Fréttablaðið - 03.02.2015, Page 10
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 10
41 752 863MANSAL Á ÍSLANDI
Eygló Harðardóttir velferðarráð-
herra hefur áhyggjur af stöðu karl-
kyns fórnarlamba mansals. Lítil
sem engin úrræði virðast standa
fórnarlömbum mansals til boða
hérlendis eftir að Kristínarhúsi var
lokað. Þar var starfrækt úrræði
fyrir kvenkyns fórnarlömb man-
sals en eftir að því var lokað hefur
Kvennaathvarfið tekið við þeim
skjólstæðingum sem þurfa aðstoð.
Engin úrræði eru hins vegar í boði
fyrir karlkyns fórnarlömb mansals
eða börn.
„Karlar og börn eru líka fórnar-
lömb mansals. Það þarf að huga
sérstaklega að aðstöðu fyrir karla
og börn. Við höfum náttúrulega
aðstöðu fyrir börn fyrir tilstilli
barnaverndarnefndar sem er köll-
uð til þegar upp koma mál er varða
börn. En við höfum ekki haft sér-
staka aðstöðu fyrir karla. Ég tel
mikilvægt að það sé tekið á því,“
segir Eygló.
Fjölbreyttari mál
Eins og staðan er nú yrði leitað til
viðkomandi sveitarfélags eftir neyð-
araðstöðu vegna karlkyns fórn-
arlambs mansals. „Við mynd-
um reyna okkar besta í því að
tryggja örugga aðstöðu. Það yrði
fundin lausn á þessu en ég hef
haft áhyggjur af að við höfum
horft of mikið á að mansal sé
fyrst og fremst tengt konum. Við
höfum ekki horfst í augu við það
að mansal nær yfir miklu fjöl-
breyttari mál. Þetta eru miklu
margþættari vandamál en hafa
verið í umræðunni á Íslandi. Við
eigum að geta unnið þéttar saman
í þessum málum, við erum svo
lítil þjóð,“ segir hún.
Eygló segir að ef til vill verði
unnið að lausnum á vandanum í
nýrri aðgerðaáætlun til fjögurra
ára gegn ofbeldi í íslensku samfé-
lagi. „Í nýrri áætlun gegn ofbeldi
verður tekið á ofbeldi í heild. Við
erum að gera marga góða hluti en
þeir eru svolítið úti um allt. Við
ætlum að taka á ofbeldi í heild
sinni, í öllum sínum birtingar-
myndum og mansalsmál geta fall-
ið þar undir.“
Aðstoð til fórnarlamba
Nú er eitt ár eftir af þremur sem
áætluð voru til framkvæmda í
aðgerðaáætlun gegn mansali.
Í áætluninni eru skilgreindar 25
aðgerðir sem stuðla eiga að forvörn-
um gegn mansali, aðstoð og vernd
við fórnarlömb, árangursríkri rann-
sókn mansalsmála og samráði og
samstarfi þeirra aðila sem koma að
mansalsmálum. Þrjár aðgerðir eru á
ábyrgð velferðarráðuneytis og snúa
þær allar að því að aðstoða fórnar-
lömb mansals. Að tryggja að öllum
fórnarlömbum mansals standi til
boða líkamleg, félagsleg og sálræn
aðstoð óháð lögheimilisskráningu og
því hvort viðkomandi sé í lögmætri
eða ólögmætri dvöl. Tryggja öruggt
húsnæði fyrir öll fórnarlömb man-
sals og skoða möguleika á því að
þróa úrræði til að bæta félagslega
færni og andlega líðan.
Þurftu að tryggja fjármagn
Eygló tekur fram að aðgerðaáætlun
hafi verið komin á áður en hún tók
við embætti en telur upp það sem
gert hefur verið. „Það var gengið frá
samningi við Stígamót um rekstur
Kristínarhúss. Síðan var það niður-
staða Stígamóta að þær treystu sér
ekki lengur til að reka Kristínarhús
og vildu loka því. Í framhaldi þurft-
um við að tryggja fjármagn, bæði til
að efla starfsemi Stígamóta og líka
til að tryggja aðstöðu fyrir fórnar-
lömb, því varð úr að við sömdum við
Kvennaathvarfið. Við teljum að með
auknu fjármagni geti þær tryggt
sálgæslu og ráðgjöf.“
Alda Jóhannsdóttir aðstoðar-
lögreglustjóri segir engin úrræði
nýtast fórnarlömbum mansals.
