Akureyri - 20.03.2014, Blaðsíða 4
4 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014
EX
PO
-
w
w
w
.ex
po
.is
Gæði, reynsla og gott verð!
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17
REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13
MIKIÐ ÚRVAL VARAHLUTA
Sími: 535 9000www.bilanaust.is
3 ÁRA
ÁBYRGÐ
BÆJARSTJÓRI ORÐ-
LAUS VEGNA UM-
MÆLA LEKTORS
Ummæli lektors í kynjafræði við Háskóla Ís-
lands um að flytja eigi Jafnréttisstofu suður
til Reykjavíkur frá Akureyri hafa vakið hörð
viðbrögð norðan heiða. Jón Þorvaldur Heiðar-
sson, hagfræðingur og lektor við Háskól-
ann á Akureyri segir með kaldhæðnina
að vopni: „Þar sem Háskólinn á Akureyri
er fjársveltur hef ég ákveðið að beita
mér fyrir því að hann verði fluttur til
Reykjavíkur. Einnig legg ég til að öll önn-
ur fjársvelt starfsemi á Akureyri verði
einnig flutt til Reykjavíkur. Sjúkrahúsið
og framhaldsskólarnir. Sama verði
gert um land allt. Þið sjáið að ég er
framfarasinni og vil þessum stofn-
unum vel!“
Lektorinn, Gyða Margrét Péturs-
dóttir, sem lét ummælin falla í þætti á
Stöð 2, segir að það veiki Jafnréttisstofu að
vera staðsett norður í landi“. Eiríkur Björn
Björgvinsson, bæjarsjóri á Akureyri, segir
málflutning lektorsins endemis vitleysu.
„Mín viðbrögð eru þau að ég er orðlaus
- sem gerist ekki oft.” Að lektor við virtan
háskóla skuli setja svona frá sér með ekki
betri rökum er áhyggjuefni að mínu mati.”
Jákvæð afkoma auðveld-
ar starf Byggðastofnunar
„Það er ekki markmið stofnunarinn-
ar að skila eiganda sínum hagnaði
heldur að styrkja atvinnulíf um allt
land. Þessi jákvæða niðurstaða gerir
stofnuninni kleift að sinna því hlut-
verki enn betur á yfirstandandi ári,“
segir Þóroddur Bjarnason, stjórnar-
formaður Byggðastofnunar.
Hagnaður af starfsemi Byggða-
stofnunar var 189 milljónir króna
í fyrra. Þykir slík útkoma sæta tíð-
indum en stofnunin hefur oft verið
milli tanna fólks vegna ákvarðana
sem ekki hafa þótt skila árangri.
Þóroddur segir að lLánastarfsemi
Byggðastofnunar sé ætlað að styrkja
atvinnulíf um land allt með því að
tryggja fyrirtækjum á viðkvæmum
svæðum lánsfé á sambærilegum
kjörum og bankarnir bjóða á höfuð-
borgarsvæðinu. Við lánveitingar og
úrvinnslu mála taki stofnunin jafn-
framt tillit til hagsmuna veikburða
samfélaga. „Lögum samkvæmt á
stofnunin engu að síður að varðveita
eigið fé sem er kannski ekki fyllilega
raunhæft markmið þegar um slíkan
stuðning við veikburða atvinnustarf-
semi er að ræða. Byggðastofnun varð
fyrir miklum búsifjum í bankahrun-
inu þótt tap hennar væri reyndar
hlutfallslega miklu mun minna en
bankanna. Á árinu 2013 voru síðustu
stóru afskriftirnar vegna hrunsins
afgreiddar en jafnframt vann stofn-
unin mál fyrir Hæstarétti þar sem
bankainnstæða stofnunarinnar
hjá SPRON var viðurkennd sem
forgangskrafa. Heildarniðurstaða
ársins er hagnaður um 188,9 millj-
ónir og hækkun eiginfjárhlutfalls í
16%, en lögum samkvæmt skal það
að lágmarki vera 8 prósent,“ segir
Þóroddur.
