Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 26
4 • LÍFIÐ 20. FEBRÚAR 2015 Í viku hverri flakka ég á milli grunnskóla og félagsmiðstöðva og svara nafnlausum spurning- um nemenda um kynlíf og líkam- ann. Ég er gjarnan spurð hvort ég greini mun á spurningum ung- linga frá því að ég byrjaði með kynfræðsluna árið 2010 og núna. Ég er alltaf að hitta nýja unglinga og spurningarnar eru því gjarnan þær sömu. Hér eru nýlegar nafn- lausar spurningar úr kynfræðslu grunnskólanemenda á aldrinum 13 ára til 16 ára. Spurning: Er hægt að fá kyn- sjúkdóm í munninn? Svar: Það er svo sannarlega hægt. Kynsjúkdómar smitast með snertingu slímhúðar og/eða með blóði. Ef munnmök eru stunduð, munnur á kynfæri, og kynfærið er sýkt af kynsjúkdómi þá getur viðkomandi smitast. Einnig geta frunsur af munni smitast á kyn- færi. Það er mælt með því að nota verjur við munnmök. Ef um ræðir typpi þá er notaður smokkur. Það er ein af ástæðum þess að fram- leiddir eru smokkar með bragði. Ef um píku ræðir eða rass þá er mælt með að nota plastfilmu líkt og tannlæknar nota. Slíkt hefur ekki verið fáan legt hér á landi og því er mælt með að klippa smokk langsum og strengja yfir stað- inn sem á að sleikja. Ef viðkom- andi hefur bara stundað óvar- in munnmök þá yrði það greint með stroku í hálsi. Ef viðkomandi stundaði einnig óvarðar samfar- ir þá ætti að vera nóg að greina með þvagprufu. Þú getur feng- ið kynsjúkdóma í hálsinn, rass- inn og kynfærin og þú getur verið með nokkra kynsjúkdóma í einu. Þess vegna skiptir máli að þekkja kynsjúkdómastöðu viðkomandi áður en óvarið kynlíf er stundað, nú eða bara nota smokkinn. Þetta er kjörið til að ræða frekar með skólahjúkrunarfræðingnum sem er sérfræðingur í öllu sem tengist kynsjúkdómum og verjum. Spurning: Hvernig veit maður hvort maður sér tilbúin/n til að stunda kynlíf? Svar: Það getur verið vanda- samt að vita það en ég bjó til gát- lista fyrir unglinga og gott er að muna að kynlíf er meira en bara samfarir. Allt kynlíf byrjar í heil- anum, hvað segir hann þér? Segir hann já eða er hann stressaður og kvíðinn? Heili stýrir kynfær- um og því þarf hann að vera með ef þú ert að velta þessu fyrir þér. Annað, áfengi deyfir kynfæri og heila og því er mikilvægt að vera edrú. Ef þú treystir þér ekki til þess, þá ertu ekki tilbúin/n. Hefur þú stundað sjálfsfróun? Allt kyn- líf byrjar á okkur sjálfum og því þurfum við að þekkja eigin líkama áður en við stundum kynlíf með annarri manneskju. Þá vil ég líka að þú getir talað við bólfélagann þinn. Spurt hvað viðkomandi þyki gott og sagt hvað þér þyki gott. Horfst í augu og spurt hvort ekki sé allt í lagi og hvort megi halda áfram. Kynlíf er ákveðinn tján- ingarmáti fólks og því mikilvægt að geta talað við bólfélagann. Getur þú keypt smokka og kanntu að nota þá? Veistu hvað það er að fara í tékk? Getur þú leitað til ein- hvers fullorðins sem þú treyst- ir til að gefa svar og ráð við kyn- ferðislegum málefnum? Það getur margt komið upp á í kynlífi og því er gott að geta leitað til einhvers sem svarar spurningum manns á hreinskilinn og heiðarlegan hátt. HVENÆR ER RÉTTI TÍMINN FYRIR KYNLÍF? Þar sem ég sat og horfði á undan keppni Eurovision síð- astliðinn laugardag og dáð- ist að kraftinum og hæfileik- unum í dönsurunum sem komu þar fram, skaut upp í kollinn á mér gömlum draumi, draumi um að dansa á stóra sviðinu í sjálfri Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ég hugsa að allir dansarar eigi sér þennan draum, eða allavega þeir dans- arar sem elska Eurovision eins og ég og því get ég lítið annað en samglaðst þeim dönsurum sem fara út núna með sigurlag- inu og óskað þeim innilega til hamingju. Að mínu mati er dans gull- falleg og stórkostleg list sem getur gætt tónlist svo miklu lífi með því