Hún segir mikilvægt að úrræð-
in séu örugg og að starfsemin sé í
samræmi við þarfir fórnarlamba.
Eygló segir að þó að staðsetning-
in sé þekkt þá séu umtalsverðar
öryggisráðstafanir í Kvennaathvarf-
inu. „Þar eru myndavélar og annar
öryggisbúnaður. Starfsfólk Kvenna-
athvarfsins er vant því að bregðast
við því þegar ofbeldismenn reyna að
nálgast fórnarlömb sín.“
Fjármunir skiluðu sér ekki
Alls eru 8,3 milljónir áætlaðar í
kostnað vegna aðgerðaáætlunar.
Henni er skipt upp í fimm hluta:
Forvarnir, aðstoð og vernd fyrir
fórnarlömb mansals, rannsókn og
saksókn mansalsmála, samstarf og
samráð og mat á árangri. Kostnað-
ur er aðeins áætlaður á fyrsta hluta,
forvarnir, og lítið sem ekkert fjár-
magn fylgir áætluninni.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
segir ljóst að þeir fjármunir sem
áætlunin gerir ráð fyrir hafi ekki
skilað sér og því hafi þurft að
tryggja að þau úrræði og aðgerðir
sem nauðsynlegt er að ráðast í verði
framkvæmd á annan hátt. Hún
segir að því hafi verið ákveðið að
setja á fót stýrihóp sem raðaði verk-
efnum í forgang þrátt fyrir skort á
fjármunum. „Með því að nýta betur
þekkingu og reynslu þeirra aðila
sem koma helst að þessum málum
og jafnframt leita leiða til að tryggja
innleiðingu nauðsynlegra aðgerða
þrátt fyrir skort á fjármunum.“
Hún segir hlutverk stýrihópsins
að forgangsraða aðgerðum og koma
í framkvæmd í samráði við nauð-
synlega aðila. Kalla til samráðs þá
aðila sem hafi þekkingu og aðkomu
að mismunandi aðgerðum áætlun-
ar. Miðla þekkingu og halda utan
um tölfræði.
Kortleggja næstu skref
Ólöf segir stýrihópinn hafa verið
að kortleggja næstu skref og hvar
mesta þörfin sé á að byrja. „Sam-
dóma álit hópsins var að byrja
þyrfti á fræðslu og að nýta þá
þekkingu sem leynist innan stofn-
ana og samtaka. Var því sett á fót
sérstakt fræðsluteymi innan stýri-
hópsins. Ákveðið var að skipta
fræðslunni niður á landsvæði
þar sem mismunandi aðilar væru
leiddir saman í fræðslu og spjall,“
segir Ólöf, og segir frá því að búið
sé að halda fimmtán fræðslufundi
og 300 manns, meðal annars full-
trúar lögreglu, félagsþjónustu,
heilsugæslu og verkalýðsfélaga,
hafi sótt fræðslu teymisins. „Á
fræðslufundunum er farið yfir
helstu einkenni mansals, sagt frá
ýmsum dæmum og mögulegum
úrræðum. Tilgangur þessara
fræðslufunda er einnig að þessir
aðilar búi síðan til sitt viðbragðs-
teymi sem hægt sé að leita til ef
mansalsmál koma upp á svæðinu.“
Vill mennta dómara og lögreglu
Ólöf segist vilja auka tækifæri
lögreglumanna og dómara til
menntunar á þessu sviði. „Mig
langar til að það komi fram að í
mínum huga eru þetta ekki óyfir-
stíganleg mál. Við höfum kerfi
sem hægt er að vinna með og
bæta. Vilji minn er að auka tæki-
færi lögreglumanna og dómara til
menntunar á þessu sviði, það er í
samræmi við það sem ég hef áður
sagt. Að því verður unnið.
