Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 13
12. júní 2014 22. tölublað 4. árgangur 13 gott eins og það er?!. Þeir sjá ekki að það sé kannski tímabært að staldra við og hugsa. Ég vil árétta að ég er ekki að segja að allt sé alslæmt í þessu kerfum heldur að við þurfum að stoppa og vita hvað við viljum raunverulega.“ Börnin eins og staðlaðar gúrkur Er virðing leikskólastarfs mæld í fánaborgum þessa dagana? „Ég skal alveg viðurkenna að ég hef áhyggj- ur af þessari tilhneigingu, mér finnst merki- legt að við gagnrýnum kannski foreldra fyr- ir að gefa börnum verðlaun fyrir að taka til, að börnin eigi að gera það vegna þess að það er þeirra hlutverk, vegna þess að þeim líður betur og svo framvegis, en samtímis erum við sem stofnanir bæði leik- og grunnskóla sem að leita ytri sýnilegrar viðurkenninga í formi fánaborga, við viljum fá grænfána, heilsufána, menningarfánann, SMT fána og alla vega viðurkenningarfána - kannski við förum að sækjast eftir PISA fánum bráðum. Skólarnir eru komnir í keppni um að gera hlutina vegna þess að þeir fá ytri viður- kenningar en ekki vegna þess að þeir séu einfaldlega réttir og hluti af því að vera menntastofnanir. Þetta er hluti af þeirri hugsun að ytri stöðlun og samanburður skipti öllu, allt verði að vera hagkvæmt og passa á færi- bandið, passa inn í fyrirmyndarmyndina. Þú manst kannski brandarann með gúrkurnar í ESB sem gengur út á að allar gúrkur eigi að vera beinar og fallegar alls ekki krók- óttar og kringlóttar, allt miðast að því að hentugra er að raða gúrkum sem eru allar eins í kassa og hillur, þetta er náttúrulega af sama meiði, til að gera lífið auðveldara fyrir einhverja viljum við stöðluð börn eins og staðlaðar gúrkur. Menntun sem ógn Ræðum aðeins Háskólann á Akureyri. Nem- um í kennaradeild fækkaði nokkuð um skeið. Er það lengingu námsins að kenna? „Þú ert kannski að hugsa núna eins og peningahyggjufólkið: Var lenging námsins hagkvæmt skref? Ég spyr hagkvæmt frá hvaða viðmiði? Í tengslum við sjálfsmatið létum við gera rannsókn á hvað nemendur okkar eru að gera og hvar þeir búa miðað við hvar þeir bjuggu þegar þeir hófu nám og ég minni á að við höfum verið stórtæk í fjarnámi við kennaradeildina. Mér finnst það grundvallaratriði að við höfum það staðfest að fólkið okkar er að stærstum hluta búsett þar sem að það hóf nám. Við erum að skila til samfélagsins háskóla- fólki sem flytur ekki í burtu, sem gagnast samfélaginu. Fyrir mörgum árum frétti ég af leikskólakennara sem flutti í ótilgreint sjávarpláss á Vestfjörðum, ég spurði hvort það væri ekki gleði, en var sagt að hún væri blendin af því að „þær“ kæmu, giftust oft menntuðustu körlunum og flyttu svo í burtu. Að fá menntaða konu í samfélagið gat verið ógn við það. Vonandi er það úrelt sjónarmið í dag.“ 60% aukning milli ára Skipti fjarnámið sköpum? „Ég held að fjarnámið við HA hafi skipt alveg gríðarlega miklu máli fyrir byggðir landsins og að það hamli gegn byggðarösk- un eða eigi alla vega þátt í hömlun. Við viss- um samkvæmt eldri rannsóknum á meðal hjúkrunarfræðinga, að þeir sem menntuðu sig frá heimabyggð eru líklegri til að búa þar áfram, sama á við um okkar fólk. Mér fannst mjög gaman á fundi sem ég sat og verið var að skoða þá staði á landinu sem voru með toppa í fjölda leikskólakennara, að flestir þessir staðir höfðu á einhverjum tímapunkti gert samning við HA. Flestir sjá hvernig staðan er á Akureyri og hvað háskólinn sem heild hefur skipt norðrið miklu máli. Akureyri hefur breyst og þró- ast með tilkomu háskólans. En varðandi kennaramenntunina, fækkunin var hafin fyrir lengingu, ég held að að baki liggi margir samhangandi þættir, sem tengjast virðingu, launum og fleiru en það gleðilegt að segja frá því að það er stígandi aftur í aðsókn núna. Við vitum svo sem ekki hvað mun skila sér í skólann í haust en umsóknir eru 60% fleiri en í fyrra. Vonandi er okkur að takast að snúa þróuninni við og hefja kennaranám til vegsemdar og virðingar.