Austurland - 16.05.2013, Síða 6
6 16. MAÍ 2013
- miðstöð Cittaslow
hreyfingarinnar á Íslandi
Cittaslow (Slow City) er hreyfing sem stofnuð var á Ítalíu árið 1999
og hefur það að meginmarkmiði að
stuðla að sjálfbærni og fjölbreytni
innan samfélaga. Í því skyni leggur
Cittaslow m.a. áherslu á grænan
lífstíl, gæði umhverfis og jákvæðni í
mannlegum samskiptum. Cittaslow
eru samtök bæjarfélaga víða um heim
og er markmið þeirra að fá fólk til að
staldra við í hraða nútímans og njóta
þess sem umhverfið hefur upp á að
bjóða. Einnig að bæta lífsgæði, sporna
gegn einsleitni í verslunarháttum og
halda í sérkenni lítilla bæjarfélaga.
Til að sækja um inngöngu í Cittaslow
þarf að setja fram aðgerðaáætlun um
hvernig uppfylla skal ákveðin viðmið
sem Cittaslow hreyfingin setur fram.
Inngöngu í Cittaslow fá aðeins bæir og
sveitarfélög með innan við 5000 íbúa.
Saga
Undir síðustu aldamót fannst
nokkrum ítölskum bæjarstjórum
nóg komið af hnattvæðingu og hraða
nútímans og þeirri áráttu að vilja
steypa ólíka menningarheima í sama
mót. Þeir hrundu af stað Cittaslow
hreyfingunni til að leggja áherslu á hið
gagnstæða, þar sem virðing fyrir fólki,
staðbundinni menningu og umhverfi
væri í heiðri höfð. Í apríl sl. höfðu
176 bæir og sveitarfélög í 27 löndum
víðsvegar um heiminn gerst aðilar að
hreyfingunni.
Cittaslow í framhaldi af
aðalskipulagi
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps
hefur um nokkuð langt skeið sýnt
því áhuga að gerast aðili að Cittaslow
hreyfingunni en það er í raun rökrétt
framhald þeirrar stefnu sem rekin
hefur verið í sveitarfélaginu um árabil.
Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008
- 2020 markar stefnu sveitarstjórnar
í fjölmörgum málaflokkum s.s.
landnotkun, byggðaþróun og í
umhverfismálum sem falla einkar vel
að Cittaslow hugmyndafræðinni. Þar
er m.a. sett fram viðamikil stefna um
verndun náttúru og menningarminja.
Þá er lögð áhersla á grænan lífsstíl og
umhverfisgæði sem og fjölbreytta og
sjálfbæra atvinnustarfsemi sem rekin
er í sátt við náttúru og samfélag með
áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki.
Margt hefur verið gert nú þegar til að
ná þessum markmiðum. Til dæmis
er mikil áhersla lögð á sérstöðu
náttúrunnar, endurvinnsla sorps hefur
verið innleidd, leitað hefur verið leiða
til að finna gömlum byggingum nýtt
hlutverk og stór skref hafa verið tekin
til fegrunar umhverfis.
Það er mikill akkur í því fyrir
Djúpavogshrepp að vera fyrsti
Cittaslow bærinn á Íslandi og vinna
þar með mikilvægt brautryðjendastarf.
Það verður m.a. hlutverk þeirra
sem koma að verkefninu að kynna
hugmyndafræði Cittaslow innan
sveitar sem og á landsvísu en það þykir
nokkuð víst að fleiri bæjarfélög eiga
eftir að ganga í hreyfinguna á næstu
árum. Djúpivogur mun þá að öllum
líkindum gegna hlutverki Cittaslow
upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar á
landsvísu.
Cittaslow viðurkenning
Í byrjun marsmánaðar sl. var umsókn
Djúpavogshrepps um inngöngu í
Cittaslow hreyfinguna samþykkt
formlega þegar Gauti Jóhannesson
sveitarstjóri tók á móti viðurkenningu
úr hendi framkvæmdastjóra Cittaslow.
Athöfnin fór fram í Finnlandi og
þar með var Djúpavogshreppur
orðinn formlegur aðili að Cittaslow
hreyfingunni. Í Finnlandi hitti Gauti
m.a. fulltrúa nokkurra Cittaslow bæja á
Norðurlöndum en sérstakt samstarf er
milli þessara fámennu Cittaslow bæja
innan Norðurlanda. Gauti sagðist hafa
skynjað að það væru aðrar áherslur í
verkefninu í Skandinavíu en í suður
Evrópu, enda um að ræða ólík samfélög
og menningu.
Blaðamaður Austurlands hitti Gauta
á skrifstofu Djúpavogshrepps fyrir
stuttu og spurði hann nánar út í þetta
spennandi verkefni. Gauti segir að með
aðild sinni að Cittaslow hreyfingunni
sé Djúpavogshreppur að leggja áherslu
á að nýta tækifærin sem svæðið búi
yfir og um leið að hefja náttúru og
staðbundna menningu til vegs og
virðingar.
Hann segir það afar mikilvægt að
það takist að skapa gott samstarf milli
sveitarstjórnar, íbúa og fyrirtækja
og að samfélagið þurfi að vera
virkur þátttakandi í verkefninu.
Hugmyndafræði Cittaslow fellur vel
að þeirri stefnu sem sveitarfélagið
hafi sett sér en ekki síður vel að
andanum í sveitarfélaginu. Það þurfi
enginn að gera sér upp gestrisni eða
hlýlegt viðmót á Djúpavogi og þar
ríki samhugur og væntumþykja um
söguna og staðinn. Gauti sagði einnig
að þegar samfélagið hefði aðlagast
hugmyndafræðinni vel, gætu stofnanir
og fyrirtæki sótt um að fá Cittaslow
vottun, sem er mjög jákvætt t.d. fyrir
matvælaiðnaðinn.
Gauti sagði að nú í maí verði haldinn
fundur þar sem vinnuhópur á vegum
sveitarfélagsins muni leggjast yfir það
hvernig best sé að útfæra verkefnið.
Í haust verði síðan hafist handa við
að hleypa verkefninu af stokkunum
af fullri alvöru með markvissri
íbúakynningu og vinnusmiðjum.
Við innleiðingu Cittaslow í
Djúpavogshreppi verður lögð áhersla
á að stíga varlega til jarðar, vinna í
anda snigilsins, hægt og rólega -með
árangursríkum hætti í sátt við íbúana.
Búið er að kynna Cittaslow á heimasíðu
sveitarfélagins. BSBrammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Legur og drifbúnaður
Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi
djúpivogur
Pier Giorgio oliveti framkvæmdastjóri afhendir Gauta viðurkenningarskjal Cittaslow.