Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 13

Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2015 | SKOÐUN | 13 Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun vara- manns Framsóknar og flugvallarvina í mann- réttindaráð Reykjavíkur- borgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagn- rýna borgarstjórnar- meirihlutann fyrir. Það er ótækt að full- trúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgar- stjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skip- un með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórn- arfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi full- trúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða mað- urinn sem skipa átti. Það er ein- faldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þann- ig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýð- ræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavík- ur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagn- rýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýst- an andstæðing réttinda minni- hlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mann- réttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörð- un. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrik- að þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgar- stjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka. Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svip- uðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlut- inn gæti stýrt á þann hátt hverj- ir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórn- málaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitísk- ar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meiri- hlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með póli- tíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima. Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans Svarbréf til Þór- hildar Egilsdóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborg- ar. Árið 2006 fóru þrír einstakling- ar sem notuðu Ferðaþjónustu fatlaðra á höf- uðborgarsvæð- inu frá Sjálfs- bjargarhúsinu niður að Reykja- víkurtjörn. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessir þrír einstaklingar voru búsettir í þrem- ur sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu og það komu því þrír bílar hver frá sínu sveitarfélaginu að sækja þá. Eftir þetta skraut- lega atvik bentum við í Sjálfsbjörg sveitarfélögunum á þetta og vorum ávallt tilbúin að vinna að úrlausn að bættri þjónustu. Aldrei fórum við fram á að þjónustan yrði boðin út! Í framhaldi af þessari ábendingu var stofnaður starfshópur á vegum SSH (Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu) sem skilaði af sér skýrslu þann 19. ágúst 2011 þar sem lögð var til samvinna um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim hópi sat hvorki fulltrúi frá Sjálfsbjörg né fulltrúi frá öðrum hagsmuna- félögum. Annar vinnuhópur var skipaður af SSH sem hélt áfram þessari vinnu frá 1. mars 2012 og enn var ekkert samráð haft við Sjálfsbjörg né önnur hagsmuna- félög. Eftir að starfs- og vinnuhóp- ar SSH luku sinni vinnu var haft s a mba nd v ið verkfræðistof- una Verkís um að kanna hag- kvæmni þess að bjóða ferða- þjónustuna út. Verkís skilaði af sér skýrslu um málið þann 23. maí 2012. Þar lagði Verkís til að samdar yrðu sam- eiginlegar reglur um þjónustuna fyrir allt höfuð- borgarsvæðið á grundvelli laga um málefni fatl- aðra og leiðbeininga frá velferðar- ráðuneytinu. Ári seinna, eftir fund hagsmunasamtaka og Verkís, var lagt til að farið yrði í forval um aðila sem gætu tekið að sér akstur- inn. Eftir þetta var verkefni Verkís lokið og byrjaði Strætó ásamt VSÓ ráðgjöf að semja útboðsgögn til að bjóða þjónustuna út. Þann 20. júní 2013 var rætt um stöðu útboðsmála á fundi velferðar- ráðs og í framhaldi var eftirfarandi minnisblað sent til Sjálfsbjargar og annarra hagsmunafélaga: „Í minnisblaði fjármálastjóra velferðarsviðs um stöðu útboðs- mála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks þar sem fram koma tillögur starfs- hóps Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu segir að drög að reglum hafi verið unnin í samráði við hagsmunasamtök. Í gögnum er ekkert sem getur staðfest umrætt samráð. Því er óskað eftir form- legri umsögn hagsmunaaðila. Jafn- framt er óskað eftir greiningu vel- ferðarsviðs á því hvaða breytingar yrðu miðað við núverandi reglur ef tillögur starfshóps SSH yrðu að veruleika.“ Ekki ásættanlegt Í kjölfarið sendum við hjá Sjálfs- björg inn umsögn þar sem lagt var til að úttekt yrði gerð á núver- andi þjónustu og að notendur yrðu spurðir álits, enda eru það þeir sem hafa reynslu af slíkri þjónustu og vita hvar er hægt að bæta hana. Ekkert var gert með þá umsögn og þjónustukönnun var aldrei gerð. Því skiljum við ekki hvernig hægt er að tönnlast á því að sam- ráð hafi verið haft við notendur og hagsmunafélög þegar ekkert er því til stuðnings. Enn þann dag í dag hefur Reykjavíkurborg ekki sýnt nokkurn áhuga á að vinna með hagsmunafélögunum, þó þess hafi verið óskað bæði af okkur og minnihluta borgarstjórnar. Þetta eru því ekki ásættanleg vinnu- brögð sem hafa verið stunduð í þessu máli. Við skorum því á borgarstjórn og velferðarráð að stofna samráðs- hóp með fulltrúum allra hagsmuna- félaga, kjörnum fulltrúa frá öllum sveitarfélögunum sem koma að þessu verkefni ásamt starfsmönn- um viðkomandi ráða, fulltrúa frá Strætó, Hópbílum, minni verktök- um og bílstjórum til að reyna að koma þessari þjónustu í rétt horf og halda henni gangandi. Ferðaþjónusta fatlaðra – Rétt skal vera rétt SAMGÖNGUR Andri Valgeirsson málefnafulltrúi Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður/ málefnafulltrúi f.h. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra Frá grunni að viðurkenndum bókara Það hefur vakið athygli hversu margir nemendur okkar hafa fengið vinnu eftir að hafa lokið bókhaldsnámi. Viðurkennt bókaranám er bæði skemmtileg og krefjandi námsbraut sem býr nemendur undir próf sem leiðir til vottunar frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem Viðurkenndur bókari. Helstu námsgreinar Verslunarreikningur - 24 stundir Excel-töflureiknir - 30 stundir Bókhald - 36 stundir Tölvubókhald í Navision - 54 stundir Excel við áætlanagerð - 30 stundir Launakerfi - 18 stundir Lánardrottnar og viðskiptamenn - 15 stundir Fyrningar - 15 stundir Virðisaukaskattur - 9 stundir Lán - 21 stundir Gerð og greining ársreikninga - 36 stundir Lokaverkefni - 24 stundir Skattaskil - 18 stundir Reiknishald, viðbætur - 36 stundir Upplýsingatækni, viðbætur - 6 stundir Upprifjun fyrir próf - 42 stundir Lengd námskeiðs: 2-3 annir - 414 kennslustundir Verð: 384.000 kr. (hægt er að dreifa greiðslum) Næstu námskeið: Morgunnámskeið: 18. feb. 2015 - 30. maí 2016 Kvöldnámskeið: 17. feb. 2015 - 30. maí 2016 Síðdegisnámskeið: 9. mars. 2015 - 30. maí 2016 VIÐURKENNT BÓKARANÁM Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@ visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. ➜ Því skiljum við ekki hvernig hægt er að tönnlast á því að samráð hafi verið haft við notendur og hags- munafélög þegar ekkert er því til stuðnings. ➜ Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólítískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. STJÓRNMÁL Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 9 C -B 9 5 0 1 3 9 C -B 8 1 4 1 3 9 C -B 6 D 8 1 3 9 C -B 5 9 C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.