að túlka hana eða texta hennar. Dansinn getur vakið miklar tilfinningar innra með manni, hvort sem þær eru já- kvæðar eða neikvæðar. En er hægt að segja að dans sé ein- ungis listgrein en ekki íþrótt? Skoðum þetta frá sjónarhorni dansandi íþróttafræðingsins! ● Dansarar þurfa að búa yfir gríðar lega miklum líkam- legum styrk til þess að geta framkvæmt allar þær hreyf- ingar sem danshöfundar leggja fyrir þá. ● Dansarar þurfa að þekkja lík- ama sinn inn og út og þeir þurfa að geta spennt og ein- angrað ákveðna vöðva lík- amans á meðan þeir slaka á öðrum. ● Dansarar þurfa að vera katt- liðugir og hafa mikið og gott jafnvægi sem og samhæfingu. ● Dansarar þurfa að hafa mjög mikinn sprengikraft til þess að geta framkvæmt kraftmik- il stökk og hopp. ● Dansarar þurfa að búa yfir mjög mikilli tækni. ● Dansarar þurfa að læra heilu rútínurnar og dansverkin á meðan þeir æfa líkamann sem er gríðarlega mikil heilaleik- fimi. ● Dansarar þurfa svo síðast en ekki síst að hafa gott þol, bæði loftháð þol sem er þol sem við notum þegar við hreyfum okkur í lengri tíma og loftfirrt þol sem er þol sem við notum þegar við tökum vel á því í styttri tíma eins og í sprett- um. Eitt lag, eins og t.d. sigur- lagið í Eurovision, er yfirleitt um þrjár mínútur. Ef dansar- arnir dansa allan tímann, af fullum krafti, er það nokkurn veginn eins og að taka þriggja mínútna sprett á hlaupabrett- inu. Ég hef allavega aldrei komið öðruvísi út af sviði en bullandi sveitt og lafmóð! Allt þetta þurfa góðir dansar- ar að geta gert á sama tíma og þeir dansa í takt, sem er nú ekki eitthvað sem allir geta, þurfa að vera tignarlegir, brosa og ekki láta sjá á sér að þetta sé á nokk- urn hátt líkamlega erfitt. Nið- urstaða mín er því sú að góðir dansarar séu ekki síður topp- íþróttamenn en listamenn. Ég hvet alla til að standa upp úr stólnum í dag eftir að þeir lesa þetta og taka sporið við uppáhaldslagið sitt, það bæði léttir lund og kemur blóðflæð- inu af stað. ER DANS ÍÞRÓTT EÐA LISTGREIN? Betra blóðflæði betri heilsa Fæst í Apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf Vegna stóraukinnar sölu hefur Neogenis lab lækkað verðið svo um munar lækka ð verð Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt ofurfæði Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Augnkrem ættu að vera í snyrtivörubúri hverrar konu og auðvitað karla ef því er að skipta. Þau eru ekki ein- ungis til varnar fínum línum, þreytu og bólgum heldur halda fyrst og fremst raka á svæð- inu í kringum viðkvæmt svæði augnanna. Kremin eru þykk- ari en venjuleg andlitskrem og innihalda oft meiri olíu, húðin á þessu svæði er þynnri en annars staðar á andlitinu og þarf því á frekari krafti að halda. Ótal augnkrem eru til fyrir alla aldurshópa og húð- týpur. Fyrir þá sem eru að byrja að nota augnkrem þá er algjör óþarfi að nota of virk krem, þetta snýst fyrst og fremst um að halda raka á augnsvæðinu. Það er örlítil kúnst að setja á sig augnkrem því ekki er mælt með því að setja of mikið því það gerir einungis illt verra. Settu þunnt lag af krem- inu á húðina sem liggur á augn- tóftunum og notaðu baugfing- urinn til þess. Ástæðan fyrir því að sá fingur er notaður er sú að hann er veikastur og húðin verður ekki fyrir eins miklu álagi og ef vísifingur væri notaður. Allra best er svo að geyma augnkremin í kæli en kalt kremið getur dregið úr þrota og baugum. GLEYMIR ÞÚ AUGUNUM? Augnkrem eru góð viðbót við daglega húðumhirðu og geta dregið úr þrota og fínum línum með réttri og reglulegri notkun. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Heilsuvísir 1 9 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D D -0 2 0 0 1 3 D D -0 0 C 4 1 3 D C -F F 8 8 1 3 D C -F E 4 C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.