Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 2
20. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
MENNING „Það er náttúrulega til
skammar hvernig ríkið hefur stað-
ið að þessu og í ljósi aukins fjölda
ferðamanna og áhuga á náttúru
landsins að þetta skuli ekki vera
eins og hjá siðuðu samfélagi. Það
skil ég ekki,“ segir Gunnar Ein-
arsson, bæjarstjóri í Garðabæ um
þá stöðu sem Náttúruminjasafn
Íslands er komið í.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að leigusamningi safnsins
hefði verið sagt upp og þannig
ríkir algjör óvissa um öll hús-
næðismál safns-
ins sem hefur
ekkert sýningar-
rými haft til
afnota um ára-
bil.
Garðabær
sóttist eftir því á
sínum tíma að fá
safnið til sín, þar
sem húsnæði var
byggt fyrir Náttúrufræðistofnun.
„Við lögðum gríðarlega mikið á
okkur að bjóða safnið velkomið í
Garðabæ, við hliðina á Náttúru-
fræðistofnuninni. Við sáum alveg
gráupplagt tækifæri að bæta við
það hús með einhverjum hætti og
vera með þetta undir einu þaki,“
segir Gunnar.
Ekki var tekið undir þessar hug-
myndir Garðabæjar en í mars 2013
var undirritaður samningur af ríki
og borg um að opna ætti grunnsýn-
ingu Náttúruminjasafnsins í Perl-
unni haustið 2014.
Reykjavíkurborg hefur þannig
lýst vilja sínum til þess að taka við
safninu en Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri segir algjöra óvissu
ríkja um málið.
„Málið er þannig statt að það
er í gangi samstarf milli borgar-
innar, safnsins, mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytis og fjárfesta.
Ég hef ekki skynjað annað en
jákvæðni allra, þar á meðal ráð-
herra, til málsins, en það er ekk-
ert hægt að segja neitt um tíma-
setningar varðandi nauðsynlegar
ákvarðanir á þessu stigi. Við erum
í raun stödd í algjörri óvissu um
þetta safn. “
Dagur tekur þó undir þau orð
Gunnars að ástandið sé óviðunandi.
„Aðbúnaður Náttúruminjasafns
Íslands hefur verið þjóðarskömm
um árabil, ef ekki í áratugi. Nú er
samstarf í gangi þar sem vanda
þarf til verka. En ég myndi fagna
því ef málin færu að skýrast,“
segir Dagur.
Engin svör bárust um stöðu máls-
ins frá mennta- og menningar-
málaráðuneytinu þrátt fyrir til-
raunir Fréttablaðsins.
fanney@frettabladid.is
Algjör óvissa er um
Náttúruminjasafnið
Borgarstjóri segir aðbúnað Náttúruminjasafns Íslands hafa verið þjóðarskömm
um árabil. Garðabær vildi fá safnið til sín en því var hafnað og ákveðið að safnið
skyldi í Perluna. Ekkert bólar á þeim flutningum. Algjör óvissa er um málið.
PERLAN Fyrirhugað var að Náttúruminjasafnið færi í Perluna í Öskjuhlíð. Úr því
hefur ekki enn orðið. MYND/THG ARKITEKTAR
GUNNAR
EINARSSON
Aðbún-
aður Nátt-
úruminja-
safns Íslands
hefur verið
þjóðarskömm
um árabil ef
ekki í áratugi.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Hilmar, verður þetta þá ekki
svalasta safn landsins?
„Þetta getur orðið býsna kalt.“
Náttúruminjasafn Íslands er á leið á götuna
eftir að leigusamingi þess í Loftskeytastöð-
inni var sagt upp. Hilmar Malmquist er
forstöðumaður safnsins.
ERLENT Bandarískur dómstóll hefur fellt dóm
yfir Guantanamo-fanganum David Hicks úr
gildi. Hicks, sem er ástralskur ríkisborgari,
var dæmdur í sjö ára skilorðsbundið fangelsi
árið 2007 eftir að hann játaði fyrir herrétti
að hafa liðsinnt hryðjuverkamönnum. Hann
hafði þá verið fangi í Guantanamo í tæp sex
ár.
Í úrskurðinum á miðvikudag kemur fram
að Hicks hafi ekki gerst sekur um stríðs-
glæp og því hefði ekki átt að höfða mál gegn
honum fyrir herrétti. Lagaheimild til að kæra
þá sem liðsinna hryðjuverkamönnum fyrir
stríðsglæpi kemur ekki til sögunnar fyrr en
2006, fimm árum eftir að Hicks framdi sinn
glæp.
Hicks sagðist þykja sanngjarnt að honum
væri bættur skaðinn af þeim líkamlegu og
andlegu pyntingum sem hann hafi verið beitt-
ur um árabil.
