Austurland - 16.05.2013, Blaðsíða 12

Austurland - 16.05.2013, Blaðsíða 12
karl- og kvenheimar renna saman? Líkast til er það vegna síðastnefndu spurningarinnar sem við erum enn að gæla við staðalmyndir kynjanna, en eigum við að láta óraunhæfar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika standa í vegi fyrir þroska fólks? Er ekki mikilvægt að við ræðum og ályktum um hvaða gildi og dyggðir skipta okkur mestu máli í dag? Eru það ef til vill gildi og dyggðir sem geta orðið okkur leiðarljós í átt að friði og sjálfbærni? Getur ekki verið að til að nálgast markmið um frið og sjálfbærni þá þurfum við e.t.v. að rækta til jafns auðmýkt og valdsækni, þolinmæði og hugrekki, sköpunargáfu og þörf fyrir formfestu svo eitthvað sé nefnt? Gildi samfélagsins þurfa að vera sameign okkar allra og til þess að þroska þau er mikilvægt að allir taki þátt í opinberri umræðu sem oftar en ekki virðist vera vígvöllur andstæðra sjónarmiða, ekki sátta og lausna Urðunarsvæði við Bakkafjörð, Langanesbyggð Tillaga að deiliskipulagi fyrir urðunarsvæði á Bakkafirði, Langanesbyggð, auk umhverfisskýrslu auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Um er að ræða 3.75 ha svæði norðaustan þéttbýlisins á Bakkafirði en með deiliskipulaginu er þar gert ráð fyrir áframhaldandi rekstri urðunar-, námu og geymslusvæði. Skipulagstillagan er gerð með fyrirvara um staðfestu og gildistöku Aðalskipulags Langanesbyggðar 2007-2027. Tillagan verður til sýnis frá og með þriðjudeginum 14. maí 2013 til miðvikudagsins 26. júní 2013 á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í anddyri skrifstofunnar að Skólagötu 5 á Bakkafirði. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins: – www.langanesbyggd.is – Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist umhverfis-, skipulags- og bygginganefnd eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 26. júní 2013. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Langanesbyggðar Auglýsing deiliskipulagstillögu og umhverfisskýrslu Tölvulesum flestar tegundir bíla Bosch þjónusta OPIÐ 8-18 MÁNUD. - FIMMTUD. 8-17 FÖSTUD. / OPIÐ Í HÁDEGINU Bílaverkstæði Austurlands Miðási 2 - 700 Egilsstöðum S. 470-5070 / www.bva.is Strandhreinsun skáta í Stapavík Þann 11. maí stóð skátafélagið Héraðsbúar fyrir strandhreinsun á gönguleiðinni út í Stapavík. Mættir voru 74 sjálfboðaliðar en veðrið lék við mannskapinn og vonandi er vetur konungur kominn í sumarfrí. Tíndir voru um 16 rúmmetrar af rusli sem skolað hafði á land. Vel heppnaður dagur endaði með grilli auk þess sem þeir yngstu busluðu í sjónum. Hreinsunin er liður í umhverfisverkefni sem elsti hópur Héraðsbúa tekur þátt í ásamt 20 ríkjum í Bandaríkjunum og 20 löndum víðsvegar um heiminn en skátarnir vinna sitt verkefni með skátum frá Ohio. Þann 5. júní munu 18 skátar (15 krakkar og 3 fullorðnir) leggja leið sína til Ohio til að taka þátt í strandhreinsunarverkefni og snúa aftur heim 14. júní. Það er Alcoa Foundation sem styrkir Wagggs (heimsbandalag kvenskáta) í þessu verkefni. Skátar vilja hvetja fólk til að hugsa sig aðeins um áður en það hendir rusli á víðavangi og á hafi úti. Við verðum öll að huga betur að náttúrunni okkar. Þórdís Kristvinsdóttir Félagsforingi Héraðsbúa Austfirskar krásir á matvæladegi Austfirskar Krásir, klasasamstarf m a t v æ l a f r a m l e i ð e n d a , veitingastaða og mataráhugafólks á Austurlandi, blása til viðburðar á Hótel Héraði fimmtudaginn 16. maí. Á Matvæladeginum munu matvælaframleiðendur Austurlands kynna sig og sínar afurðir. Boðið verður upp á léttar veitingar í anda fjórðungsins sem geta gefið gestum hugmyndir um notkun á austfirsku hráefni. Boðinu er beint til innkaupaaðila stofnana og fyrirtækja mötuneyta), ferðaþjónustuaðila og veitingahúsa. Nú fer í hönd ferðamannatími þar sem matur getur og á að gegna lykilhlutverki í upplifun ferðamannsins á Austurlandi. Viðburðinum er ætlað að vekja athygli fyrirtækja og stofnana á því framboði matvæla sem í boði er á Austurlandi. Dagskráin er sem hér segir: 16.00 Húsið opnar 17.00 Opnun - Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Austfirskra Krása 17.10 Matur í upplifun ferðamannsins - erindi frá Nýsköpunarmiðstöð 17.30 – 19.00 Kynning matvælaframleiðenda á Austurlandi Austfirskar Krásir hvetja veitingahús á svæðinu til þess að vekja athygli á austfirsku hráefni á matseðlum sínum í tengslum við Matvæladaginn. Unnið að hreinsun í Stapavík Stoltur hópur í lok dags 12 16. MAÍ 2013 Framhald bls.11 Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.