Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 19

Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Reynsluakstur Opel Corsa Hættulegustu og öruggustu bílarnir Porsche 3 ár á undan sölumarkmiðum McLaren endurnýjar kynnin við Honda BÍLAR L ítið sem ekkert er að marka niðurstöður mælinga á mengun frá nýjum dísilbíl- um, hvorki fólks- né vöru- bílum. Evrópuráðið ýtir því á að nýjar reglur um þess- ar mælingar verði lögfest- ar hið bráðasta. Nýju reglurnar eiga að tryggja það að mælingarnar, sem bílaframleiðendur sjálfir sjá um, gefi rétta mynd af mengun frá bílunum í raunverulegri notkun sem þær alls ekki gera nú. Sumir bílaframleiðend- urnir þumbast hins vegar við og vilja fá lengri aðlögunartíma. Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda hefur vakið athygli á þessu í grein á vef sínum. Sjöfalt meiri mengun Kirsten Brosbøl, umhverfisráðherra Danmerkur, hefur mælst til þess að að dönsku fulltrúarnir í bílanefnd Evrópuráðsins greiði atkvæði með innleiðingu nýju reglnanna sem átti sér stað 26. janúar síðastliðinn, á næsta fundi nefndarinnar. Sérstak- ar rannsóknir og prófanir hafa leitt í ljós að útblástur natríumoxíðsam- banda (NOx) frá nýjum dísilbílum er að meðaltali sjöfalt meiri í raunveru- legri notkun bílanna heldur en hann má vera samkvæmt reglum. Þetta þýðir einfaldlega það að flestir dís- ilbílar sem fengið hafa gerðarviður- kenningu í seinni tíð hefðu alls ekki með réttu átt að fá hana, en fengu hana vegna þess að mælingaaðferð- ir sem beitt var voru rangar og gáfu kolrangar niðurstöður. Danir þrýsta á nýjar reglur Þess vegna vill danski umhverfisráð- herrann, Kirsten Brosbøl, að ný mæl- ingaaðferð og -tækni verði lögfest hið allra fyrsta svo að bílaframleið- endur geti brugðist sem fyrst við og ERU MENGUNARMÆLINGAR DÍSILBÍLA TÓM TJARA? Evrópusambandið krefst nýrra og marktækra mæliaðferða á mengun frá nýjum dísilbílum. Margir vilja losna við dísilbíla. endurbætt bílana og vélarnar þann- ig að mengunin frá þeim verði innan settra marka. Nokkrir bílaframleið- endur telja það ómögulegt og hafa óskað eftir lengri aðlögunartíma. Í tillögum að nýjum mælingareglum og -aðferðum segir að mælingarn- ar skuli framvegis sýna NOx-meng- un frá nýjum bílum í raunverulegri notkun. Allir dísilknúnir fólks- og vörubílar sem sótt er um gerðarvið- urkenningu fyrir í Evrópu skuli í mengunarpróf og standast lágmarks- kröfur laga og reglna áður en gerðar- viðurkenning fæst. Frakkar vilja losna við dísilbíla Frakkar hafa vaknað upp við vondan draum hvað mengun frá dísilbílum áhrærir og nýjar niðurstöður um mengun þeirra hefur orðið til þess að ríkisstjórn Frakklands hefur tekið til þess ráðs að skattleggja dísilbíla helst út af markaðnum. Markmið lagasetningarinnar er greinilega á þá lund að losna við dísilbíla af götum Frakklands, en á undanförnum árum hafa hátt í 80% allra nýrra seldra bíla þar í landi verið með dísilvélum, sökum lítillar eyðslu þeirra. Borgar- stjóri London, Boris Johnson, hefur einnig skorið upp herör gegn dísilbíl- um og reyndar í leiðinni notkun allra bíla í borginni. Johnson hefur lagt til að breska ríkið greiði eigendum dís- ilbíla allt að 2.000 pund ef þeir skipta úr dísilbíl í bensínbíl. Það gæti hins vegar kostað breska ríkið 300 millj- ónir punda og því stendur tillaga hans í mörgum. Skemmst er að minn- ast þess að Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur nýverið skilgreint út- blástur frá dísilbílum krabbameins- valdandi og það með óyggjandi hætti, en ekki sem líklegum krabbameins- valdi. Ríkisstjórn Frakklands hefur tekið til þess ráðs að skatt- leggja dísilbíla helst út af mark- aðnum. ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 9 C -E 5 C 0 1 3 9 C -E 4 8 4 1 3 9 C -E 3 4 8 1 3 9 C -E 2 0 C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.