Austurland - 16.05.2013, Síða 11

Austurland - 16.05.2013, Síða 11
Hvað er jafnrétti? Austurland hefur frá upphafi verið í samstarfi við Tengslanet Austfirskra Kvenna (TAK) um kynningu á konu mánaðarins sem valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá. Einhverjir kunna að hafa velt fyrir sér af hverju ekki karl mánaðarins o.fl. Okkar markmið hefur verið að taka þátt í því að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í fjölmiðlum. En hvað er jafnrétti? Þátttaka kvenna í samfélaginu er oftar en ekki falin, t.d. innan skóla- og heilbrigðiskerfis þar sem ábyrgð byggir á trúnaði, ekki viðurkenningu samfélagsins. Fjölmiðlar beina athygli sinni að ímynd hinnar fullkomnu konu fremur en verkum og viðfangsefnum kvenna. Markaðurinn fyrir megrunarkúra, sjálfshjálparnámskeið, menningu og endurmenntun samanstendur að stórum hluta af konum sem vilja læra, upplifa, breyta og bæta. Konur eru oftar skilgreindar sem ákveðin tegund fólks í fjölmiðlum á meðan karlar sleppa oftast við þessa áráttu fyrir utan lífseiga ímynd (fordóma) hellisbúans. En jafnrétti snýst ekki um sérstakar ívilnanir til kvenna, það snýst um jafnrétti í raun, einnig fyrir karla. Þegar horft er til stöðu kvenna í veröldinni í dag þá virðist þeim almennt ganga vel að fóta sig í síbreytilegu samfélagi sköpunar og þekkingar. Sé horft til karlmanna þá blasa við ákveðnir erfiðleikar, í skólunum eiga drengir oftar í erfiðleikum en stúlkur, karlmenn fremja fleiri glæpi en konur og aðalleikendurnir í hruninu voru karlar. Þrátt fyrir framþróun jafnréttismála þá virðist sem veröldin verði stöðugt kynjaskiptari, karlar eru orðnir sjaldséðir í kennarastétt, þeim fer fækkandi í þjónustustörfum og margir eru enn í aukahlutverki á heimilunum. Á meðan þátttaka karla í innviðum samfélagsins fer minnkandi þá verða þeir meira áberandi í fjölmiðlum sem eru yfirfullir af fréttum af körlum á verðbréfamarkaði, í skemmtanaiðnaði, í fótboltanum og í stjórnmálunum. Í bók Gunnars Hersveins um þjóðgildin fjallar hann um karllæg og kvenlæg gildi. Kvenlæg gildi eru m.a. samvinna, skilningur, umhyggja, sköpun, innsæi, þolinmæði og hlutlægni á meðan karllæg gildir eru skilvirkni, völd, árangur, regluveldi, íhaldssemi, agi og formfesta. Á meðan konur áttu að tileinka sér dyggðir á borð við trú, von, kærleika, þakklæti, iðni, auðmýkt og virðingu þá var horft til þess að karlar tileinkuðu sér dyggðir á borð við heiðarleika, forystu, hugrekki, stefnufestu og ábyrgð. Yfirleitt er ekki ætlast til þess að karlar tileinki sér kvenlægar dyggðir né að konur tileinki sér karllægar dyggðir. En hvað er þá jafnrétti og hvernig náum við því? Skilning manna á jafnrétti má til að mynda finna í stjórnarskrám, að allir menn séu fæddir jafnir og að öllum lýðræðissamfélögum beri að stuðla að því að allir menn hafi tækifæri til að þroskast og leita hamingjunnar. Af hverju eru staðalmyndir kynjanna enn við lýði? Er ef til vill hætt við því að við munum lifa í kynlausri veröld ef þessir meintu Skemmtileg og fjölbreytileg fjölskylduhelgi í Grímsey 31. maí – 2. jún í! Hvernig væri að koma til Grímseyjar og eyða þar skemmtilegri helgi?  Ratleikur  Bjargsig  Harmonikkuspil og söngur úti á fæti  Sjómannadagskrá við höfnina  Leikir á fótboltavellinum  Sjávaréttahlaðborð að hætti eyjaskeggja  Idolkeppni fyrir yngri kynslóðina  Dansleikur  Listaverkagerð við höfnina í umsjón Bildu listakonu Norlandair ýgur til eyjarinnar alla dagana. Ferjan Sæfari kemur frá Dalvík á föstudeginum og aftur á mánudeginum. Hægt er að bóka gistingu á gistiheimlinu Básum í síma 467-3103 eða á gagga@simnet.is og hjá Gallerí Gullsól í síma 467-3190 eða á idajons@simnet.is. Einnig er hægt að gista á tjaldstæði við félagsheimilið Múla. Upplýsingar í síma 898 2058 (Unnur) og 861 1813 (Hulda Signý) Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir starf eigna- og fram- kvæmdafulltrúa laust til umsóknar Eigna- og framkvæmdafulltrúi hefur umsjón og eftirlit með öllum fasteignum Fjarðabyggðar og heldur utan um viðhalds- og nýframkvæmdir sveitarfélagsins í samvinnu við mannvirkjastjóra. Helstu verkefni: • Gerð útboðs- og verklýsinga vegna framkvæmda. • Skipulagning og eftirlit með framkvæmdum,hönnun- og byggingastjórn vegna nýframkvæmda og viðhalds- verkefna. • Gerð skammtíma- og langtímaáætlana.. Æskilegt er að viðkomandi hafi: • Verkfræði, tæknifræði eða sambærileg menntun á háskólastigi. • Reynslu af og þekkingu á fasteignamálum sveitarfélaga og á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni. •Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum LN við við- komandi stéttarfélag. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna og gott er ef viðkomandi getur hafið störf með stuttum fyrirvara. Allar frekari upplýsingar veitir Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri, í síma 470 - 9019. Umsóknir skulu sendar á netfangið gudmundur.eliasson@fjardabyggd.is merkt eigna- og framkvæmdafulltrúi Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2013. Framhald bls.12

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.