Almennt um fræðsluátakið
sem staðið hefur verið að er það
að segja að hluti af því er að upp-
lýsa mismunandi hópa um mála-
flokkinn og skapa tengslanet
innan kerfisins. Í þessu eins
og öðru skiptir fræðsla og upp-
lýsing gífurlega miklu máli. Að
því hefur verið unnið og að því
stefnum við áfram.“
Telur vanta úrræði fyrir karlmenn
Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt
hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. Ólöf Nordal innanríkisráðherra forgangsraðar verkefnum vegna fjárskorts.
VANTAR ÚRRÆÐI FYRIR KARLA Velferðarráðherra segir að tryggja þurfi úrræði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals. NORDICPHOTOS/GETTY
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
ÓLÖF NORDAL
Í október 2012 fjallaði Fréttablaðið um það að
lögregla hefði til rannsóknar mál er varðaði grun
um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni.
Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess
efnis í febrúar sama ár að hún og fleiri Kínverjar
hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna
á nuddstofum í eigu konu að nafni Lina Jia og
eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd
réttmæt laun. Konan hafði verið á Íslandi í fjögur ár
og sagðist hafa unnið fyrir Linu í 14-15 klukkutíma
á dag á nuddstofunni, auk þess að bera út blöð og
vinna við fasteignir víða um borgina sem hjónin
höfðu keypt.
Í bréfinu sagði hún að kínverskur maður væri hjá
Linu og eiginmanni hennar. Vegabréf hans hefði
verið tekið af honum, hann læstur inni og bannað
að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom
til landsins til þess að vinna á nuddstofunni.
Í bréfinu óskaði hún eftir því að málið yrði skoðað
og reynt að bjarga manninum.
Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni
á nuddstofunni hjá Linu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að
greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en
hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun.
GRUNUR UM MANSAL Á NUDDSTOFU
NUDDSTOFA LINU JIA
Kínverskur maður lýsti dvöl
sinni eins og fangelsisvist.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjanabjorg@frettabladid.is
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · hekla.is
BREMSAÐU AF ÖRYGGI
20%
AFSLÁTTUR
BREMSUVÖRUR OG
BREMSUVINNA VIÐ
HEKLUBÍLA
Renndu við hjá HEKLU við Laugaveg og við skiptum um bremsuklossa/bremsudiska
á meðan þú bíður.
Hjá HEKLU er óþarfi að panta tíma fyrir smærri viðgerðir. Ef þú vilt ekki bíða skilur þú
bílinn eftir hjá okkur og við skutlum þér þangað sem þú vilt fara – og sækjum þig aftur!
Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn ungum manni sem
var gripinn í Leifsstöð með metamfetamínbasa í flösku í október 2013.
Samkvæmt traustum heimildum Fréttablaðsins hafði honum verið lofað
vinnu eftir innflutninginn og var hann álitinn vera fórnarlamb mansals. Að
undanförnu hefur lögreglan unnið eftir þeirri hugmyndafræði að rannsaka
fíkniefnamál með það í huga hvort mansalsþáttur sé til staðar eða ekki. Í
máli mannsins þóttu sterkar líkur á því.
Maðurinn var settur í gæsluvarðhald og seinna fyrir dómi útskýrði
hann að hann hefði hent flöskunni í gólfið vegna hræðslu og streitu. „Ég
hugsaði ekki skýrt og veit ekki hvers vegna ég gerði þetta. Djöfullinn var í
mér,“ sagði hann. Maðurinn fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm.
Sterkar líkur á mansali
Karlar og börn
eru líka fórnar-
lömb mansals. Það
þarf að huga
sérstaklega að
aðstöðu fyrir karla
og börn. Við höfum
náttúrulega að-
stöðu fyrir börn
fyrir tilstilli barna-
verndarnefndar
sem er kölluð til
þegar upp koma
mál er varða börn.
En við höfum ekki
haft sérstaka
aðstöðu fyrir karla.
Eygló Harðardóttir,
velferðarráðherra
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
9
C
-C
3
3
0
1
3
9
C
-C
1
F
4
1
3
9
C
-C
0
B
8
1
3
9
C
-B
F
7
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K