Akureyri


Akureyri - 30.04.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 30.04.2014, Blaðsíða 8
8 16. tölublað 4. árgangur 30. apríl 2014 Verslunarstjóri Icewear óskar eftir að ráða verslunarstjóra til starfa í nýja verslun okkar í Hafnarstræti, Akureyri. Hæfniskröfur: • Reynsla af verslunarstörfum nauðsynleg • Reynsla af verslunarstjórn æskileg • Frumkvæði og metnaður í starfi • Góð framkoma og rík þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Tölvu- og enskukunnátta • Gott auga fyrir útstillingum Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á rafrænu formi á netfangið: fridrik@icewear.is merkt „verslunarstjóri á Akureyri“ fyrir 11. Maí. Umsóknum er ekki svarað í síma. Um Icewear: Icewear var stofnað 1972 og starfaði lengst af í ullariðnaði. Á undanförum árum hefur fyrirtækið þróðað útvistarlínu sem er seld í verslunum í Evrópu og Norður Ameríku undir vörumerkjunum Icewear og Norwear. Víkurprjón er nú í eigu fyrirtækisins og framleiðum við þar íslenskt hannaðar ullarvörur. Starfsfólk Óskum einnig eftir að ráða almenna starfsmenn í fullt starf. Umsóknir ásamt ferilskrám sendast á fridrik@icewear.is merkt „starf hjá Icewear Akureyri“ fyrir 11.Maí Icewear leitar eftir jákvæðu, ábyrgðarfullu og kraftmiklu starfsfólki sem hefur gaman af mann- legum samskiptum, flottri hönnun og sölumennsku Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 20 ára Mahler, Sinfónía nr. 6 Á þessu ári fagnar Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands 20 ára afmæli sinu. Hljómsveitin varð til upp úr Kammersveit Norðurlands, sem starfaði með allgóðum og á stundum góðum árangri í nokkur ár. Þessi sveit, svo ágætt framtak sem hún var, réði ekki við viða- mikil verkefni, sem hugur manna á Norðurlandi stóð til að flytja íbúum landshlutans til ánægju og menningarauka. Því var ráðist í það að koma upp sinfóníuhljóm- sveit, sem stæði undir nafni. Hún hefur gert það. Hún hefur á ferli sínum veit tónlistarunnendum ómetanleg tækifæri til þess að njóta tónlistar og þau hafa orðið sífellt kærkomnari, því að hljómsveitin hefur farið vaxandi bæði að getu og áræði; áræði, sem ekki hefur reynst vera oflæti, heldur miklu tíðast hið gagnstæða. Þar hefur sveitin notið krafta Guðmundar Óla Gunnars- sonar, aðalstjórnanda síns, en hann hefur iðulega sannað fjölbreytta og mikla getu sína við flutning ýmissa tegunda tónlistar. Ekki má heldur látið ógetið þess mikilvæga þáttar í starfi sinfóníuhljómsveitarinnar að gefa tónlistarmönnum á Norður- landi og lengra komnum nemendum í tónlist kost á því að taka þátt í flutningi krefjandi verkefna. Í þessu rækir hún mikið uppbyggingar- starf, sem er afar veigamikið fyrir almennt tónlistarlíf í fjórðungnum. Á stórtónleikum, sem haldnir voru í tilefni afmælisins 17. apríl og fóru að sjálfsögðu fram í Hofi, því ágæta tónleikahúsi, réðist hljóm- sveitin ekki á garðinn þar sem hann er lægstur – fjarri því. Hún flutti 6. sinfóníu Gustavs Mahlers, en hún er talin ein af höfuðverkum hinna klassísku tónbókmennta; samin á árunum 1903 til 1904 og frumflutt í Essen undir stjórn höfundarins árið 1906. Verkið vakti þegar mikla athygli og er mikið flutt allt til þessa dags. Verkið er í þremur þáttum Al- legro energico, ma non troppo; And- ante moderato; Scherzo og Finale: Sostenuto - Allegro moderato - Al- legro energico. Svo sem heiti þátt- anna bera með sér eru þættir 1. 3. og 4. allir hraðir, en þeir eru ekki einungis það,. heldur líka þrungnir djúpri tilfinningu, sem kemur fram í miklum blæbrigðum tónlistarinnar, sem segja má, að sveiflist innan hvers þáttar á milli mýktar og eiginlega allt að því ofsa. Blæbrigðin eru ekki einungis í styrk, en slíkar breytingar notar tónskáldið mikið, heldur líka í hljómagangi, takti og samnýtingu hljóðfæra. 2. þáttur verksins sker sig úr. Hann er sem næst dreyminn í heild sinni og myndar mótvægi við hina þættina þrjá. Þannig dýptkar hann verkið og gerir það áhuga- verðara og fjölbreyttara jafnt fyr- ir áheyrendur sem og, væntanlega, flytjendur. Svo sem nærri má geta gerir flutningur á verki sem þessu miklar kröfur til flytjenda. Þeir voru rétt eitt hundrað á sviðinu í Hamraborg og vitanlega margir fengnir að til þess að uppfylla kröfur tónskáldsins um skipan hljómsveitarinnar. Það sýnir hæfni tónlistarmannanna, hve vel þeir náðu saman undir sprota Guðmundar Óla. Feyrur voru fáar og í raun óverulegar, Nokkur órói í strengjum í fyrsta þætti – kom smá- vegis fyrir víðar og í fleiri hljóðfæra- flokkum – hornin ekki alveg í lagi í fjórða þætti, fáeinar