miðalda. Sumir segja jafnvel að allt sé falt fyrir rétt verð. Hörður Geirsson EKKI ER ÓLÍKLEGT að tónlistin á miðöldum hafi verið ögn rammari en sírópið sem við hlýðum á í dag. Hörður Geirsson

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.