Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 4

Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 4
4 22. tölublað 4. árgangur 12. júní 2014 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla Aðeins athygli á því sem fer úrskeiðis í skólastarfi Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri Greni- víkurskóla, sagði í útskriftarrræðu sinni í síðustu viku að sum störf væru þess eðlis að þau vektu ekki eftirtekt nema þau væru unnin illa. Undir þetta flokkuðust heimilisstörf og mörg störf sem lytu að að umönnun og uppeldi. „Stundum finnst mér að kennara- starfið falli líka í þennan flokk. Viðhorf alltof margra í samfélaginu er að skólinn sé of tímafrekur og of dýr í rekstri. Það starf sem unnið er í skól- um landsins er oft vanmetið og um það rætt bæði af vanþekkingu og yfir- læti sem jaðrar við fyrirlitningu. Þeim sem vinna í skólunum sárnar oft þessi umræða, og ekki að ástæðulausu. Kennarar vinna sitt starf almennt af mikilli hugsjón og leggja mikið á sig svo nemendum þeirra farnist sem best. Það er því sárt að sitja undir illa ígrunduðum dylgjum sem settar eru fram meira til að slá um sig í fjöl- miðlum en til að hafa bætandi áhrif á skólastarf,“ segir skólastjórinn. „Réttara væri að við sem þjóð sameinuðumst í að hefja skólana og kennarastarfið til vegs og virðingar. Það er löngu kominn tími til að við gerum okkur grein fyrir mikil- vægi skólans í uppeldi og menntun þjóðarinnar, horfum á unga fólkið okkar eins og þá mikilvægu auð- lind sem það er,“ segir Ásta F. Flosa- dóttir. a 7% fjölgun innritaðra Við lok umsóknarfrests um nám við Háskólann á Akureyri fyrir haustönn 2014 hafa borist 7% fleiri umsóknir samanborið við árið á undan. Vaxandi áhugi er á þeim námsleiðum sem aðrir háskólar á Íslandi eru ekki að bjóða upp á, ásamt öðrum vinsælum námsleið- um. Þegar umsóknarfrestur rann út um miðnætti þann 5. júní höfðu 1082 umsóknir um skólavist borist. Það eru 7% fleiri umsóknir en bár- ust fyrir sömu námsleiðir og tekið var inn í á sama tíma árið 2013. Þetta er mesti fjöldi umsókna sem borist hefur fyrir nám við Háskól- ann á Akureyri frá stofnun skólans. Mest er fjölgun umsókna um grunn- nám við skólann í fjölmiðlafræði en aukning er 82% á milli ára. Einnig er aukning í umsóknum um nám í sjávarútvegsfræði, líftækni, sál- fræði, félagsvísindum, hjúkrunar- fræði og í kennaradeild skólans. Háskólinn á Akureyri útskrif- ar laugardaginn 14. júní yfir 300 nemendur og fer athöfnin nú fram í glæsilegum húsakynnum skólans og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Að sögn Stefáns B. Sigurðsson- ar rektors HA sýnir þetta að Há- skólinn á Akureyri er á réttri leið. a Frír flugdagur fyrir börnin Flugáhugamannafélögin á Akur- eyri í samstarfi við Flugskóla Akur- eyrar bjóða börnum og unglingum á aldrinum 8 til 14 ára þátttöku í Alþjóðlega Young Eagles deginum sem haldinn verður næstkomandi laugardag 14. júní. Þátttakendum er boðið í frítt hringflug og þeir fá fræðslu um flug og flugvélar. Young Eagles verkefnið var sett á laggirnar árið 1992 og var til- gangurinn að bjóða og kynna flugið fyrir ungu fólki um allan heim og markmiðið var að hafa flogið með a.m.k. eina milljón börn og ung- linga fyrir árið 2003 en þá voru 100 ár frá fyrsta flugi í heiminum. Þetta tókst og síðan hefur verkefnið haldið árfam og í dag hafa rúmlega ein milljón og áttahundruðþúsund tekið þátt í þessu ævintýri. Unga fólkið fær fræðslu um flugið, flugvélar og að lokum er farið í loftið í einkaflugvélum fé- lagsmanna. Að loknu fluginu fá allir viðurkenningarskjal frá EAA og þátttakendur eru síðan skráð- ir í heimsins stærstu flugdagbók á netinu. Þetta verkefni er nú reynt í fyrsta skipti hér á landi. Flogið verður frá kl: 13:00 til 16:00 og er mæting í húsnæði Flugskóla Akureyrar, Skýli 13, Akureyrarflugvelli. a Siglfirsk fiskbúð snuðar engan Verðlagseftirlit ASÍ gerði verð- samanburð á fiskafurðum í 27 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð, víðsvegar um landið mánudaginn 2. júní. Kannað var verð á 23 algengum tegundum fisk- afurða. Í um helmingi tilvika var verðmunurinn á hæsta og lægsta verði á milli 50-100%. Athygli vek- ur hve fiskur er ódýr á Siglufirði. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Litlu Fiskbúðinni Miðvangi Hafnarfirði eða í 10 tilvikum af 23. Fiskbúð Siglufjarðar var næstoft- ast með lægsta verðið eða í fjórum tilvikum af 23 og Fiskbúðin Fiskás Hellu og Fiskbúðin Trönuhrauni í þremur tilvikum. Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 25% upp í 123%. Mestur verðmunur í könnun- inni var á stórlúðu í sneiðum sem var dýrust á 3.990 kr./kg. hjá Fiski- kónginum, en ódýrust á 1.790 kr./ kg. hjá Fiskbúðinni Fiskás Hellu en það gerir 2.200 kr. verðmun eða 123%. Minnstur verðmunur var á roð- flettu og beinlausu ýsuflaki sem var ódýrast á 1.590 kr./kg. hjá Fiskbúð- inni Fiskás og Litlu Fiskbúðinni Hafnarfirði en dýrast á 1.990 kr./ kg. hjá Hafberg, Fiskikónginum og Ship O Hoj Reykjanesbæ, en það gerir 400 kr. verðmun eða 25%. Þá má nefna að ýsuofnréttur í kókos/karrý sósu var ódýrastur á 1.490 kr./kg. hjá Litlu fiskbúðinni en dýrastur á 2.190 kr./kg. hjá Haf- berg sem er 47% verðmunur. Einnig má benda á að þorskflök roðflett og beinlaus voru ódýrust á 1.490 kr./ kg. hjá Litlu Fiskbúðinni en dýr- ust á 1.999 kr./kg. hjá Hagkaupum Kringlunni sem gerir 34% verðmun. Könnunin var gerð m.a. í Fisk kompaní Akureyri en búðin kemst ekki á blað samkvæmt ASÍ, hvorki fyrir hátt né lágt verð. Ein búð, Melabúðin, neitaði þátttöku í könnuninni. a GRENIVÍKURSKÓLI ÞAÐ HEFUR MYNDAST nýtt fjall í Eyjafirði. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.