Akureyri - 30.04.2014, Blaðsíða 6
6 16. tölublað 4. árgangur 30. apríl 2014
AÐSEND GREIN ODDUR HELGI HALLDÓRSSON
.....verður fróðlegt að sjá
L-listinn hefur þá sérstöðu að hann
tengist ekki neinum ákveðnum hópi
inni á Alþingi. L-listinn hefur alltaf
haldið fram að hagsmunum Akureyrar
og Akureyringa, sé betur borgið þannig.
Ef á að vera kostur fyrir bæjarfull-
trúa á Akureyri að hafa flokkstengingu á
landsvísu, inn í ríkisstjórn og Alþingi er
vert að velta fyrir sér hvernig flokkarnir
muni taka á ýmsum málum. Rennum
aðeins yfir málið.
Eitt af þeim málum sem hafa verið
áberandi í umræðunni er staðsetning
Reykjavíkurflugvallar. Bæjarstjórn hef-
ur m.a. ályktað um að hann skuli vera í
Reykjavík og hafa góðar tengingar við
stjórnsýslu og hátæknisjúkrahús.
Það er ljóst að staðsetning vallarins
er ekki bara eftir flokkslínum heldur fer
hún líka þvert á flokka. Samt er ljóst að
núverandi meirihluti í Reykjavík vill
völlinn burt. Því er eðlilegt að maður
spyrji sig hvernig þessir sömu flokkar
á Akureyri muni taka á málinu.
Það kemur alltaf annað slagið upp
að fulltrúar flokkana hafa viljað fá um-
ræðu í bæjarstjórn um hápólitísk mál
á landsvísu. Kvótamál, veiðileyfagjald
og svo framvegis. Núna nýlega var til
dæmis óskað eftir umræðu um aðildar-
umsókn Íslands í Evrópubandalagið. Á
svona umræða heima í bæjarstjórn?
Finnst Akureyringum bæjarstjórn rétti
vettvangurinn fyrir landsmálapólitík?
Mér finnst stundum að mesti tími
okkar bæjarfulltrúa, bæjarstjóra og
starfsmanna bæjarins fari í það að gæta
hagsmuna Akureyrar í ráðuneytum. Að
kökunni sé réttlátlega skipt og sann-
girnis gætt. Stundum finnst okkur eins
og Akureyri sé “gleymda miðjubarnið”
vegna þess að okkur gengur vel, sýnum
frumkvæði í bættri þjónustu og og erum
að gera hér góða hluti.
Nokkur af þeim málum sem er ekki
vanþörf á að gæta að og leiðrétta eru m.a:
Framlag til Heilsugæslustöðvar-
innar er mun minna hér heldur en til
heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Akureyrarbær hefur því tekið á sig
rekstrarhalla undanfarin ár, frekar en að
skerða þjónustu of mikið. Verst er þó að
vita að við höfum ekki fengið fjármagn
frá ríkinu til að mæta þeim launaleið-
réttingum sem aðrir heilbrigðisstarfs-
menn hjá ríkinu hafa fengið. Þetta er
óviðunandi og verður að laga.
Svipaða sögu er að segja um fjár-
framlög til Öldrunarheimilanna, Hlíðar-
skóla, menningarmála og rekstrar Hofs.
Það verður fróðlegt að sjá þegar
stefnuskrárnar fara að birtast hvernig
flokkarnir ætla að taka á þessum málum
og hvort tengingarnar verði til gagns.
Það er reynsla mín gegnum árin, að
flokkstengingar hafa ekki hjálpað Ak-
ureyringum í mörgum málum og síðustu
fjögur ár hafa styrkt mig í þeirri trú
að betra er að hafa ekki þessar beinu
tengingar, því vegna hlutleysis í lands-
málum höfum við í L-listanum haft
betri aðgang að stjórnvöldum, sama
hvaða flokkar hafa verið í stjórn eða
stjórnarandstöðu. Kom þetta berlega í
ljós þegar baráttan fyrir Vaðlaheiðar-
göngunum stóð sem hæst, þá gátum við
leitað til allra, án þess að flokksmúrar
væru hindrun.