innkomur ekki alveg sem best verður á kosið, en heildin var með ólíkindum góð, því að hér var markið sett afar hátt og almennt talað náðist það með prýði. Fyrir komu í hverjum kafla afar vel fluttir hlutar, svo sem samleikur tréblásturshljóðfæra innan fyrsta þáttar, lítið en gullfallegt „glissandó“ í öðrum kafla, sem situr enn í hug- anum, verulega vel unnin blæbrigði í fjórða kafla, sem gengur í gengum hin ýmsu svið tilfinningasveiflna, og afar nostursamlega unnin upphöf, svo sem í fyrsta kafla, og lok, svo sem í fjórða kafla, en þá sátu áheyrendur sem negldir við sæti sín, hugteknir og hrifnir áður en þeir brustu fram í dynjandi lófataki, sem sannarlega var að fullu verðskuldað. Hafi einhver efast um það, að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands rísi undir nafni, hlýtur sá hinn sami að hafa farið sannfærður um villu sína hafi hann sótt þessa afmælistónleika sveitarinnar. Hún hefur slitið barns- skónum. Hún er komin á fullorðinsár og hún á eftir að þroskast enn. Á því er sem næst enginn vafi. a NÝR BÆJARLISTAMAÐUR Á Vorkomu Akureyrarstofu var til- kynnt að Ragnheiður Björk Þórsdótt- ir myndlistarmaður hljóti 8 mánaða starfslaun listamanns á Akureyri 2014-2015. Ragnheiður Björk er sögð fremst í sinni röð meðal textíllista- manna hér á landi. Heiðursviðurkenningar úr Menn- ingarsjóði fyrir mikilvægt framlag til menningarmála á Akureyri hlutu myndlistamaðurinn Guðmundur Ármann Sigurjónsson og leikkonan Sunna Borg. Arkitektastofan Gláma-Kím hlaut viðurkenningu fyrir bygginga- list fyrir heildarútlit Háskólans á Akureyri og einkar áhugaverða heildarmynd háskólasvæðisins. Þórunnarstræti 99 hlaut viður- kenningu húsverndarsjóðs Akureyrar. Slippurinn á Akureyri, sem er stærsta skipasmíða- og málm- vinnslufyrirtækið á Íslandi, veitti viðtöku Athafnaverðlaunum Akur- eyrar fyrir eftirtektarvert framtak í atvinnulífinu. Nýsköpunarverðlaunin komu í hlut Neptune ehf. en fyrirtækið gerir út tvö rannsóknarskip sem sérhæfð eru til að þjónusta orkugeirann. a Haukur Ágústsson Skrifar tónleikagagnrýni INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR AÐSEND GREIN INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR Einelti í skólum Undanfarin ár hefur umræðan um einelti í íslenskum skólum verið tals- verð.  Umræðan er mikilvægt en þó er ennþá mikilvægara að kafa djúpt í vandamálið og horfast í augu við hvað raunverulega veldur því að ekki tekst betur að ráða við einelti en raun ber vitni. Í þeim kenningum sem mest eru notaðar til að vinna gegn einelti á Ís- landi er lögð áhersla á að móta menningu í skólum þannig að ekki sé flott að níðast á öðrum og að sá sem það gerir sé litinn hornauga. Þessi félagsmótun þarf að ná um allan skólann, bæði til nemenda og starfsfólks. Skólastjórar eru í lykilstöðu til að móta skólamenningu þannig að einelti líðst ekki. Í menningunni felst lykillinn í vinnunni. Ef í skólanum ríkir menning þar sem starfsfólki leyfist að mismuna börnum þrífst einelti. Þá er alveg sama hvað gert er, einelti kemur alltaf aftur. Nú er auðvelt að gera ráð fyrir því að kennarar séu yfir það hafnir að mismuna börnum. En hvers vegna eigum við að gera ráð fyrir að það sé óvenjulegt þegar alls staðar í samfélaginu er til staðar menning þar sem frumskógarlögmálið ríkir. Það er engum sem náttúrulega líkar vel við alla – það er þjálfun að láta sér líka vel við allt fólk. Það þarf sjálfsaga og inn- rætingu til að bera virðingu fyrir skoðunum sem er ólík okkar eigin. Stundum þarf kennari virkilega að beita sig hörðu til að láta sér þykja vænt um börn sem alla daga gera starfið mun erfiðara en það þyrfti að vera. Undir miklu álagi getur verið auðvelt að kenna barninu um og láta ógætileg orð falla. Kennarar eru upp til hópa gott fólk, eins og fólk almennt. En það þarf sterkan ramma í skóla til að sterkir einstaklingar sem ekki er starfi sínu vaxnir eyðileggi ekki andrúmsloftið í skólanum. Starfsfólk skóla þarf að vera skjöldur og hlíf fyrir alla nemendur, líka grenjuskjóðurnar, klöguskjóð- urnar, athyglissjúka einstaklinginn, þann ofvirka, þann ofurviðkvæma, töffarann, eineltarann og fórn- arlambið. Það er ekki auðvelt og sumum finnst það alls ekki sjálfsagt viðhorf. Í öllum starfsstéttum er fólk sem hefur þörf fyrir að sýna vald sitt með því að nýðast á öðrum. Það hættir ekki fyrr en kerfið er nógu sterkt til að stoppa þá hegðun, endanlega. Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla. a RAGNHEIÐUR BJÖRK ÞÓRSDÓTTIR bæjarlistamaður

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.