Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Blaðsíða 24

Akureyri - 20.03.2014, Blaðsíða 24
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS VI KU BL AÐ UM DAGINN OG VEGINN JÓN ÓÐINN WAAGE SKRIFAR Paratabs® H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 3 1 9 0 3 0 KLÁM Ég þoli ekki klám. Get ekki horft á það, hef enga ánægju af því. Ég hef prófað. Þá hefur mér alltaf liðið illa, hef blygð- ast mín og fundist ég vera eins og ómerkilegur gluggagægir. Einu sinni vann ég á vinnu- stað þar sem bara karlmenn voru. Það voru oft langar stundir þar sem ekkert var að gera. Þá var oft horft á sjón- varpið. Einu sinni setti einn klámmynd í myndbandstækið. Fimm karlmenn sátu og gláptu, ég líka. Svo hringdi síminn. Hann var í næsta herbergi. Það þurfti að svara, þetta var þannig starf. Menn litu vand- ræðalega á hvorn annan. Það var pínlegt. Að endingu spratt einn á fætur og hljóp í keng fram til að svara. Mér fannst þetta undarleg stemming, að sitja með stand- pínu í hópi af karlmönnum. Til hvers? Þegar myndin var búin sátu menn vandræðalegir og reyndu að grínast á einhvern stórkallalegan hátt meðan þeir biðu eftir að blóðstreymið jafnaði sig. Ég skil heldur ekki það sem fram fer í þessum myndum. Þetta er ekki mín reynsla, ég kann þetta ekki. Ég hef alltaf talið þessar athafnir vera til þess fallnar að vera góður við einhvern sem manni þyk- ir vænt um. Að njóta þess að vera góður við viðkomandi og að njóta þess að einhverjum þyki vænt um mann á móti og vilji vera góður við mann. Að njóta ásta. Margir horfa mikið á fót- bolta. Merkilegt hversu margir þeirra geta ekkert í fótbolta og taka jafnvel aldrei þátt í honum sjálfir. Er ég að móðga einhvern?

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.