Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGFyrstu árin FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20156 Öryggið í fyrirrúmi Ýmsar slysagildrur leynast í umhverfi okkar. Á vefsíðu Landlæknisembættisins eru gefin góð ráð til foreldra um hvernig þeir geti sem best tryggt öryggi barna sinna. Hér má sjá nokkur þessara ráða. Fall ◆ Kennið barninu að halda sér alltaf í handriðið þegar farið er um stiga. ◆ Setjið öryggislæsingar til að tryggja að gluggar opnist ekki meira en 9 cm. ◆ Setjið ekki rúm, stóla eða borð undir glugga í barna- og leikherbergjum. ◆ Talið við barnið um hætt- urnar sem fylgja því að leika sér við glugga. Brunaslys ◆ Kannið vel að hitastig baðvatnsins sé ekki yfir 37 °C. ◆ Gætið þess að barnið komist ekki að straujárni meðan straujað er. ◆ Gangið úr skugga um að allar rafmagnssnúrur og innstungur séu í lagi. ◆ Látið ekki snúrur raftækja hanga niður af borðum. ◆ Notið aftari hellur á eldavél og snúið hand- föngum og sköftum að vegg. ◆ Geymið kveikjara og eldspýtur þar sem börn ná ekki til. Köfnun ◆ Fjarlægið plastumbúðir og poka af öllu tagi og geymið þar sem börn ná ekki til. ◆ Leyfið barninu ekki að borða án eftirlits. ◆ Leyfið barninu ekki að hlaupa um með mat í munninum. ◆ Gefið börnum ekki fæðu sem er hörð og lítil, t.d. sælgæti, hnetur og ís- mola. ◆ Hafið smáhluti þar sem barnið nær ekki til, ef það setur enn allt í munninn. ◆ Fjarlægið allar reimar úr fatnaði barna. ◆ Leyfið aldrei leiki með snúrur, bönd og hangandi lykkjur. ◆ Gætið þess að gardínu- snúrur hangi ekki niður á gólf. Skurðir og mar ◆ Geymið hættulega hluti, þunga og beitta, þar sem barnið nær ekki til. ◆ Setjið öryggisgler eða öryggisfilmu á gler í hurðum, borðum og fleiru sem er í hæð barnsins. ◆ Setjið fingravini á hurðir til að koma í veg fyrir klemmuslys. Eitrun ◆ Geymið efni og lyf í læstum hirslum. ◆ Geymið öll efni í upphaflegum umbúðum til að fyrirbyggja misskilning. ◆ Geymið ekki lyf í handtöskum eða í náttborðinu. ◆ Kannið hvort plöntur á heimilinu og í garðinum séu eitraðar. Reiðhjól ◆ Veljið hjól sem hentar aldri, stærð og þroska barnsins. ◆ Ekki er æskilegt að börn yngri en 5 ára séu á tvíhjóli þótt þau noti hjálpardekk. ◆ Öll börn eiga að nota hjálm þegar þau eru að hjóla, líka þegar þau eru á þríhjólum. ◆ Veljið reiðhjól með fótbremsum fyrir börnin. Önnur útileiktæki ◆ Þegar börn eru á línuskautum og hlaupahjólum verða þau að hafa hjálm og hlífar á úlnliðum, olnbogum og hnjám. ◆ Gætið þess að börn á sleðum og þotum renni á öruggum svæðum fjarri umferð. Ung börn valda ekki stýrissleðum. ◆ Fylgið leiðbeiningum fram- leiðandans um aldursmörk á trampólínum. Leyfið aldrei litlum börnum að hoppa með eldri börnum. Drukknun ◆ Víkið aldrei frá barni í baði, ekki eitt augnablik. ◆ Fylgist vel með börnum ef þau fá að leika sér í vatni. ◆ Tæmið alltaf vaðlaugar, fötur og garðkönnur eftir notkun. ◆ Látið barn aldrei leika sér eitt nálægt pollum eða vatni. Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur hipp.is . facebook 1 9 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D C -C B B 0 1 3 D C -C A 7 4 1 3 D C -C 9 3 8 1 3 D C -C 7 F C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.