Austurland - 16.05.2013, Blaðsíða 14

Austurland - 16.05.2013, Blaðsíða 14
14 16. MAÍ 2013 Þjálfar skæruliða! Þóranna K. Jónsdóttir er kona með markmið. Markmiðið er að þjálfa upp öfluga íslenska skæruliða sem geta sigrað heiminn. Ekki með byssum og sprengjum, heldur með öflugri markaðssetningu! Þóranna hefur starfað við markaðs- og auglýsingamál fyrir stór fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis síðan upp úr aldamótum, en eftir að hafa komið að ráðgjöf hjá frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum, m.a. á vegum Frumkvöðlasetursins á Ásbrú, sá hún að minni fyrirtæki klikkuðu oftast á markaðsmálum. „Það er súrt að vita til þess að fólk sé með frábæra vöru eða þjónustu í höndunum, en það verði aldrei neitt úr neinu vegna þess að fyrirtækin klikka á markaðsmálunum – sem eru þó engir galdrar. Markaðsstarfið nær jú í viðskiptavinina og án þeirra er maður víst ekki lengi í rekstri,“ segir Þóranna. Minni fyrirtæki hafa ekki efni á að ráða starfsmann eða kaupa dýra markaðsráðgjöf til að bæta úr þessu og því hefur Þóranna, í samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja og frumkvöðla, þróað þjálfun í markaðsmálum sem veitt er á netinu. MáM þjálfunin (MáM stendur fyrir Markaðsmál á mannamáli) leiðir fólk í gegnum frumskóginn og fer skref-fyrir- skref í gegnum skýrt ferli sem leggur sterkan grunn að markaðsstarfinu og setur upp markaðskerfi sem viðkomandi getur svo fylgt áfram. „Ég líki þjálfuninni stundum við þekkta sænska húsgagnavöruverslun,“ segir Þóranna og brosir, „fólk fær tækin, tólin og leiðbeiningarnar en setur hlutina sjálft saman og þannig er hægt að hjálpa því á verði sem það ræður við”. MáM þjálfunin er sérstaklega hönnuð fyrir minni fyrirtæki sem ekki hafa mikið fjármagn á milli handanna. Þjálfunin byggist að miklu leyti á hugmyndafræði skæruliða- markaðssetningar sem gerir ráð fyrir að eyða heldur tíma, orku og hugmyndaflugi í markaðsstarfið heldur en peningum. „Ég stefni að því að framleiða fullt af markaðsskæruliðum!“ segir Þóranna. Á vef þjálfunarinnar, mam.is, má sjá meira um þjálfunina og þar á meðal ummæli nokkurra þeirra sem reynslu hafa af henni. Á mam.is/press má einnig finna frekari upplýsingar og myndir. Þóranna K. Jónsdóttir, MBA Sími 841 5800 - thoranna@mam.is Blaðið Austurland óskar eftir að komast í samband við íbúa sveitarfélaganna á Austurlandi sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlega sendið okkur tölvupóst á stefania@einurd.is eða hringið í síma 891-6677. vIlTU SeGjA þÍnA SkoðUn? Árbókarferð FÍ um Norðausturland Árbók Ferðafélags Íslands 2013 fjallar að þessu sinni um Vopnafjörð, Bakkafjörð og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllendi viðkomandi byggðarlaga er einnig lýst í árbókinni. Höfundur árbókarinnar er Hjörleifur Guttormsson. Efnt verður til árbókarferðar helgina 22.–23. júní nk. og verður höfundurinn fararstjóri. Þetta er 2 daga rútuferð frá Egilsstöðum norður um Vopnafjörð og árbókarsvæðið allt vestur í Öxarfjörð, upp á Hólsfjöll og til baka um þjóðveg 1 í Egilsstaði. Fyrri daginn er farið frá Egilsstöðum eftir komu morgunflugs frá Reykjavík og ekið um Hellisheiði. Áning og létt ganga á völdum stöðum í Jökulsárhlíð, Vopnafirði og Bakkafirði. Gisting á Ytra Lóni á Langanesi. Árbókarkynning og spjall um kvöldið. Síðari daginn er skroppið út að Heiði á Langanesi, síðan um Þórshöfn, vestur Þistilfjörð, til Raufarhafnar og út fyrir Sléttu. Komið við á Kópaskeri og stansað síðdegis í Ásbyrgi. Upp með Jökulsá að austan að Dettifossi. Viðkoma á Grímsstöðum og Biskupshálsi og síðan sem leið liggur í Egilsstaði fyrir síðasta flug suður. Hugsanlega má byrja rútuferð á Norðfirði kl. 8 að morgni og skila fólki þangað í lokin. Verð í ferðina er kr. 15.000 / 18.000 ( miðað við brottför frá Egilsstöðum ). Innifalið er rúta, gisting og fararstjórn. Tilboð í flug með Flugfélagi Íslands Reykjavík – Egilsstaðir – Reykjavík er kr. 26.300. Fólk hafi með sér svefnpoka og nestisbita fyrir báða dagana, en kostur gefst til að kaupa hressingu á Vopnafirði, og kvöldverð og morgunverð á Ytra- Lóni. Hugsanlega léttan miðdegisverð á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Ferðin er öllum opin. Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 2533 eða á netfangið fi@fi.is í síðasta lagi 20. maí. Fréttatilkynning Skeggjastaðakirkja í Bakkafirði er einn þeirra staða sem heimsóttir verða. Sauðaneshús á Langanesi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.