Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Qupperneq 8

Akureyri - 20.03.2014, Qupperneq 8
8 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fær ein snyrtistofa á Akureyri en önnur fær lof. Svo mælir kona sem hafði símleiðis samband við blaðið. Hún segist vilja kvarta yfir að starfsfólk snyrtistofunnar Lindarinnar í Sunnuhlíð séu ekki nógu duglegar að brosa, heilsa og sýna almenna kurteisi. Önnur stofa, Kristma, eigi hins vegar allt gott skilið hvað varðar framkomu og þjónustu. „Ég vil brýna þær stelpurnar hjá Lindinni að taka sér tak til að laða að frekari viðskipti,“ segir konan... Stórt LAST fær skatturinn fyrir lélega símþjónustu, segir Akureyringur sem hafði samband. Hann sagðist hafa þurft að þola 30 mínútna bið eftir upplýsingum í síðustu viku... LAST fær KA fyrir að „leigja út upphitaða gervigrasvöllinn, en kveikja ekki á snjóbræðslunni“ segir í bréfi til blaðsins. Þar er lýst raunum Tindastóls frá Sauðárkróki sem leigði völlinn fyrir kvennalið til að keppa en þegar leikur átti að hefjast var 5 cm snjólag á honum. LOF fá ísenslir keppendur á Ólympíuleikum fatlaðra og þá ekki síst keppandinn frá Akureyri, segir kona úr Bárðardalnum. „Þetta er svo frábært íþróttafólk, jákvætt og brosandi, miklar fyrirmyndir okkar allra á tímum þar sem vælt er og skælt út í eitt,“ segir konan. „Við ættum að horfa til hinna fötluðu íþróttamanna sem fyrirmynda!“ Kona vill LASTA flutningabílsjóra sem taka ekki tillit til fólksbíla í umferðinni. „Óþolandi að mæta þeim t.d. á Öxnadalsheiðinni þegar færðin er ekkert sérstök, þeir slá ekkert af ferðinni og snjórinn þyrlast upp sem verður til þess að ökumenn venjulegra fólksbíla þurfa að nema staðar því skyggnið verður ekkert. Er til of mikils ætlast að sýna tillitssemi við erfiðar akstursaðstæður?“ Spyr konan... LAST fær Gyða Margrét Pétursdóttir lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands sem vill flytja Jafnréttisstofu suður til Reykjavíkur, enda „veiki það stofuna að vera staðsett norður í landi“. Þetta segir femínisti á Akureyri sem hafði samband við blaðið. „Sér lektorinn ofsjónum yfir því að ein ríkisstofnun sé með höfuðstöðvar á Akureyri“ spyr femínistinn í bréfi. Skoðun Gyðu Margrétar kom fram á Stöð 2... AKUREYRI VIKUBLAÐ 11. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND AÐSEND GREIN SIGRÍÐUR HULD JÓNSDÓTTIR Frá úrræðaleysi til aðgerða Það er vor í lofti. Framundan sólríkari dagar og ný tækifæri. Skólabærinn Ak- ureyri býður upp á ótal tækifæri fyrir unga fólkið okkar en þessi tækifæri eru ekki alltaf nýtt og samfélagið gerir ekki alltaf öllum kleift að nýta þessi tæki- færi. Í lýðræðisþjóðfélögum er menntun undirstaða velferðar og eykur líkur á því að einstaklingar nái að dafna í samfé- laginu. Á Íslandi hafa allir jafnan rétt til náms óháð t.d. stétt og stöðu, heilsufari og kyni. Raunveruleikinn er hins vegar ekki alltaf sá. Börn sem eiga við ýmiss konar vandamál að stríða ná ekki að nýta tækifærin sem þau hafa til náms, ekki vegna skorts á vitsmunalegri getu heldur vegna þess að samfélagið hefur ekki skapað þeim aðstæður sem gefur þeim bestu tækifærin til náms. Heilsu- brestur foreldra, geðræn vandamál, fátækt, fíkniefnaneysla foreldra eða þeirra sjálfa, vanræksla og ofbeldi eru