Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 6

Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 6
6 22. tölublað 4. árgangur 12. júní 2014 Reyndi að varpa ábyrgð á barnabörnin Hallbjörn Hjartarson sem nýver- ið var dæmdur í 3ja ára fengelsi vegna ítrekaðra kynferðisbrota gegn tveimur barnabörnum sínum fékk þyngri dóm en ella vegna þess að hann reyndi að koma ábyrgð yfir á fórnarlömb sín eftir að brotin höfðu verið framin. Kolbrún Benediktsdóttir sak- sóknari sótti málið hjá fjölskipuð- um héraðsdómi Norðurlands vestra. Brotin áttu sér stað á Skagaströnd og í Reykjavík en Hallbjörn hafði skapað sér sess sem einn þekkt- asti borgari landsins vegna ástríðu hans fyrir kántrýtónlist þegar mál- in komu upp. Hátíðir hafa verið haldnar honum til heiðurs, hann hefur fengið viðurkenningar, bæði utan landsteinanna og innan. Íbúi á Skagaströnd sem blaðið ræddi við segir fólk í sjokki. Hinn 3. október 2012 barst lög- reglunni á Akureyri kæra á hendur Hallbirni vegna kynferðisbrota sem framin voru 1994 til 2000. Hinn 5. febrúar 2013 tók lögreglan á Ak- ureyri skýrslu af þolanda. Tilefni skýrslutökunnar var að við rann- sókn á öðru máli, þar sem brotaþoli var kærður ásamt öðrum pilti fyrir líkamsárás á ákærða, hafði komið fram að Hallbjörn hefði misnotað þolanda kynferðislega. Við skýr- slutökuna kom fram að Hallbjörn hefði misnotað hann frá sjö ára að aldri og fram á fullorðinsár. Hallbjörn lýsti fyrir dómi hve bágt hann ætti. Eftir að málið kom upp hafi hann einangrast líkt og í stofufangelsi. Hann fari lítið út, eingöngu í búðina af og til og heim aftur. Heilsa hans sé sæmileg en hann sé þunglyndissjúklingur og sykursjúkur. Minni hans hafi dalað og hann sé farinn að gleyma tölu- vert miklu. Í dómsskjölum segir að Hall- björn hafi neitað sök en framburður hans fyrir dómi hafi verið ruglings- legur. Um ákvörðun refsingar segir: „Ákærði, sem er 78 ára að aldri, hefur ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar hans ber að horfa til þess að hann braut gegn tveimur barnabörnum sínum og stóðu brotin gagnvart B yfir í langan tíma. Háttsemi ákærða var til þess fallin að valda drengjunum skaða. Verður að horfa til 1. og 2. tl. 1. mgr. 70 gr. almennra hegningarlaga svo og til 3. mgr. 70. gr. sömu laga, sbr. nú einnig 5. mgr. 202. gr. Háttsemi ákærða eftir að brotin voru fram- in, sbr. 8. tl. nefndrar 70. gr., svo sem bréf hans til brotaþolans A og dóttur sinnar þar sem hann reynir að koma ábyrgð á brotum sínum á brotaþola, er honum síst til máls- bóta. Ber að virða ákærða fram- angreint til refsiþyngingar. Ákærði á sér engar málsbætur. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin þriggja ára fangelsi. Ekki kemur til álita að binda refsinguna skilorði.“ Báðum barnabörnum sínum skal Hallbjörn greiða kr. 1.250.000 í bætur samkvæmt dómsúrskurði. Hallbjörn hefur ákveðið að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. a Leita harðgerra örvera Alþjóðlegt námskeið um örveru- vistfræði norðurslóða (Arctic Microbial Ecology) verður haldið í þriðja sinn í Háskólanum á Ak- ureyri dagana 15. til 28. júní næst- komandi. Að þessu sinni standa fjórir háskólar að námskeiðinu, Háskólinn á Akureyri, University of Reading, Jacobs University Bremen og Universiteit Gent, en auk þess koma að námskeiðinu kennarar frá Universidad Pública de Navarra, Íslenskum Orkurann- sóknum, Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknastofnuninni og Sjáv- arútvegsmiðstöðinni. Nemendur verða í ár 33 talsins. Oddur Vilhelmsson hjá HA seg- ir að líkt og áður verði haldið út í óblíða náttúru í leit að harðgerum, smásæjum lífverum sem hafist við í sjóðandi og gallsúrum hverum, í sífreðinni jökulurð, söltum og ísköldum sjónum eða í uppblásnum, skrælþurrum og nístingsköldum eyðisandi. „Einangraðar verða bæði bakteríur og forngerlar, og einnig veirur sem leggjast á þessar örsmáu lífverur og verða þeim að fjörtjóni.“ Námskeiðið er byggt upp í kring um vettvangsferðir, sýnatöku og rannsóknastofuvinnu, ásamt fyrir- lestrum um örverur í jaðarvistkerf- um. Meginmarkmið námskeiðsins eru að þjálfa nemendur í sýnatöku við náttúrulegar og oft erfiðar að- stæður og í bæði hefðbundnum og nýstárlegri aðferðum við að greina fjölda og tegundasamsetningu ör- vera í náttúrlegu umhverfi. Einnig verður nemendum gefinn kostur á að taka þátt í greiningarvinnu á áður óþekktum bakteríutegundum úr íslenskri náttúru og huga að líf- tæknilegu notagildi þeirra, en ætla má að einhverjar þessara jaðarvera geti framleitt verðmæt ensím með notagildi fyrir ýmiss konar iðnað. Samtals kemur einvalalið 19 kennara og gestafyrirlesara að kennslu í námskeiðinu, að sögn Odds. a HALLBJÖRN HJARTARSON. KÁNTRÝKÓNGUR dæmdur í 3ja ára fangelsi. VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR Velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð! Í sumar er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fyrir gesti Vatnajökulsþjóðgarðs með áherslu á lifandi leiðsögn og persónulega upplifun af náttúru og umhverfi þjóðgarðsins. Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð Gestastofur Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans. Gestastofurnar eru jafnframt miðstöðvar fræðslu þar sem náttúru, menningu og sögu er miðlað til gesta í sýningum, fyrirlestrum og gönguferðum með landvörðum. Gestastofur þjóðgarðsins eru: sKaftÁrstofa á Kirkjubæjarklaustri, sKaftafellsstofa í Skaftafelli, snæfellsstofa á Skriðuklaustri, Gljúfrastofa í Ásbyrgi og GaMlaBúÐ á Höfn. upplifÐu æVintýri Í VatnajöKulsþjóÐGarÐi Í suMar! PO RT h ön nu n Vík Húsa- vík Gljúfrastofa Ásbyrgi Hljóðaklettar Dettifoss Snæfell Skaftafell Kverkfjöll Askja Hvannalindir Heinaberg Eldgjá Nýidalur Jökulheimar Laki sKaftafellsstofa sKaftÁrstofa Kirkjubæjarklaustur snæfellsstofa GaMlaBúÐ Höfn Egilsstaðir Ísafjörður Snæfellsnes Fræðsludagskrá landvarða Gestastofur Skaftafellsstofa Skaftárstofa Gljúfrastofa Snæfellsstofa Gamlabúð

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.