Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGFyrstu árin FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20158
ÞREYTTIR FORELDRAR
Þótt mikil gleði fylgi því að
eignast barn er ekki hægt að
neita því að það er talsverð vinna
fólgin í því að hugsa um nýja
fjölskyldumeðliminn, sérstaklega
fyrstu tvö árin. Það er því ekki
síður mikilvægt fyrir nýbakaða
foreldra að hugsa vel um sjálfa sig
samhliða barnauppeldinu.
Svefninn skiptir til dæmis miklu
máli fyrir þreytta foreldra. Þótt
vissulega sé freistandi að sinna
áhugamálum eða jafnvel hús-
verkum eftir að krílið er sofnað
má ekki gleyma því að foreldrar
þurfa líka svefn, sérstaklega þegar
barnið vaknar nokkrum sinnum
yfir nóttina.
Húsverkum má stundum alveg
fresta til næsta dags. Heimurinn
ferst ekki þótt leirtauið standi yfir
nótt í vaskinum, gleymst hafi að
þurrka rykið af hillunni eða ef föt
eldri systkina liggja á gólfinu einn
dag enn.
Svo er ekkert að því að þiggja
aðstoð frá foreldrum og vinum
ef álagið er mikið á heimilinu
eða bara til að fá tíma fyrir
hvort annað. Látið vini eða for-
eldra mæta með heitan mat í
heimsókn við og við til að hvíla
eldamennskuna. Leyfið afa og
ömmu að hugsa um nýjasta
barnabarnið sitt á meðan þið
skreppið í stuttan göngutúr eða
stutta heimsókn.
UPPÁHALDSDRYKKUR
BARNANNA
Stundum er erfitt að koma ein-
hverju ofan í barnið, sérstaklega
þegar það er lasið. Hér er ein-
faldur en afar góður safi sem er
stútfullur af vítamínum. Börnum
finnst þetta mjög góður drykkur
og sé hann settur í fallegt glas
með röri verður hann enn meira
spennandi. Þegar börnin hafa
drukkið eitt glas af þessum drykk
þarf ekki að hafa miklar áhyggjur
af því að þau fái ekki næringu í
kroppinn.
1 appelsína
2 epli
2 gulrætur
1 dl jarðarber
hálfur banani
5 ísmolar
Skerið utan af appelsínunni en
leyfið hvítu himnunni að vera.
Í henni er mikil næring. Skerið
niður og setjið allt í matvinnslu-
vél. Maukið í 40 sekúndur. Ef
notuð eru frosin ber er óþarfi að
hafa ísmola.
Hvað er barnið margar merkur?
Þyngd nýfæddra barna er yfirleitt gefin upp í mörkum. Í rúmmáli er
1 mörk hálfur pottur eða um hálfur lítri. Í massa er ein mörk 1/4
kíló eða 250 grömm.
Barn sem vegur 4.000 grömm við fæðingu, eða fjögur kíló,
er því 16 merkur. Þessa mælieiningu má rekja til landnáms-
manna en hún er ævaforn. Íslendingar virðast ætla að halda
fast í hefðina.
Gefi ljósmóðir upp þyngd barns í grömmum vilja f lest-
ir foreldrar umsvifalaust vita hvað það gerir í mörkum og er
það sú tala sem fer út til ættingja og vina.
Þessi mælieining er ekki notuð hjá nágrannaþjóðum okkar.
Þar er þyngd nýfæddra barna gefin upp í grömmum eða kíló-
um.
heimild: ljosmodir.is
VIÐKVÆM HÚÐ?
PRÓFAÐU
ALLA LÍNUNA…
ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR
ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS
MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL
…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.
Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur
engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral
þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.
Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is
1
9
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
D
C
-D
F
7
0
1
3
D
C
-D
E
3
4
1
3
D
C
-D
C
F
8
1
3
D
C
-D
B
B
C
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K