því miður raunveruleiki sumra barna. Þessi raunveruleiki er erfiður, ekki bara fyrir þolendur og gerendur held- ur líka fyrir samfélagið. Við höfum fá úrræði og þau sem eru til staðar eru ekki alltaf að virka. Skólakerfið og heilsugæslan nær ekki alltaf að greina þessi vandamál og það sem alvarlegra er, grípa ekki alltaf til þeirra úrræða sem þó eru til staðar. Margt er að sjálfsögðu gert til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra en engu að síður standa foreldrar, börn, kennarar og heilbrigðisstarfsfólk frami fyrir því að í sumum málum ríkir algjört úrræðaleysi. Sérstaklega á þetta við um börn sem eiga við geðræn vanda- mál að glíma og/eða búa við slæmar félagslegar aðstæður eins og fíkn, van- rækslu eða ofbeldi. Það er eins og enginn hafi bolmagn til að bregðast við þessum vandamálum og gleggsta dæmið er sú takmakaða geð- heilbrigðisþjónusta sem börnum og ung- lingum á Akureyri stendur til boða. En hvað er til ráða? Þennan vanda þarf að greina frekar og finna leiðir þar sem allir aðilar tala saman og skipuleggja með- ferð, aðgerðir og forvarnir. Heilsugæslan, skólar, Sjúkrahúsið á Akureyri og ekki síst Akureyrarbær verða að tala meira saman og aðstoða ungt fólk og fjölskyld- ur þeirra til að nýta þau tækifæri sem þeim stendur til boða. Engin ein lausn er til að efla einstaklinga þar sem marg- breytileiki einstaklinga er mikill. Líður að kosningum Nú líður að sveitarstjórnarkosningum og munu bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar leggja sitt á vogaskálarnar til að koma þessum málum í þann farveg að leiðir til sjálfshjálpar og sjálfseflingar verði skilvirkari. Stefna okkar er að Ak- ureyrarbær setji á stofn Ungmennamið- stöð þar sem málefnum barna og ung- menna yngri en 18 ára verða sett í farveg með heildarhagsmuni barnanna að leiðarljósi, ekki bara út frá námi heldur einnig félagslegum aðstæðum og heil- brigði. Á ungmennamiðstöð yrðu ein- hvers konar umboðsmenn barna og ung- menna sem hefðu yfirsýn yfir þau úrræði sem ungu fólki stendur til boða ásamt verkfærum til að efla þau til sjálfshjálp- ar og sjálfsvirðingar. Hvert barn fengi þannig tilnefndann sinn umboðsmann sem gæti fylgst með skólagöngu þess og velferð frá leikskóla fram til 18 ára aldurs. Slíkt hefur m.a. gefið góða raun í Danmörku. Nánari útfærsla verður kynnt í stefnuskrá Samfylkarinnar. Einnig yrði ábyrgð sveitarfélagsins á aldurshópnum 16-18 ára meiri en nú er. Hætti einstaklingur á þessum aldri í skóla færi strax tilkynning frá skólan- um til ungmennamiðstöðvarinnar þar sem færi af stað aðgerðaráætlun til að koma þeim einstaklingi í virkni og úr- ræði er lúta að því að efla viðkomandi. Úrræðin gætu verið margvísleg s.s. að leiðbeina einstaklingi í atvinnuleit eða koma viðkomandi í meðferð við fíkn eða aðra sérhæfða meðferð ásamt fjöl- skyldumeðferð. Afar miklu máli skiptir að efla fjölskyldur þessara barna því oft á tíðum eru fjölskylduaðstæður með þeim hætti að fjölskyldan er búin að gefast upp í úrræðaleysinu eða er sjálf það veik að hún hefur ekki bolmagn til að standa með og efla barnið. Gefum öllu ungu fólki tækifæri til sjálfshjálpar og sjálfvirðingar – förum bjartsýn út í vorið. Höfundur er aðstoðarskólameistari VMA og skipar 2. