Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Side 6

Akureyri - 20.03.2014, Side 6
6 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014 Söfn ekki nýtt sem skyldi í skólastarfi Safn er námsvettvangur – þar sem gesturinn getur skoðað það sem landslag og upplifað náttúru og menningu í senn. Þetta kom fram á ráðstefnu um söfn í óhefðbundnum rýmum sem fram fór í Háskólanum á Akureyri sl. föstudag. Þar kom í erindum fyrirlesara ítrekað fram að söfn væru ekki nýtt sem skyldi í skólastarfi hérlendis. Söfn eru talin vannýtt auðlind, ein sérstaða þeirra umfram hefðbundið nám í kennslustofu er að börn læra að meðtaka list safna með öllum líkamanum en ekki bara höfðinu og huganum eins og það var kallað. Hvatt er til þess að skólabörn fái að snerta hluti á söfnum, spegla, ímynda sér, enda sé leikur grundvallarat- riði í sköpun og reynslu, uppspretta þekkingar. Í safnalögum segir að menningar- og náttúruarfi skuli skilað óspilltum til komandi kynslóða, veita aðgang að honum, stuðla að aukinni þekk- ingu og skilningi í tengslum við um- heiminn. Sjálfbær hugsun er í fyrsta skipti komin í safnalög. Alma Dís Kristinsdóttir doktorsnemi í safna- fræðum benti á að rof hefði orðið í því að almenningur væri læs á um- hverfi safna, umfjöllun sé ekki næg um söfn. Í skýrslu sem fram kom árið 2011 var ein helsta niðurstað- an að söfn mættu hafa meiri vægi í námskrá skóla, þau ætti að nýta meira sem námsuppsprettu. FLUGSAFNIÐ VIN- SÆLL VALKOSTUR Í rannsókn sem Alma Dís vann á fimm söfnum í Eyjafirði kom fram að Flugsafnið á Akureyri er vinsæll valkostur en safnið höfðar fremur til flugáhugafólks, en almennings. Vin- sælt er að börn fái að setjast upp í raunverulegar flugvélar, fá tilfinn- ingu fyrir efninu en skilaboðin eru ögn misvísandi að sögn Ölmu Dís- ar, að börnum sé bannað að snerta nokkurn hlut þegar inn í vélarnar er komið. Rósa Kristín Júlíusdóttir, dósent við HA, benti á að söfn byggju yfir töfrum, þau kveiktu fagurfræðilegar upplifanir leik- og grunnskólabarna. Söfn gæfu börnum tækifæri til að umbreyta hlutum og líkömum sínum, opna nýja heima, gætu breytt dag- legri sýn barna á daglegt líf. „Börn spegla sig í listaverkum, tjá sig við þau.“ EF MAÐUR ER MEÐ BÍL... Í vettvangsferðum sem framhalds- skólakennarar við VMA hafa staðið fyrir með nemendum sínum þegar nám hefur verið fært utan kennslu- stofunnar í annar konar rými kom fram að nemendum finnst aðrar reglur gilda um samskipti þegar börn fara utan skólastofu, þau þora fremur að rökræða, tjá sig betur „setja meira fútt í þetta – það er mjög jákvætt, sagði Valgerður Dögg Jóns- dóttir, kennari við VMA. Í hópi gam- ansagna sem hún sagði var að einn nemandinn hafði orðað það þannig þegar hann vissi að færa ætti námið í skólanum út fyrir veggi skólans og niður í bæ á söfn: „Mér finnst ágætt að fara út úr kennslustofunni og breyta til þegar maður er með bíl.“ Arna Valsdóttir, kennari við VMA, sagði m.a. um nám í óhefðbundn- um rýmum að um leið og manneskja gengi inn í tómt rými væri hún orðinn punktur í myndflettinum sem hefði áhrif á hugsun og verund hennar. -BÞ Hraustir krakkar í Varmahlíð Það var líf og fjör í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar nýtt keppnistímabil Skólahreysti hófst í síðustu viku en þá fóru fram fyrstu tveir undan- riðlar keppninnar. Áhorfendamet keppninnar á Akureyri var slegið því um 2.000 litríkir stuðningsmenn mættu í Höllina til að hvetja skóla- félaga sína. Keppnin var tekin upp og verður sýnd í sérstökum þáttum um Skólahreysti á RÚV á föstudags- kvöldum í apríl. Í fyrri undanriðli dagsins kepptu skólar af Norðurlandi. Eftir mjög jafna baráttu varði Varmahlíðarskóli titil sinn og því fer skólinn í úrslit annað árið í röð. Varmahlíðarskóli hlaut 54 stig en í öðru sæti var lið Dalvíkurskóla með 48 stig. Lið Grunnskóla Hólmavíkur tryggði sér loks þriðja sætið með 41 stig. Þess má geta að lið Hólmavíkur var að keppa í fyrsta sinn í Skólahreysti. Í seinni riðli dagsins mættust skólar frá Akureyri og Eyjafirði og börðust hart um sæti í úrslit- um. Síðuskóli hafði sigur með 45 stig, Hrafnagilsskóli náði öðru sæti með 30 stig og í þriðja sæti varð lið Oddeyrarskóla með 28,5 stig. Rétt er að geta þess að þeir tveir skólar sem ná besta árangri í öðru sæti úr öllum undanriðlum komast lík í úrslitakepppnina Lið Dalvíkurskóla og Hrafnagilsskóla bíða því eftir úrslitum úr öðrum riðlum. a TÁP OG FJÖR. Nemendur Varmahlíðarskóla komust annað árið í röð í úrslit í Skólahreysti og krakkar úr Síðuskóla fóru einnig áfram af Norðurlandi. ALMA DÍS KRISTINSDÓTTIR flytur erindi sitt, fundarstjóri Ágúst Þór Árnason til vinstri.

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.