“ Nýr rektor – nýjar hugmyndir Nú er kominn nýr rektor, hvernig líst þér á hann? „Mér líst vel á nýja rektorinn, hann vann áður við háskólann, er að koma aftur. Ég bind vonir við að við séum að fá ungan mann með tengingar í aðrar áttir en verið hefur hingað til, tengingar sem eiga eftir að gagnast háskólanum. Verður maður ekki að trúa því að ráðningin verði skólanum til góðs, ég er að meina að hann sé að koma innan úr þessum skapandi greinum eins og ég vil reyndar meina að leikskólinn sé. Eyjólfur er að koma úr vaxtarbroddi þeirrar nýsköpunar sem átt hefur sér stað í sam- félaginu síðastliðinn áratug, hefur verið hagfræðingur CCP. Væntanlega er hann með ferskar hugmyndir, nýja vinkla sem kannski og vonandi munu nýtast skólanum.“ Öðruvísi en fyrir sunnan Heyrirðu aldrei að HA sé sveitó skóli? „Að sjálfsögðu veltir fólk fyrir sér stærð skólans en ég fæ yfirleitt góð viðbrögð þegar ég segist starfa þar. Um daginn var ég á ráðstefnu fyrir sunnan og leikskólastjóri kom til mín til að segja mér hvað henni þætti gaman að fá nema frá okkur. Þeir væru með öðruvísi áherslur og sýn en nem- arnir að sunnan. Ef við værum að gera það sama þyrfti ekki nám á marga staði en við höfum okkar eigin áherslur fyrir norðan. Við höfum haft sveigjanleika sem tengist því að vera í litlum skóla þar sem nándin er mikil. Og það orðið til að við geta þróað okkar áherslur og sýn.“ Er næg rannsóknarskylda hjá öllum kennur- um Háskólans á Akureyri? „Við gerum árlega vinnumat þar sem við eigum að tilgreina í smæstu atriði hvað við erum að gera, hvað við birtum, hvaða styrkja við öflum og svo er okkur úthlutað stigum eftir hvaða gildi það sem við erum að gera hefur. Svona mörg stig fyrir þetta og önnur fyrir hitt og stigin vigta svo hvar við flokkumst í launatöfluna. Þannig að til að hækka í launum verðum við að rannsaka. Vinnumatskerfið er auðvitað bullandi hluti af nýfrjálshyggjunni. Þetta er stöðlunin og ég er inni í þessu kerfi, það er alls staðar, og háskólakerfið er ekkert undanskilið, bara þetta að verða einn af 100 bestu er kannski eitt besta dæmið.“ Því merkasta er úthýst Gagnrýnirðu þetta vinnumat? „Jú, ég hef tekið undir gagnrýni um hvað flokkast sem rannsókn inn í vinnumatið, sem dæmi sem snýr að okkur í kennara- deildum þá er þróunar- og ráðgjafastarf sem unnið er í skólum ekki sérlega vænt fyrir vinnumatið. Það sem gagnast kannski skólastarfi best er fælt frá í kerfinu okkar. Kerfið letur okkur frekur en hvetur til að vinna að verkefnum sem eru ekki bein- línis „rannsóknir“ í skólum. Annað er að við fáum yfirleitt fleiri stig fyrir greinar sem við birtu í erlendum tímaritum og eru þar af leiðandi ekki skrifaðar á íslensku. Í kennaradeildum viljum við kannski ná til kennara, margir vilja helst skrifa fyrir vettvanginn. Flestir kennarar vilja lesa að- gengilegar greinar á íslensku um það sem þeir eru að fást við, undirbúningstími og tími til starfsþróunar er takmarkaður og þá gilda þægindarök eins og að grein sé á íslensku. Vinnumatið hinsvegar hvetur okkur til að birta frekar erlendis og þá má spyrja hverjum erum við að þjóna, fræða- heiminum eða samfélaginu? Best væri að það færi saman. Til að gagnast samfélaginu verðum við að tala það tungumál en ekki bara fræðanna. Hinsvegar er líka ljóst að við höfum gríðarlega mikið frelsi og getum sjálf valið í hvaða átt við höldum, en erum samtímis með vinnumatið eins og páfagauk á öxlinni.