Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 12
12 22. tölublað 4. árgangur 12. júní 2014 Viljum stöðluð börn – eins og staðlaðar gúrkur! Kristín Dýrfjörð er kona ekki einhöm. Hún þeytist stærstan hluta ársins milli Reykjavíkur og Akureyrar vegna vinnu sinnar. Kristín er í hópi deyjandi stéttar, svokallaðra „flugkennara“ við HA. Hún er hins vegar kraft- og fjörmikil í umræðu um ofuráherslu á markaðsvæðingu skólakerf- isins og hvernig nýfrjálshyggja bitnar á menntastarfi samtímans. Kristín, þú fluttir hressilegt og umtalað erindi á ráðstefnu á Hólum í Hjaltadal fyrir skömmu þar sem þú varaðir mjög við nýfrjálshyggj- unni í skólastarfi hér á landi, segðu okkur aðeins frá inntaki fyrirlestrar þíns. „Við vorum þrjú saman með málstofu á Hólum, öll úr kennaradeildinni, ég fór yfir þróun nýfrjálshyggjunnar og birtingar- myndir hennar í samfélaginu en sérstak- lega í skólakerfinu. Í daglegu lífi tökum við kannski ekki eftir hvernig hugmyndir nýfrjálshyggjunnar hafa náð að seytlast inn. Þetta er nefnilega hluti af miklu stærra hugmyndafræðilegu samhengi sem snýst um peninga. Í erindinu fjallaði ég um hvernig strákarnir frá Chigaco fengu að sprella í Chile hjá Pinochet og hvernig hugmynda- fræði þeirra hefur síðan borist víða um lönd og haft áhrif á hvernig við hugsum og erum. Í fyrirlestrinum notaði ég myndlíkingu, vís- aði í gamla auglýsingu frá Lýðheilsustöð þar sem varað var við óbeinum reykingum, með því að pissa í sundlaug. Öll sundlaugin mengast en við sem svömlum í henni tökum ekki eftir neinu. Við syndum áfram eins og ekkert hafi í skorist, við erum á sama hátt öll menguð af nýfrjálshyggjunni, hún er allt um kring og við þurfum að setja á okkur sérstök gleraugu til að sjá hana. Ég held að margir verði mjög hugsi yfir víðtækum og óbeinum áhrifum hennar, hvernig hún birtist í stóru og smáu. Nýlega var ég með fyrirlestur á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík þar skoðaði þróun leikskóla, ég fjallaði um fermetra sem börnum eru ætlaðir innan leikskóla. Ég var að skoða hvernig okkur hefur tekist að láta menntun barna snúast um allt annað en barnið. Við erum upptekin af því að hvernig hægt er að gera þetta sem ódýrast, hvernig hægt er að fullnýta húsin þannig að það verða sem flest börn á sem fæsta fermetra, börn eru reiknuð í barngildi til að ákvarða fjölda starfsfólks og svo framvegis, þetta er líka angi nýfrjálshyggjunnar.“ Uppeldiskerfi seld skólum Þú gagnrýnir staðlaðar heildarlausnir þar sem e.t.v. er einblínt um of á skammtíma hag- kvæmni? „Já, önnur birtingarmynd er að við erum farin að hanna alls konar uppeldiskerfi sem síðan eru seld skólunum. Sem dæmi hef ég skoðað svolítið matsskýrslur um leikskólastarf. Í mörgum skýrslum er rætt um að það vanti að setja agastefnu. Einn leikskóli fékk sem dæmi fínt mat að öðru leyti en því að tekið var fram að þar væri ekki skráð agastefna og það þyrfti að laga. Mér fannst þetta svo merkilegt vegna þess að það er hvergi i lögum og reglum að leik- skólar eigi að setja sér sérstaka stefnu í aga fremur en einhverju öðru. En með því að gera svona athugasemdir er fólki talið trú um að þetta sé það sem skiptir máli. Það gleymist að krafan um agastefnurnar kemur meðal annars fram vegna áhrifa frá atferl- iskenningum sálarfræðinnar. Þeir sem trúa á nauðsyn þeirra leggja áherslu á að það skipti mestu máli að hafa skýrar skráðar agastefnur. Ég er alveg sammála því að við þurfum að hugsa um aga en ég hugsa líka um þróun fagmennskunnar hvernig ég held uppi aga í „mínum leikskóla“, ég lít ekki á að það sé eitthvað sem þurfi að koma utan frá. Ekki þurfi sérhönnuð kerfi sem segi manni hvað og hvernig setningar og atferli á til dæmis að nota með og við börn. Ég kom í inn í leikskóla fyrir mörgum árum og sá uppi á vegg setninguna: „Fullorðnir ráða“ og þar sem börnin eru flest ólæs, velti ég fyrir mér fyrir hvern er verið að setja þetta fram.“ Nýfrjálshyggjan smættar allt Er þetta hluti af nýfrjálshyggju? „Já þegar búið er til kerfi sem er að ná utan um allar gerðir mannsins, þegar uppeldis- starfið snýst ekki lengur um að ígrunda og hugsa heldur að framkvæma kerfi. Nýfrjálshyggjan leitast við að smætta allt, litróf margbreytileikans er til óþurft- ar. Hún leitast við að steypa sem flesta í sama mót. Þetta á ekki bara við í skóla- kerfinu heldur alls staðar. Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar skellur á okkur öllum og þegar maður tekur hana alls staðar inn þá er verður hún smám saman viðmiðið. Á Hólum var ég spurð hvernig leikskóla- kennarar tækju þessum pælingum mínum. Ég held að margir sjái hvað ég á við en aðrir ekki, aðrir velja að sjá þægindi kerfanna. Margir hugsa sennilega: hvað er þessi kona að bulla uppi í háskóla, er þetta ekki bara KRISTÍN DÝRFJÖRÐ SEGIR að nýfrjáls- hyggja gegnumsýri hugmyndakerfi samtímans, sumpart án þess að sam- félagið taki eftir því.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.