Fréttablaðið - 03.02.2015, Page 18
FÓLK|HEILSA
Rauðkál er afar hollt og það er
hægt að nota í salat, í taco-rétti
og svo má sneiða það niður í skál
og borða sem nasl. Ekki skemmir
hversu litfagurt það er. Í þessum
fallega rauða lit eru adoxunarefni
sem gera líkamanum mjög gott.
Mælt er með því að borða rauð-
kál og annað kál að minnsta kosti
þrisvar í viku.
KÚSKÚS-SALAT MEÐ RAUÐKÁLI
Kúskús er lagað eftir leiðbeining-
um á umbúðum. Gott er að bæta í
vatnið safa úr einni sítrónu, tveim-
ur matskeiðum af góðri ólífuolíu,
tveimur msk. af hvítvínsediki,
pipar og fersku timíani.
Þegar kúskúsið er tilbúið er
gott að hræra í því með gaffli og
setja á fat. Þá er hálft rauðkáls-
höfuð skorið smátt niður og sett
yfir. Hálfur rauðlaukur afhýddur
og sneiddur, 12 vínber og fjögur
niðurskorin grænkálsblöð sett út
í. Sjóðið þrjú egg í átta mínútur
og kælið síðan í köldu vatni.
Setjið eggjabáta út í salatið.
Hrærið saman í dressingu einni
tsk. af sætu sinnepi, einni msk. af
hvítvínsediki og smávegis pipar,
hellið yfir salatið. Ristið furuhnet-
ur á þurri pönnu og dreifið yfir í
salatið.
Þetta salat er hollt og gott.
Það gæti verið eitt og sér sem
hádegisverður eða sem meðlæti,
til dæmis með góðum fiski.
HOLLUSTA Í
HVERJUM BITA
Það er alltaf verið að segja okkur hvað grænmeti
sé hollt og gott. Flestir vita að kál er mikil heilsu-
bomba. Ferskt rauðkál inniheldur sex sinnum meira
C-vítamín en aðrar káltegundir.
HEILBRIGÐI Kroppurinn þarf vítamín yfir vetrarmánuðina. Rauðkál er stúfullt af C-
vítamíni svo það ætti að vera oft á borðum. NORDICPHOTOS/GETTY
Heimafæðingum hefur fjölgað hratt frá aldamótum en engar rannsóknir hafa
farið fram um útkomu þeirra hér
á landi. „Við vildum því kanna
stöðuna og upplýsa konur um
þennan valkost,“ segir Berglind,
sem er höfundur rannsóknarinn-
ar: Útkoma fyrirfram ákveðinna
heimafæðinga og sjúkrahúsfæð-
inga á Íslandi 2005-2009. „Verið
er að rannsaka heimafæðingar í
meiri mæli um allan heim og þessi
rannsókn okkar er hluti af sam-
norrænu átaki til að kanna stöðu
heimafæðinga á Norðurlöndum,“
útskýrir hún.
BLÆÐING ÓLÍKLEGRI
Berglind skoðaði mæðraskrár
kvenna sem höfðu fætt heima á
þessum tíma og bar saman við
heilbrigðar konur sem höfðu fætt
á sjúkrahúsi. „Helstu niðurstöð-
urnar eru að í fæðingum sem hefj-
ast sem fyrirfram ákveðnar heima-
fæðingar eru marktækt minni líkur
á inngripi eins og hríðarörvandi
lyfjum og mænurótardeyfingu. Þá
eru konurnar síður líklegar til að
fá alvarlega blæðingu eftir fæð-
ingu,“ segir Berglind og tekur fram
að þessi hlutir virðist tengjast.
„Inngripin tengjast hverju öðru og
auka einnig líkurnar á alvarlegri
blæðingu.“
HEIMAFÆÐINGARUMHVERFIÐ
HEFUR ÁHRIF
Berglind og samhöfundar hennar
töldu nokkrar ástæður geta legið
að baki þessum niðurstöðum.
„Mikið hefur verið rætt um að
sjúkrastofnanir hafi tilhneigingu
til að ofnota inngrip fyrir hraustar
konur. Þetta verklag og stofnana-
menning getur verið hluti af
vandamálinu,“ segir Berglind en
telur að fleira liggi að baki. „Önnur
útskýring gæti verið sú að eitt-
hvað í fæðingarferlinu gangi öðru-
vísi fyrir sig heima en á sjúkrahúsi
og það eru vísbendingar í okkar
rannsókn um að svo sé. Til dæmis
er fyrsta og lengsta stig fæðingar,
útvíkkunartímabilið, marktækt
styttra í heimafæðingum. Það
bendir til þess að eitthvað í
heimafæðingarumhverfinu geri að
verkum að fæðingar gangi betur
og því eðlilega minni þörf á inn-
gripum,“ lýsir hún.
Þriðji þátturinn gæti einnig spil-
að inn í. „Við getum ekki leiðrétt
fyrir sjálfvali hópa. Hugsanlega
hafa konur sem velja heimafæð-
ingu önnur viðmið og sjónarmið
en konur sem velja sjúkrahús-
fæðingu. Kannski hafa konur sem
velja að fæða á sjúkrahúsi jákvæð-
ara viðhorf til verkjastillingar og
annarra inngripa og noti þau þess
vegna meira, sem aftur hefur áhrif
á blæðinguna,“ segir Berglind.
Þennan þátt mun hún rannsaka
áfram í annarri rannsókn sem hún
er að fara af stað með um þessar
mundir.
ENGINN MUNUR Á HEILSU
BARNANNA
Berglind skoðaði fleiri þætti á
borð við tíðni keisarafæðinga og
áhaldafæðinga. „Í erlendum rann-
sóknum hafa þessi inngrip verið
marktækt færri í heimafæðingum
en þann mun sjáum við ekki á Ís-
landi. Við teljum ástæðuna vera þá
að á Íslandi sé almennt mjög lág
tíðni keisarafæðinga og áhalda-
fæðinga miðað við önnur lönd.“
Einnig voru skoðaðar breytur
sem snúa að börnunum sjálfum.
„Við sáum engan mun á útkomu
barnanna hér á landi. Slíkur
munur finnst þó í sumum löndum
og fer eftir því hvernig þjónust-
an er veitt í hverju landi,“ segir
Berglind. Í þeim löndum þar sem
heimafæðingarþjónusta er partur
af grunnþjónustu komi börnin jafn
vel út í heimafæðingum og sjúkra-
húsfæðingum. „Í rannsóknum
í Bandaríkjunum hefur útkoma
barna sem fæðast heima hins
vegar gjarnan verið slæm þar sem
heimafæðingar eru ekki samtengd-
ar sjúkrahúsþjónustunni.“
■ solveig@365.is
FÆRRI INNGRIP Í HEIMAFÆÐINGUM
RANNSÓKN Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og doktorsnemi, hefur gert rannsókn á útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga.
Minni líkur eru á inngripi í heimafæðingum en enginn munur er á heilsu barna eftir því hvort þau fæðast heima eða á sjúkrahúsi.
HEIMA Heimafæðingum hefur fjölgað hratt frá aldamótum. Rannsókn Berglindar gefur kon-
um upplýsingar um útkomu heimafæðinga sem þær geta notað til að taka upplýsta ákvörðun
um val á fæðingarstað.
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
9
C
-E
5
C
0
1
3
9
C
-E
4
8
4
1
3
9
C
-E
3
4
8
1
3
9
C
-E
2
0
C
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K