Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 40

Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 40
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Söru McMahon Claudia Schiffer hefur gengið til liðs við prjónavörufyrirtækið Tse. Saman ætla þau að fram- leiða fyrstu tímalausu prjóna- vörulínu fyrirsætunnar. Um er að ræða línu með sautján kasmír- og ullarblönduvörum, þar á meðal kjóla, peysur og buxur. Innblást- urinn var fenginn úr ljósmyndum sem David Hockney tók á áttunda áratugnum. Einnig minnir línan á uppvöxt hinnar 44 ára Schiffer í Þýskalandi, auk þess sem áhugi hennar á heimili sínu í ensku sveitinni veitti henni innblástur. Schiff er með prjónalínu CLAUDIA SCHIFFER Ofurfyrirsætan hefur gengið til liðs við fyrirtækið Tse. NORDICPHOTOS/GETTY Fjórir kjólar á tólf mínútum Söngkonan Katy Perry sá um skemmtiatriðið í hálfl eik Ofurskálarinnar á sunnudag. Atriðið þótti mjög vel heppnað en á þessum tólf mínútum sem hléið stóð klæddist söngkonan alls fj órum kjólum. Það var banda- ríski fatahönnuðurinn Jeremy Scott sem sá um að hanna kjólana. Hann er listrænn stjórnandi tískuhússins Moschino og vakti lína hans, sem innblásin var af McDonalds, mikla athygli í haust. ELDKJÓLLINN Fyrsti kjóllinn sem hún klæddist þegar hún kom inn á völlinn ríðandi á risastóru gullljóni var eld-pallíettukjóll. Innblásturinn að kjólnum er kominn frá Adidas-íþróttaskóm sem eru með eldvængjum og átti Perry hugmyndina að þeirri tengingu. Scott ætlaði upphaflega að setja vængi á kjólinn, en Perry vildi hafa eld. NORDICPHOTOS/GETTY CALIFORNIA GIRLS-BIKINÍ Kjóll númer tvö varð að passa undir kjól númer eitt. Scott hugsaði þetta eins og rússneskar babúskur, því Perry hafði aðeins tíu sekúndur til að skipta. Bikinítoppurinn var innblásinn af strandbolt- um sem passaði vel við lagið California Girls. HETTUPEYSUKJÓLL Scott sagði að þessi kjóll hefði verið erfiðastur, eins einfaldur og hann virtist. Þegar hann komst að því að hún ætti að rappa með Missy Elliott sagði hann ekki koma til greina að hún yrði í strandboltabikiníinu. Hann útfærði því þennan hettupeysukjól. Honum þurfti hann að breyta eftir generalprufuna þar sem hann lyftist of mikið upp í atriðinu. STJÖRNUKJÓLLINN Venjulega eru svona kjólar gerðir fyrir rauða dregilinn, en í þessu tilfelli þurfti að hugsa allt upp á nýtt, breyta rennilásnum og gera festingar fyrir vír á axlirnar. Kjóllinn var innblásinn af Barbie-dúkku og vildu þau hafa hann hálf teiknimyndalegan. Pallíetturnar voru stjörnulaga og sumar þeirra í lófastærð. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 6 8, 10:15 6 8 10:35 6, 9 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK m.a. BESTA MYND ÁRSINS Besti Leikari í aðalhlutverki - Bradley Cooper “THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR” “THE BEST FILM OF THE YEAR” “AN INCREDIBLY MOVING STORY” “AN INSTANT CLASSIC”“BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING” “A SUPERB THRILLER” “EXCEPTIONAL” INSPIRING “FASCINATING & THRILLING” B A S E D O N T H E I N C R E D I B L E T R U E S TO R Y O F A L A N T U R I N G T H E I M I T A T I O N G A M E BENEDICT CUMBERBATCH KEIRA KNIGHTLEY M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI TILNEFND TIL 8 ÓSKARSVERÐLAUNA m.a. Besta myndin - Besti leikari í aðalhlutverki Besta leikkona í aukahlutverki - Besti leikstjóri Í upphafi hvers nýs árs fer eitthvað að gerjast innra með mér; Einhver þörf fyrir því að skipuleggja frí og ferðalög í þaula – alveg niður í minnstu smáeindir. Uppkast að sumarfríinu 2015 situr svo gott sem tilbúið á skrif- borðinu heima og Word- skjöl með upplýsingum, umsögnum og heimilis- föngum gistiheimila og veitingastaða má finna í möppu í tölvunni minni. Að auki hef ég punktað hjá mér hvers kyns afþrey- ingu sem í boði eru á hverjum stað. MÉR nægir ekki að gera bara áætlun um allt sem viðkemur gistingu og skemmt- un áður en ég held af stað í fríið – mér liggur líka á að hafa samband við fólk sem ég þekki svo við getum sammælst um stefnumót. Það er næsta víst að maður nái fólki ef maður skipuleggur fundinn marga mánuði fram í tímann. Þið þekkið þetta öll, það á að grípa gæsina á meðan hún gefst! FERÐAFÉLAGARNIR taka misvel í þessa áráttu mína. Sumum álíka vel skipulögðum einstaklingum þykir þetta hið besta mál á meðan öðrum finnst ég setja þeim helst til of mikl- ar skorður í fríinu. Þeir einstakling- ar hafa engan skilning á þeim mörgu kostum sem fylgja því að vera búinn að ganga frá borðapöntun sex mánuði fram í tímann. ÉG viðurkenni þó fúslega að ég skil röksemdafærslu þeirra. Það er vissu- lega lítið svigrúm fyrir hvatvísi þegar maður þarf að halda ströngu pró- grammi. Einmitt þess vegna hef ákveð- ið að leyfa hvatvísinni að vera hluti af „programmet“ í sumar og hef tekið frá nokkra daga þar sem framhleypn- in fær að vera við völd. Við sjáum svo hvernig það fer. Ég fer í (vel skipulagt) fríið 5% 5% MR. TURNER KL. 5.30 - 9 PADDINGTON ÍSL TAL KL. 5.30 TAKEN 3 KL. 10.20 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 9 ÍSL.TEXTI É ÖB LIER FJ LSKYLDAN KL. 6.30 - 10.20 ENS.TEXTI SVAMPUR SVEINSSON 3D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL SVAMPUR SVEINSSON 2D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL MORTDECAI KL. 8 MORTDECAI LÚXUS KL. 10.25 THE WEDDING RINGER KL. 8 - 10.25 BLACKHAT KL. 10.25 TAKEN 3 KL. 8 - 10.25 TAKEN 3 LÚXUS KL. 8 THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 8 THE HOBBIT 3 LÚXUS3D48R KL. 5 PADDINGTON ÍSL TAL2D KL. 3.30 - 5.45 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.45 MÖRGÆSIR ÍSL TAL2D KL. 3.30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 9 C -C 8 2 0 1 3 9 C -C 6 E 4 1 3 9 C -C 5 A 8 1 3 9 C -C 4 6 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.