Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGFyrstu árin FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20156
Öryggið í fyrirrúmi
Ýmsar slysagildrur leynast í umhverfi okkar. Á vefsíðu Landlæknisembættisins eru gefin góð ráð til foreldra
um hvernig þeir geti sem best tryggt öryggi barna sinna. Hér má sjá nokkur þessara ráða.
Fall
◆ Kennið barninu að halda sér
alltaf í handriðið þegar farið
er um stiga.
◆ Setjið öryggislæsingar
til að tryggja að gluggar
opnist ekki meira en 9 cm.
◆ Setjið ekki rúm, stóla eða
borð undir glugga í barna-
og leikherbergjum.
◆ Talið við barnið um hætt-
urnar sem fylgja því að
leika sér við glugga.
Brunaslys
◆ Kannið vel að hitastig baðvatnsins sé ekki yfir
37 °C.
◆ Gætið þess að barnið komist ekki að
straujárni meðan straujað er.
◆ Gangið úr skugga um að allar rafmagnssnúrur
og innstungur séu í lagi.
◆ Látið ekki snúrur raftækja hanga niður af
borðum.
◆ Notið aftari hellur á eldavél og snúið hand-
föngum og sköftum að vegg.
◆ Geymið kveikjara og eldspýtur þar sem
börn ná ekki til.
Köfnun
◆ Fjarlægið plastumbúðir og
poka af öllu tagi og geymið
þar sem börn ná ekki til.
◆ Leyfið barninu ekki að
borða án eftirlits.
◆ Leyfið barninu ekki að
hlaupa um með mat í
munninum.
◆ Gefið börnum ekki fæðu
sem er hörð og lítil, t.d.
sælgæti, hnetur og ís-
mola.
◆ Hafið smáhluti þar sem
barnið nær ekki til, ef það
setur enn allt í munninn.
◆ Fjarlægið allar reimar úr
fatnaði barna.
◆ Leyfið aldrei leiki með
snúrur, bönd og hangandi
lykkjur.
◆ Gætið þess að gardínu-
snúrur hangi ekki niður
á gólf.
Skurðir og mar
◆ Geymið hættulega hluti, þunga og beitta, þar sem
barnið nær ekki til.
◆ Setjið öryggisgler eða öryggisfilmu á gler
í hurðum, borðum og fleiru sem er í hæð
barnsins.
◆ Setjið fingravini á hurðir til að koma í veg
fyrir klemmuslys.
Eitrun
◆ Geymið efni og lyf í læstum hirslum.
◆ Geymið öll efni í upphaflegum umbúðum til að fyrirbyggja
misskilning.
◆ Geymið ekki lyf í handtöskum eða í náttborðinu.
◆ Kannið hvort plöntur á heimilinu og í garðinum séu
eitraðar.
Reiðhjól
◆ Veljið hjól sem hentar aldri,
stærð og þroska barnsins.
◆ Ekki er æskilegt að börn yngri en 5 ára séu á
tvíhjóli þótt þau noti hjálpardekk.
◆ Öll börn eiga að nota hjálm þegar þau eru að hjóla,
líka þegar þau eru á þríhjólum.
◆ Veljið reiðhjól með fótbremsum
fyrir börnin.
Önnur útileiktæki
◆ Þegar börn eru á línuskautum og hlaupahjólum
verða þau að hafa hjálm og hlífar á úlnliðum,
olnbogum og hnjám.
◆ Gætið þess að börn á sleðum og þotum
renni á öruggum svæðum fjarri umferð.
Ung börn valda ekki stýrissleðum.
◆ Fylgið leiðbeiningum fram-
leiðandans um aldursmörk á
trampólínum. Leyfið aldrei
litlum börnum að hoppa
með eldri börnum.
Drukknun
◆ Víkið aldrei frá barni í
baði, ekki eitt augnablik.
◆ Fylgist vel með börnum ef þau fá að leika sér í
vatni.
◆ Tæmið alltaf vaðlaugar, fötur og garðkönnur eftir notkun.
◆ Látið barn aldrei leika sér eitt nálægt pollum eða vatni.
Við lífrænt
án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur hipp.is . facebook
1
9
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
D
C
-C
B
B
0
1
3
D
C
-C
A
7
4
1
3
D
C
-C
9
3
8
1
3
D
C
-C
7
F
C
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K