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í komandi bæjarstjórnar- kosningum á Akureyri. Upptaktur nýrrar byltingar? Vísbendingar eru um vatnaskil í íslensku samfélagi. Sá óréttur sem skapaðist í kjölfar misheppnaðrar einkavæðingar fjármálalífs þar sem spilling og klíku- skapur varð ofan á í stað hagsmuna almennings leiddi til vaxandi tekjuójöfnuðar, þar sem braskarar með lánsfé græddu tá og fingri og græða enn að loknu hruni, margir hverjir. Þeir sem starfa með afleiður, hafa ráðstöfunar- vald yfir peningum annarra, mögulegam gróða, ósjálf- bærni, steingelda efnishyggju sem tekur ekki tillit til langtímahagsmuna mannlífs og framtíðarsjónarmiða voru settir skör ofar hagsmunum þeirra sem sýsla með sálir okkar, t.d. með líf og menntun barnanna okkar. Að loknu hruni sköpuðust miklar álögur á þann hóp sem síst hafði til sakar unnið í því að skapa bóluna, t.d. kennara í láglaunastörfum fyrir ríki og sveitarfélög. Gengishrun, atvinnuleysi, stökkbreytt lán og stórhækkað vöruverð urðu afleiðingar sem hálf íslenska þjóðin er enn að takast á við. En nú fimm og hálfu ári eftir fullkominn trúnaðarbrest stjórnvalda viðskiptalífs og almennings, sem kallaður er hrun, segir hluti þjóðarinnar hingað og ekki lengra. Kennarar eru í þeim hópi. Vandséð er hvernig leyst verður úr deilunni og skað- inn er mikill fyrir norðlenska nemendur sem alla aðra nemendur. Afleiðingar kennaraverkfalls eru ekki bara tímabundin röskun á skólastarfi sem getur haft geigvæn- legar afleiðingar á bæði efna- og sálarlíf fórnarlamba heldur er aðgerðin stefnuvísandi um að fjölmennar undirokaðar starfstéttir sem seint verða sakaðar um að hafa verið ofhaldnar tekjulega segja: Ég vil ekki lifa í þessu samfélagi að óbreyttu. Kennarar krefjast þess að almannagæðum verði skipt upp með nýjum og réttlátari hætti. Þeir krefjast þess að langtíma menntun þeirra og starfi verði sýnd meiri virðing og sú virðing verði metin til tekna. Akureyri vikublað styður kennara í baráttu sinni fyrir betri kjörum. Akureyri vikublað styður hugmyndir um jöfnuð og að þeir sem starfi með börnum, framtíð okkar andlegri og félagslegri, fái uppbót vegna mikil- vægis starfa þeirra á sama tíma og ekki verður séð að fjármálalífið hafi lagt af þann ósið að starfa fyrst og fremst eftir kröfunni um sem mestan stundargróða á kostnað almennings. Það er sama hvort litið er til umhverfismála, öfga- skammsýni í virkjanamálum eða áherslu ríkisstjórnar á að dauðir hlutir séu lifandi menningu æðri. Fagfólk í menningar- og listageiranum þarf að horfa upp á að tengsl og vinátta forsætisráðherra, fyrsta þingmanns NA-kjördæmis, ræður meiru hvort einhver fær úthlutað fé en að faglegar umsóknir ráði. Hér er allt í rjúkandi rúst. Ef ríkjandi stjórnmálamenn nálgast ekki hlutverk sitt með nýjum hætti og hafa gott mannlíf, menntun, auðmýkt og almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasérhagsmuni sumra á kostnað margra skapast senn stríðsástand. Mótmælin á Austurvelli gætu vel verið upptaktur nýrrar Búsáhaldabyltingar. Björn Þorláksson Sigríður Huld Jónsdóttir Heilsubrestur foreldra, geðræn vandamál, fátækt, fíkniefnaneysla foreldra eða þeirra sjálfa, vanræksla og ofbeldi eru því miður raunveruleiki sumra barna.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.