Akureyri - 20.03.2014, Síða 16
16 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014
Úrval Samsung kæliskápa á góðu verði.
Hágæða heimilistæki frá Frábærir nýir kæliskápar
12 mánaða vaxtalausar
raðgreiðslur
Sjá nánar:
samsungsetrid.isVerð þvottavéla frá kr. 96.900
Þvottavélar og þurrkarar
frá Samsung – gegnheil gæði
Treystu Samsung til að framleiða
afburða uppþvottavélar.
TILBOÐSVERÐ kr. 134.900
Verð áður kr. 159.900
Hallandi veggháfur
Glæsileg hönnun
frá Samsung
Verð 159.900.-
Bjóðum hvíta skápa og
þrjár gerðir í burstuðu stáli.
„ AMERÍSKUR“
KÆLIR–FRYSTIR
Aldrei að afþýða.
Dæmi - hér sýndur:
178 cm hár · hvítur
Kr. 129.900
Blástursofn · 70 lítrar
Verð hvítur kr. 139.900
/stál kr. 176.900
Vandaðir eldhúsofnar
3 eða 4 hellur · Niðurfellanlegt
Verð frá kr. 139.900
Spanhelluborð
Komdu í heimsókn
og kynntu þér betur
Samsung heimilistæki
FURUVÖLLUM 5 · AKUREYRI · SÍMI 461 5000 // GARÐARSBRAUT 9 · HÚSAVÍK · SÍMI 464 1515
Frá fortíð til nútíðar
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
bauð til nokkuð sérkennilegrar en
jafnframt forvitnilegar samkomu
sunnudaginn 16. mars. Um var að
ræða kvikmyndasýningu, þar sem
sýnt var hið klassíska meistaraverk
Charlies Chaplins, Innflytjandinn, en
eftir hlé kom fram fagottleikarinn og
píanóleikarinn Páll Barna Szabó og
lék einleik á fyrst fagott og svo píanó.
Innflytjandinn er þögul mynd, en
þær voru fyrsta form kvikmynda-
listarinnar, enda kom hljóðrásin
ekki til sögunnar fyrr en nokkuð
mikið var liðið á tuttugustu öldina.
Þessar myndir voru ætíð í „svart/
hvítu“ og svo er að sjálfsögðu um
þessa mynd Chaplins. Hún er mik-
ið listaverk. Að sjálfsögðu ber hún
þau merki listamannsins, sem hann
almennast er þekktur fyrir, það er
að segja grínið, en í þessari mynd,
þar sem hinn frægi flækingur með
staf og hatt og í ólánlegum fötum
er í aðalhlutverki, en grínið í raun
aukaatriði, því að að baki því býr
ádeila, eins og jafnan hjá Chaplin,
og hún var ástæða þess, að svo lauk,
að Chaplin hélst ekki við i Banda-
ríkjum og flutti til Evrópu.
Með sýningum hinna þöglu
mynda varð fljótlega til sá háttur,
að fenginn var til vel hæfur hljóð-
færaleikari, oftast píanóleikari, til
þess skapa hljóðrásina, sem ekki
var til, og í leiðinni að túlka á
hljóðfærið anda hinna ýmsu atriða,
sem fyrir komu í ferli myndarinn-
ar. Þetta var gert á sýningunni á
Innflytjandanum. Myndin var sýnd
í salnum Hömrum í Hofi og um
undirleikinn sá Páll Barna Szabó
á flygil. Honum tókst í flestu vel og
lék af mikilli festu og öryggi. Góð-
ar atrennur voru gerðar að því að
túlka þær tilfinningar og þau atriði,
sem fyrir komu, en nokkuð hefði
mátt fara nær anda kvikmyndar-
innar, svo sem í tilfinningaþrungn-
um tilfellum, þar sem nokkuð al-
mennt náðist ekki dýpt. Tilraunin er
þó góð og í raun verulega lofsverð.
Færni Páls á flygilinn er óumdeil-
anleg og væri mjög skemmtilegt að
mega njóta hans aftur í hlutverki
píanóleikarans með sýningu þög-
ullar kvikmyndar.
Páll Barna Szabó er fagottleikari
og sem slíkur á meðal þeirra fremstu
hér landi. Þetta hljóðfæri er talið á
meðal hinna erfiðustu í flokki tré-
blásturshljóðfæra. Tónmyndunin er
í tveimur smáum blöðum og blæs
hljóðfæraleikarinn á milli þeirra.
Páll flutti á fagott sitt Sellósvítu
nr. 4 í Es dúr eftir Johann Sebast-
ian Bach, en verkið hafði Páll æft á
fagottið. Þess gætti nokkuð mikið
í fyrsta kafla, hve torvelt hljóðfæri
fagottið er. Verkið, sem er vitanlega
í stíl barokksins, náði ekki flugi í
kaflanum. Svo var sem hrynjandina
skorti; hina ákveðnu, föstu framrás,
sem ekki hvað síst einkennir góðan
flutning barokkverka. Þetta atriði
færðist þó stig af stigi í horfið eftir
því sem á leið verkið og í lokakafl-
anum, sem er fjörugt „gigue“var svo
komið, að túlkunin lék í fingrum
fagottleikarans, sem ljóslega sann-
aði mikla getu sína.
Síðasta atriðið í Hömrum þann
16. mars var Brabrand, 2013 eftir
Pál Barna Szabó. Verk fyrir píanó,
flutt af h0öfundinum sjálfum. Heitið
er nafn á smábæ í Svíþjóð, þar sem
Páll bjó um tíma og þar sem upphaf
verksins varð til. Í efnisskrá segir
að verkið sé „tileinkað minningu
tveggja snillinga tónlistarsögunn-
ar [...] þeim Ludwig van Beethoven
(1770-1827) og djassistanum Osc-
ar Peterson (1925-2007)“. Í verkinu
hyggst höfundurinn“ brúa bilið á
milli menningarheima og ekki verð-
ur annað sagt en að hann geri það.
Verkið skiptist í kafla. Hinn fyrsti ber
á sér mikinn svip klassíkur, svo mjög,
að áheyrandanum þykir á stundum,
sem gengið sé beina leið í smiðju
fyrri tíða meistara. Nokkuð meiri
blæbrigði í styrk hefðu ekki skað-
að kaflann. Annar kaflinn er líkt og
leitandi. Hann er þýður og sem næst
ljóðrænn, allur í svipuðum anda og
nokkuð blæbrigðalítill. Lokakaflinn
hefur á sér mjög hressilegan svip og
ber mikinn keim jazzins og þá ekki
síst þeirrar greinar hans, sem kallast
„ragtime“, Leikur Páls Barnas Sza-
bós á þessu verki sínu einkenndist
af mikilli færni og óbilandi öryggi.
Vonandi verður þess ekki langt að
bíða, að hann gefi tónlistarunnend-
um aftur tækifæri til þess að njóta
getu sinnar, hvort heldur á fagott eða
píanó og hvort heldur sem meðleik-
ari með þögulli kvikmynd eða sem
flytjandi tónlistar af öðrum toga. a
Haukur Ágústsson
Skrifar tónleikagagnrýni
Leikur Páls Barnas
Szabós á þessu verki
sínu einkenndist
af mikilli færni og
óbilandi öryggi.