Akureyri - 20.03.2014, Qupperneq 12
12 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014
Eru íþróttafélög
Akureyrar mikilvægir
óvinir hvers annars?
Það hefur blossað upp hrepparígur á Akureyri í kjölfar könnunar Capacent sem sýndi meiri stuðning en minni
við að Þór og KA myndu sameinast í einu íþróttafélagi. Ýmsar af stærri pólitískum ákvörðunum síðari tíma sem
lúta að útdeilingu á almannafé til uppbyggingar íþróttamannvirkja hafa miðast við að hér væru tvö ríki í rkinu
og annað héti KA en hitt Þór. Svo heiftarlegur reynist rígurinn enn milli liðanna að sést hefur á Facebook eftir
að könnunin var gerð opinber að fyrr muni menn dauðir liggja en sameinast „erkifjandanum“.
Rígurinn milli Þórs og KA er bundinn sögu, ýmsum tilf-inningum og hefur flóknar
tengingar sem ekki er hægt að leggja
fullnægjandi mat á í stuttri blaða-
grein. Hins vegar hefur verið skrif-
uð BA-ritgerð um hrepparíg í norð-
lenskum samfélögum sem e.t.v. má
nýta til að velta því upp hvað kunni
að vera að gerast í höfðum þeirra
sem hatast við hugmyndina um sam-
einingu Þórs og KA. Í lokaritgerð
sem undirritaður skrifaði í þjóðfé-
lagsfræði árið 2012 og birtist endur-
rituð í ritrýnda fræðiritinu Skírni
sama ár, er fjallað um hrepparíg eins
og hann birtist í rannsókn sem unnin
var á vegum Háskólans á Akureyri
og Vegagerðarinnar vegna tilkomu
Héðinsfjarðarganga. Tilurðin var
skoðun á áhrifum ganganna á líf
íbúa í Fjallabyggð, annars vegar
Ólafasfirðinga en hins vegar Sigl-
firðinga. Greinin í Skírni bar titilinn:
Þarna hittust þeir og þarna börðust
þeir - Hrepparígur á Tröllaskaga – til
góðs eða ills.
Í Skírnisgreininni segir að hrepp-
arígur sé gamalkunnugt fyrirbrigði
hér á landi og hafi fram til þessa eink-
um verið talinn af hinu illa. Í rann-
sókn Tinnu Halldórsdóttur á stöðu
og viðhorfum kvenna á Austurlandi
kom fram að rígur, flokkadrættir og
hópamyndanir hafi haft hamlandi
áhrif á skólamál, heilbrigðisþjónustu,
atvinnu og samgöngur. Í rannsókn
um samkeppnishæfni Austur-Húna-
vatnssýslu kom fram að samstöðu-
leysi og hrepparígur haefði veikt
héraðið. Formaður Fjórðungssam-
bands Norðurlands brýndi árið 1988
sína menn með þessum orðum: „Við
þurfum bara að yfirstíga brestina
í okkur sjálfum, vinna bug á lítil-
sigldum hrepparíg og sameinast
um stóru málin“. Hrepparígur hefur
líka ratað inn á Alþingi, t.d. þegar
Árni Johnsen sagði árið 1996 „mjög
sorglegt hvernig hrepparígur hefur
verið vakinn milli Háskóla Íslands
og Háskólans á Akureyri.“ Þá hafði
slegið í brýnu milli Vestmannaeyinga
og Akureyringa í menntamálum. Í
greininni og þá komum við að sam-
einingu Þórs og KA segir að íþrótta-
fólk og þá ekki síst félagslið í hóp-
íþróttum skerpi á hinni tvískiptu
veröld annar vegar „okkar“ og hins
vegar „hinna“. Hrepparígur kunni
að vera birtingarmynd aðgreiningar
hópa þar sem stolt kemur við sögu.
Bandaríski félagsfræðingurinn Lew-
is Coser (1913–2003) skrifaði um
það sem hann kallaði virkni átaka
og setti fram rök fyrir því að átök
innan samfélaga væru ekki alltaf
hamlandi fyrir samfélagskerfi. Undir
vissum kringumstæðum losuðu átök
um spennu sem annars hlæðist upp
og yrði óhindrað hið mesta mein.