Þessi stutta yfirferð sannfærir mig
enn meira um sérstöðu L-listans og að
hann sé besti valkosturinn fyrir Akur-
eyri.
Höfundur er bæjarfulltrúi
fyrir L-listann
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LOF fær starfsmaður Gleraugna þjónustunnar
við Skipagötu „sem kom með plastpoka handa
fínni frú sem var með hund sinn á göngu og
gerði stykki sín á gangstéttina“ segir lesandi
sem sendi blaðinu póst.
„Svo langar mig að benda hjólafólki á að fá sér
bjöllu á stýrið en ekki bara bruna framhjá og
skelfa gangandi vegfarendur, bætir bréfritari
við og segir líka að það mætti sópa sandinn
af gangstéttum...
LAST fá þeir sem véla um „ákaflega
skringilega stjórnun opnunartíma í
Hlíðarfjalli“ segir maður sem sendi blaðinu
bréf. „Samkvæmt opinberri tímatöflu sem
gefin er út í upphafi vetrar er gert ráð fyrir
að síðasti opnunardagur sé 27. apríl sem er
sunnudagur eftir Andrésarleikana. Síðustu
opnunardagana frá þriðjudegi til sunnudags
(tíminn yfir Andrés innifalinn) er bara opið
til kl. 16:00 á daginn meðan venjulegt fólk
er enn í vinnu og fjallið væntanlega fullt af
Andrésarkrökkum þannig að það er varla
pláss fyrir hinn venjulega skíðamann.
Yfir allan veturinn er opið til kl. 19:00 á kvöldin
meira að segja í svartasta skammdeginu en núna
þegar það er orðið bjart og sólin skín í fjallinu
fram á kvöld þá loka þeir um miðjan dag! Það
hlýtur að vera eitthvað að inni í höfðinu á þeim
sem stjórnar þessu,“ segir maðurinn í bréfi...
LOF fær Tölvutek á Akureyri fyrir frábæra
þjónustu. Svo mælti glaður kúnni sem
hringdi í blaðið. Hann segir að skilningur
á þörfum viðskiptavina sé einstakur þar á
bæ. Frábærar lausnir í boði við margskonar
vandmálum viðskiptavina og framúrskandi
viðmót hjá starfsmönnum...
LAST fær skóladeild Akureyrarbæjar fyrir
að vera „algjörlega ferköntuð“ segir móðir
sem sendi blaððinu bréf. Skóladeildin fer að
sögn móðurinnar „eingöngu eftir tölulegum
upplýsingum þegar kemur að því að raða
börnum niður á leikskóla“ segir móðirin.
Hún er í þeirri stöðu að yngsta barn hennar
fær ekki inni á sama leikskóla og systkinin.
Viðkomandi hefur verið með börn á sama
leikskólanum í 8 ár en þarf nú að leita annað
að sögn. „Akureyri öll lífsins gæði HVAÐ!!!!“
Spyr móðirin vonsvikin og reið...
AKUREYRI VIKUBLAÐ 16. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
Finnst Akur eyringum
bæjarstjórn rétti vett-
vangurinn fyrir lands-
málapólitík?
ODDUR HELGI HALLDÓRSSON
Að leggja
niður at-
vinnuleikhús
Í könnun sem Háskólinn á Akureyri lét gera haustið 2011 kom í ljós að mikill meirihluti bæjarbúa á Ak-
ureyri vildi starfrækja áfram atvinnuleikhús.
Þá fór fram umræða um hvort til væru peningar fyrir
slíku en vilji bæjarbúa var skýr. Áfram atvinnuleikhús.