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu,
sagði: „Við skulum ekki gleyma því, hvað sem
lagatæknileg atriði segja … að hann viður-
kennir sjálfur að hafa haft illt eitt í hyggju.“
Þetta er annar dómurinn yfir Guantanamo-
fanga sem er felldur úr gildi á þessu ári og
hafa málshöfðanir gegn föngunum sjaldan
borið árangur. - ie
Dómur yfir ástralska Guantanamo-fanganum David Hicks felldur úr gildi vegna tæknilegra atriða:
Í Guantanamo án dóms og laga í sex ár
DAVID
HICKS segir
mikinn létti
að loks hafi
fengist botn í
málið.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
KJARAMÁL Hvaða launatölu hefur
forsætisráðherra í huga fyrir
lægst launaða fólkið, spyr Sigurð-
ur Bessason, formaður Eflingar og
samninganefndar Flóabandalags-
ins, í bréfi á vef ASÍ í gær.
Sigurður segir að forsætisráð-
herra hafi oft lagt áherslu á nauð-
syn þess að hækka lægstu laun
umfram önnur og talið best að þau
hækki í krónum en ekki í prósent-
um. Kröfur Flóabandalagsins falli
vel að áherslum hans. Því hafi
komið á óvart að ráðherra skyldi
hafna því að samningar sem ríkið
hafi gert við tekjuhærri hópa geti
verið viðmið fyrir kröfugerð Flóa-
bandalagsins. - óká
Birtir opið bréf um kröfur:
Spyr um viðmið
forsætisráðherra
KÍNA Ári hrútsins er fagnað víða í Kína með miklum hátíðahöldum,
skrúðgöngum, flugeldum og matarveislum. Íslendingar þurfa ekki að
örvænta því lítill vísir að hátíðahöldum verður hér á landi. Efnt verð-
ur til menningarveislu í Háskóla Íslands í tilefni af komu kínverska
nýársins, laugardaginn 21. febrúar á Háskólatorgi kl. 14.00-16.00. Í
boði verður fjölbreytt dagskrá, drekadans og bardagalistir, tónlist
leikin á kínversk hljóðfæri, kínversk skrautskrift, myndlist og heilsu-
rækt auk ýmiss konar fróðleiks um sögu Kína. Þá verður kínversk-
ur matur í moði, te, þrautir, leikir og margt fleira. Hátíðahöld í Kína
standa yfir í heila viku og á meðan hægist á þessu stærsta efnahags-
svæði heims. Ár hrútsins er talið einkennast af óreiðu og upplausn. - kbg
Ár óreiðu og upplausnar er gengið í garð:
Ár hrútsins hóf innreið sína í gær
LITADÝRÐ OG GLEÐI Í Kína er nýju ári geitarinnar fagnað. LINTAO ZHANG/GETTY IMAGES
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti
í gær fimm mánaða skilorðs-
bundinn fangelsisdóm yfir Jóni
Garðari Ögmundssyni, fyrrver-
andi rekstraraðila McDonald’s
á Íslandi og veitingastaðarins
Metro. Þá var hann dæmdur til
að greiða 45 milljónir króna í
sekt.
Jón Garðar var sakfelldur
í héraðsdómi Reykjavíkur í
febrúar í fyrra fyrir að standa
ekki skil á opinberum gjöldum
sem haldið var eftir af laun-
um starfsmanna. Brotin áttu
sér stað árunum 2009 og 2010.
Skattsvikin námu rúmum 22
milljónum. - kbg
Stórfelld skattsvik:
Hæstiréttur
staðfestir dóm
SVÍÞJÓÐ Þriggja barna móðir hefur verið handtekin
í bænum Bromölla á Skáni í Svíþjóð grunuð um að
hafa haldið börnum sínum föngnum í tíu ár.
Samkvæmt frétt Kvällposten er konan 59 ára og
braut lögregla sér leið inn í íbúð hennar í fjölbýlis-
húsi á miðvikudagskvöld. Nágranni sem búið hefur
í húsinu í lengri tíma segist aldrei hafa orðið var við
fjölskylduna.
Konan og dætur hennar, sem allar eru eldri en
átján ára, munu hafa flust staða á milli í Svíþjóð,
en búið í íbúðinni í Bromölla síðan í desember 2012.
Yfir allt þetta tímabil gengu börnin ekki í skóla.
Einni dótturinni tókst síðan á miðvikudagskvöld
að sleppa úr íbúðinni og biðja nágranna að hringja í
lögregluna.
Faðir tveggja barnanna segist í viðtali við Kväll-
posten hafa leitað barnanna í sautján ár. Þriðja
barnið sé konunnar úr fyrra sambandi og sjö árum
eldri en hans börn.
Maðurinn segir að slitnað hafi upp úr sambandi
hans og konunnar árið 1998. Hann hafi reynt að
halda sambandi við börnin en konan gert honum
erfitt fyrir. Lögfræðingur hennar hafi meðal annars
tjáð honum að hún væri flutt með börnin til Ástralíu
en fyrirspurnir til sænska sendiráðsins þar í landi
skiluðu engu.
- ktd
Móðir hélt þremur börnum sínum innilokuðum í sænskum smábæ:
Haldið föngnum í áratug
LOKAÐAR INNI Málið hefur vakið mikinn óhug. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SPURNING DAGSINS
1
9
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
D
C
-C
1
D
0
1
3
D
C
-C
0
9
4
1
3
D
C
-B
F
5
8
1
3
D
C
-B
E
1
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K