„So foul a sky clears not without a
storm,“ sagði Shakespeare. Sumar-
ið 2010 gerði greinarhöfundur sem
starfsmaður Háskólans á Akureyri
rannsókn á Siglufirði sem ól af sér
vangaveltur um „gagnsemi“ hrepp-
arígs. Lengi hafði þá verið ljóst að
rígur ríkti milli Ólafsfirðinga og
Siglfirðinga, nágrannasveitunganna
á Tröllaskaga. Samkvæmt rannsókn-
inni birtist rígurinn öldruðum íbúum
bæjanna tveggja ekki endilega sem
neikvætt fyrirbæri. Kannski hefur
það haft áhrif að bæði Ólafsfjörð-
ur og Siglufjörður gengu í gegnum
miklar upp- og niðursveiflur á til-
tölulega skömmum tíma og þegar
hraðar breytingar verða á samfé-
lagsgerðinni skapast mest hætta á
siðrofi samkvæmt Durkheim. Rann-
sóknin í Fjallabyggð leiddi m.a. af sér
spurningar hvort átök Siglfirðinga
og Ólafsfirðinga hefðu skerpt á gild-
um íbúa sem annars hefðu mögulega
gengið í gegnum siðrof og orðið til
að treysta böndin milli íbúa þessara
bæja?
Siglufjörður var árið 1948 fimmti
stærsti þéttbýliskjarni landsins með
ríflega 3.000 íbúa. Bærinn hafði
byggst upp hratt og óskipulega. Svo
kom langt samdráttarskeið. Sextíu
árum síðar voru íbúar á Siglufirði
aðeins tæplega 1þ300 talsins og með
sama hætti fjölgaði Ólafsfirðingum
hratt áður en við tók samdráttar-
skeið. Breytingar á fólksfjölda þýða
tilfærslu á valdi, því með sama hætti
og hnignun byggðar, fólksfækkun,
felur í sér skert vald er aukinn fólks-
fjöldi ávísun á fjármuni og sterka
stöðu. Í slíku ljósi má einnig skoða
eina harðvítugustu skóladeilu seinni
tíma sem varð í Mývatnssveit fyrir
tæpum tveimur áratugum. Á tíunda
áratug síðustu aldar sendu foreldrar
í öðrum hluta sveitarinnar aðeins
þrjú börn af 24 í skólabílinn vegna
þess að þeim fannst börnin ættu að
halda áfram að ganga í skóla sunn-
an við vatnið. Valdaumskipti höfðu
orðið með iðnvæðingu sveitarfélags-
ins og nýju þéttbýli í Reykjahlíðar-
þorpi. Suðursveitungar sem höfðu
áður verið fleiri og farið með völdin
í sveitarfélaginu urðu í minnihluta
þegar þorp byggðist upp með nýjum
atvinnutækifærum við Kísiliðju og
Kröfluvirkjun. Þá þótti eðlilegt að
byggður yrði nýr skóli í Reykjahlíð
sem þjóna myndi öllum íbúum sveit-
arinnar en þetta þýddi að í stað þess
að skólabörn væru flutt úr norðri til
suðurs í Skútustaðaskóla, þótti um
síðir hagkvæmast og lýðræðislegast
að flytja börn sunnanmanna norður í
Reykjahlíð. Þetta kostaði mikil átök.
ÁHUGAVERÐAR NIÐURSTÖÐUR
Einn angi af vinnu Háskólans á
Akureyri og Vegagerðarinnar var að
undirritaður vann viðtalsrannsókn
sumarið 2010 á Tröllaskaga þar sem
tekin voru opin viðtöl við 12 öldunga,
sex af Siglufirði og sex úr Ólafsfirði.
Ástæða þess að aðeins var talað við
aldraða var sú að gamlir muna lengri
sögu en ungir og geta borið saman
tímana tvenna. Greinarhöfundur
PÆLING
Björn Þorláksson
SAMEINAÐIR ÍSLANDSMEISTARAR!
Mikill fögnuður braust út á Þórsvelli á Ak-
ureyri þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari
í knattspyrnu kvenna í fyrsta sinn í sögu
félagsins sumarið 2012. Stelpurnar okkar
virðast ekki þurfa hrepparíg innan bæjar
til að ná frábærum árangri.
Thorsport.is / Páll Jóhannesson