“ Allra landshorna kvikindi Þú hefur búið hér og þar – er það kostur fyrir kennara við HA? „Ég er allra landshorna kvikindi, fædd í Hafnafirði en flyt þriggja mánaða á Krók- inn, ég er þar fyrstu níu árin, flyt þá suður í Blesugrófina. Ég hef alla tíð haft ástríði fyrir starfinu og viljað hafa áhrif á þróun þess, fór eftir stúdentspróf í Fósturskól- ann og 26 ára er ég orðinn leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg sjálfsagt með yngri leikskólastjórum þess tíma. Veturinn 1991- 1992 fór ég framhaldsnám í stjórnun, seinna fékk ég styrk frá Fulbright til að fara til Bandaríkjanna bæði til að vinna í skóla- kerfi og til að sækja tíma í háskólum. Þetta var mikil og góð reynsla sem ég bý enn að. Í leikskólanum mínum vorum við dugleg að vinna að þróunarstöfum og svo fékk ég styrk til að vinna að rannsókn á viðhorfum leikskólakennara til starfsins. Ég hafði orð á mér fyrir að fylgjast vel með og þora að viðra skoðanir og hugsa út fyrir kassann, sameinaði t.d. þrjá skóla í einn sem varð við það stærsti leikskóli landsins á þeim tíma, að sumra mati allt of stór. Þegar staða lektors var auglýst vorið 1997 bað Guðrún Alda sem þá var brautarstjóri á leikskóla- brautinni mig að sækja um, hún þekkti mig og við höfðum unnið náið saman. Ég sótti um starfið á þeim forsendum að búa fyrir sunnan, fjölskylduaðstæður mínar voru þannig, maðurinn minn átti þá aldr- aða foreldra og hann algjör Reykvíkingur í hjarta sínu og það aldrei inni í myndinni að við myndum rífa okkur norður. Til að gera langa sögu stutta fékk ég stöðuna var strax ýtt út í djúpu laugina, ráðin 1. ágúst og átti að vera tilbúin með fyrirlestra í fyrsta tíma 14. ágúst. Síðan er ég búin að vera á þessum flandri, flugkennari eins og gárungar kalla það, hef flogið á milli meira og minna síðan þá. En svo gerðist að að sonur okkar ákvað að fara í Háskólann á Akureyri um alda- mótin og þá var eins og nú erfitt að fá leigu- húsnæði, hann og þáverandi kærasta höfðu leitað án árangurs þannig að við fórum að skoða hvort við ættum ekki bara að kaupa og þess vegna eigum við íbúð á Akureyri.“ Ein af fáum flugkennurum eftir Skólinn borgar þá fyrir þig flugið? „Þegar ég var ráðin var nokkuð um svona flugkennara, ég er ein af fáum sem enn er á slíkum samningi, en skólinn borgar ferðir sem tengjast kennslu beint en þær mega ekki verða of margar á ári. Af því að ég á húsnæði fyrir norðan er ég oft nokkra aukadaga og sæki þá fundi og slíkt, vinn að verkefnum með samstarfsfélögum hitti nema og svoleiðis. Ég hinsvegar kenni líka og sæki fundi í gegn um fjarkennslubúnað, en við erum með samning við fræðslusetrið í Hafnarfirði. Ef nemarnir eru dreifðir um allt land skiptir ekki máli hvar ég er fyr- ir framan búnað. Þú getur hinsvegar ekki verið kennari við skólann og aldrei komið norður. Ég er í ýmsum nefndum fyrir norð- an, var t.d. í sjálfmatshópi kennaradeildar og sit líka í nefndum fyrir skólann fyrir sunnan, ég hugsa að þetta svona jafnist út.“ Eyrin fjölþjóðlegt þorp Nú veit ég að þið voruð í síðustu viku að fjár- festa í húsnæði á Eyrinni. Hvers vegna Eyrin? „Eins og ég sagði áðan erum við lengi búin að eiga íbúð fyrir norðan, fyrir sunn- an búum við í miðbænum og förum allra okkar ferða meira og minna fótgangandi. Mér fannst norðanheimilið vel staðsett með tilliti til útsýnis en verr staðsett með tilliti til þess að vera ætíð á tveimur jafnfljótum, mér hefur lengi fundist Eyrin spennandi kostur, er búin að vera að hugsa um að auka lífsgæði mín með að færast nær miðbæjar- lífi norðan heiða. Ég hef mikla trú á Eyrinni og held að hún eigi í framtíðinni eftir að verða enn eftirsóttari staður til að búa á en en nú er. Hún er svona lítið þorp í stórum bæ, en samtímis fjölþjóðleg og stórborgar- leg. Í vetur lenti ég iðulega í að nenna ekki að labba nema til og frá vinnu meðal annars vegna færðar, þá fór ég í alvöru að hugsa um hvað það væri gott að vera á Eyrinni og lét slag standa, skellti íbúðinni okkar á sölu og keypti. Gerðist allt á viku. Svo er auðvitað gaman að hitta strax nágranna sem tóku vel á móti okkur, sögðu okkur sögu hússins og buðu okkur velkomin.“ VIÐTAL Björn Þorláksson MYND Völundur Jónsson Þetta er hluti af þeirri hugsun að ytri stöðlun og samanburður skipti öllu, allt verði að vera hagkvæmt og passa á færibandið, passa inn í fyrirmyndarmyndina.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.