Enn stendur LA fyrir miklum fjárhagsvanda en ekki
er vitað hvort kannað hafi verið sérstaklega upp á nýtt
hvort bæjarbúar vilji áfram skapandi atvinnustarfsemi
með fjölda afleiddum störfum eða séu sáttir við að loka
og læsa hinu fornfræga Samkomuhúsi.
Það er óneitanlega einkennilegur bragur á þeirri
afgreiðslu bæjarstjórnar Akureyrar, að spyrna ekki
fastar við fótum en raun ber vitni. Að reikna tap eða
hagnað af menningarstarfsemi er ekki hægt. Lífsgæði
verða ekki mæld í krónum og aurum. Að njóta faglegrar
og skapandi leiklistar í héraði getur kveikt hugmynd í
kolli áhorfanda sem verður samfélagi hans til ómældra
heilla síðar. Sú uppljómun getur líka skilað fleiri af-
leiddum krónum í kassa en fólk gerir sér grein fyrir og
laðað að sér verðmætt fólk fyrir samfélög.
Forræði hugmynda skiptir máli. Að geta alið upp
kynslóðir komandi áratuga við atvinnuleiklistarstarf
á Akureyri skiptir máli.
Það virðst sem bæjarstjórn Akureyrar rugli saman
tveimur óskyldum málum. Annað snýr að taprekstri
sem verður að bregðast við. Hitt varðar framtíð at-
vinnuleikhúss á Akureyri.
Tökum dæmi úr einkageiranum sem þó hefur allt
aðrar og minni skyldur en hið opinbera: Nú drullar
ritstjóri Akureyrar vikublaðs upp á bak með galinni
frétt eða óráðsíu og er rekinn. Er þá rökleg niðurstaða
að leggja niður blaðið?
Varla. Nýr maður kæmi í brúna og blaðið myndi
halda áfram að þjónusta Norðlendinga.
Með sama skapi getur vel verið að nýtt fólk þurfi að
einhverju leyti í áhöfn LA. Mannskapnum sem stýrt
hefur fleyinu sl. misseri verður þó seint fullþakkað fyrir
mikinn listrænan og ögrandi metnað en breytir ekki
því að gera verður þær kröfur til atvinnuleikhúss að
það höfði bæði til fjöldans og leggi líka undir á hinu
listræna sviði. Seinna atriðið tókst vel – hitt síður.
Það læðist að manni sá grunur að í meðvirknis-
samfélaginu hér norðan heiða, þar sem það telst stór
ákvörðun ef pólitíkus opnar munn og gagnrýnir emb-
ættismenn því þá gæti einhver farið í fýlu, að menn
heykist á að taka á stöðunni heldur leiti limbólausna
sem gæti þýtt menningarlegt stórslys. Pólitíkusar hafa
komið sér undan því að segja upphátt hverjum staða
LA er að kenna. Ekki næst í framkvæmdastjóra LA.
Til að styggja engan planar elítan að hætta kannski
bara rekstri atvinnuleikhúss hér í bæ!
Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega?
Baráttukveðjur
Björn Þorláksson
PREBEN OG „LÖGGAN“ Aðdáendur Beck raðarinnar sænsku þekkja vel mikael persbrandt sem veitir Beck ómetanlega aðstoð iðulega við að
leysa flókin sakamál og ræður jafnvel ferðinni sem persónan Gunvald Larsson. Í síðustu Beck myndinni sem Ríkissjónvarpið sýndi þurfti Gun-
vald að leggja nokkuð undir, jafnvel lífið í baráttu gegn mansali og heiftarlegri aukaverkunar nýrra lyfja. Ekki verður annað sagt en Preben leggi
einnig undir en hann skipar 3ja sætið fyrir BF á Akreyri fyrir kosningarnar í vor. Preben og Persbrandt eru tvífarar vikunnar.
Akureyri vikubkað mun næstu vikur kynna til sögunnar nokkur tvífarapör – áhugasamir megja senda ábendingar á bjorn@akureyrivikublad.is
TVÍFARAR VIKUNNAR
Mikael Presbrandt
Preben Jón
Pétursson