Hreinar vaxtatekjur á árinu 2013
voru 437,4 milljónir króna eða 43,8%
af vaxtatekjum, samanborið við
593,8 milljónir (47,9% af vaxtatekj-
um) hreinar vaxtatekjur á árinu 2012.
Laun og annar rekstrarkostnaður
nam 373,6 milljónum króna saman-
borið við 312,7 milljónir árið 2012.
Framlög í afskriftarreikning útlána,
og matsbreytingar hlutafjár voru
51,0 milljónir króna en voru 444,9
milljónir 2012. Eignir námu 14.872
milljónum króna og hafa lækkað um
1.866 milljónir frá árinu 2012. Þar af
voru útlán og fullnustueignir 11.570
milljónir. Skuldir námu 12.458 millj-
ónum króna og lækkuðu um 2.091
milljón á árinu 2012. Veittar ábyrgðir
utan efnahagsreiknings námu 22,6
milljónum króna.
Stjórn Byggðastofnunar er skipuð
af ráðherra byggðamála til eins árs í
senn. Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
mun tilkynna um skipun stjórnar
2014-15 á ársfundi Byggðastofnunar
á Sauðárkróki 29. apríl næstkom-
andi. -BÞ
Breytingar á Rúv koma á óvart
Miklar áherslu- og skipulags-
breytingar hafa verið boðaðar hjá
RÚV sem snerta munu Norðlendinga
sem og aðra landsmenn beint eða
óbeint. Segir í tilkynningu frá nýj-
um útvarpsstjóra að jafnrétti út frá
búsetu verði í forgangi. Einnig segir
að íþróttadeild og svæð-
isstöðvar muni færast frá
fréttastofu. Ákvörðun um
nýtt lögheimili svæðis-
stöðvanna innan skipurits
Rúv verður kynnt síðar.
Birgir Guðmundsson,
dósent í fjölmiðlafræði
við Háskólann á Akur-
eyri, segir vekja sérstaka
athygli að íþróttafréttir
skuli ekki lengur flokkaðar
sem fréttir. Hvað varðar færslu svæð-
isstöðvar Rúv á Akureyri frá frétta-
deild yfir á annað svið segir Birgir að
sú breyting muni e.t.v. ekki leiða til
straumhvarfa frá því sem verið hefur
síðan svæðisútvörpin voru lögð niður.
Síðari ár hafi fréttir í fréttatímum
unnar af starfsfólki Rúv á Akureyri
að verulegu leyti verið mjúkar fréttir
eða fréttir sem veki athygli á lands-
vísu auk Landa-innslaganna. Efni
sem hafi verið unnið á vegum Rúv
undanfarið á Norðurlandi hafi því
að uppistöðu verið dagskrárefni en
síður harðar fréttir .
Birgir segir boðaðar
breytingar á stefnu Rúv
koma sér á óvart eftir
miklar sviptingar fyrr í
vetur. Ánægjulegt sé þó
að landsbyggðaráherslur
Rúv séu aftur á dagskrá.
Því miður hafi Ríkisút-
varpið eftir lokun svæðis-
stöðvanna skilgreint sig út
af umræðuvettangi sam-
tals íbúa í héraði. Mörg dæmi séu
um óánægju vegna þessa samanber
könnun sem Birgir stóð sjálfur fyrir
í aðdragandi kosninganna 2010 þar
sem mikill meirihluti frambjóðenda
í tíu stórum sveitarfélögum vítt um
landið taldi það skaða lýðæðislega
umræðu í héraði að ekki væri lengur
vettvangur í héraði fyrir hendi. Um
82% svarenda úr hópi frambjóð-
enda hafi lýst neikvæðu viðhorfi til
breytinganna og þjónustuskerðingar
Rúv á landsbyggðinni og 100% svar-
enda á Akureyri.
„Það er mín skoðun að skorið hef-
ur verið of mikið niður á landsbyggð-
inni og stofnunin ekki sinnt hlut-
verki sínu nógu vel. Það er mín sýn
að snúa þessari þróun við. Akureyri
er lykilstaður og vil ég spýta í lófana
þar,“ segir Magnús Geir Þórðarson
útvarpsstjóri. -BÞ/SA
ÞÓRODDUR BJARNASON
BIRGIR
GUÐMUNDSSON