Akureyri


Akureyri - 30.04.2014, Side 4

Akureyri - 30.04.2014, Side 4
4 16. tölublað 4. árgangur 30. apríl 2014 EYFIRSKI SAFNADAGURINN Handverk laugardaginn 3. maí Verið velkominhttps://www.facebook.com/eyfirskisafnadagurinn2014 Frítt á söfnin | Opin 13-17 Þ ó rh a ll u r - w w w .e ff e k t. is / 2 0 1 3 30 mánaða fangelsi vegna nauðgana Fjölskipaður Héraðsdómur Norð- urlands eystra hefur dæmt 22ja ára gamlan Akureyring í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna kynferð- isbrots gegn konu sem hann átti í sambandi við. Kolbrún Benediktsdóttir ríkissak- sóknari sótti málið og var ákært fyrir nauðganir, framdar á árinu 2012. Náin kynni voru með parinu um tíma. Ber þeim saman um að þau hafi haft samfarir þar sem ákærði beitti brotaþola valdi með samþykki beggja, einkum með flengingum. Einnig með því að ákærði hafi yfir- bugað hana líkamlega og síðan haft samfarir við hana. Konan sleit sambandinu 25. október 2012, daginn fyrir atvik sem nú hefur verið dæmt sem brot. Konan kom á lögreglustöðina á Akureyri 8. desember 2012 og kærði þá verknaði mannsins. Samkvæmt skýrslu lögreglu hringdi konan í lögreglu viku síðar klukkan fimm að morgni og óskaði aðstoðar þar sem henni væri haldið nauðugri. Brotaþoli og ákærði tóku aftur upp náin kynni en upp úr slitnaði. Verkefni héraðsdóms var að greina hvað væru sadó-masókískar aðfararir með vilja beggja og hvað nauðung. Þar réði framburður vitna nokkuð. Í dóminum kemur fram að heilsa konunnar hafi orðið slæm í kjölfar atvika og mikill kvíði vegna málsmeðferðar. Ákærði var tvítugur að aldri þegar hann framdi brotin. Hann hef- ur ekki áður sætt refsingum. „Refs- ing ákærða ákveðst að þessu gættu fangelsi í tvö ár og sex mánuði, sem ekki þykir fært að skilorðsbinda,“ segir í dómsniðurstöðu. Maðurinn bakaði sér skyldu til greiðslu miskabóta, „sem með hlið- sjón af öllum atvikum þykja hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur, með vöxtum. Málið dæmdu héraðsdómararnir Erlingur Sigtryggsson, Hildur Briem og Þorsteinn Davíðsson. -BÞ Meirihluti vill áfengi í matvörubúðir Meirihluti Akureyringa vill heimila sölu áfengis í matvörubúðum sam- kvæmt skoðanakönnun sem Há- skólabrú-Keilis vann á dögunum. Spurt var: Á að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. 54% sögðu já en 46% nei. Nokkuð er mismunandi eftir stjórnmálaskoðunum hvaða viðhorf bæjarbúar á Akureyri hafa til sölu áfengis í búðum. Mest er andstaðan hjá VG en 39% þeirra sem styðjast þann flokk svara spurningunni ját- andi en 61% segir nei. Sjálfstæð- ismenn, framsókn og Björt framtíð hafa mestar óskir um sölu áfengis í búðum. 66% sjálfstæðismanna vilja að þetta skref verði stigið en 62% framsóknarmanna eru jákvæðir gagnvart auknu frelsi. Sama við um fylgismenn Bjartrar framtíðar. -BÞ 54% VILJA LEYFA sölu léttvíns og bjórs í matvörubúðum en 46% eru andvíg. Til vinstri sést sést stuðningur og andstaða við sölu áfengis í búðum eftir stjórnmála- flokkum. Segir vanda Leikhússins Hofi að kenna Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfé- lags Akureyrar, segir það vonbrigði ef fram- leiðsla atvinnuleikefnis á Akureyri verður úr sögunni. Svo gæti farið vegna fjárhags- vanda LA. Uppsagnir eru hafnar hjá félaginu og óljóst hvort eða hvaða starfsemi verður í Samkomuhúsinu næsta vetur. Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir ánægju með að viðræður um samrekstur Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands, séu komnar á skrið. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi lét bóka að hann teldi eðlilegt í ljósi fjárhags- vandans að framkvæmdastjóri og stjórn LA í heild sinni víki eigi síðar en 1. júní nk. Blaðið náði ekki tali af framkvæmdastjóra. Spurð um stöðu leikhússtjóra, hvort Ragn- heiður líti svo á sem nú styttist í hennar dvöl á Akureyri sem leikhússtjóra, segir hún að engar breytingar séu fram undan hjá sér. En hvað skýrir að mati Ragnheiðar að svo fór sem fór? „Það er erfitt að segja, en ég tel reyndar að Hof hafi mikið að segja í þessu máli.“ Spurð hvort ekki hafi verið raunhæft sam- band milli fjárveitinga og hins metnaðarfulla starfs sem LA hefur staðið fyrir síðastliðin tvö misseri, segir leikhússtjóri: „Ef til vill er það með Leikhúsið okkar eins og svo margt í sögunni að einhvern tímann kemur að vendipunkti. Stundum er það já- kvætt og stundum neikvætt. Við vonum það besta fyrir Leikhúsið okkar.“ Fundað var um framtíð leikhússins í gær- kvöld eftir að blaðið fór í prentun. -BÞ RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR SEGIST ekki vita af breytingu á eigin högum. Völundur

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.