Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 50
20. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26
FÖSTUDAGUR
„Það má eiginlega segja það
að við séum að fylla Fokker-
inn af listafólki,“ segir söngvar-
inn Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Hann stendur fyrir tveimur tón-
leikasýningum í Menningarhús-
inu Hofi á Akureyri um
helgina og flytur af því
tilefni um það bil þrjátíu
listamenn frá Reykjavík til
Akureyrar.
Tónleikasýningarnar
eru annars vegar sýning-
in Töfrar Tom Jones í kvöld
og Meatloaf-sýningin Bat Out of
Hell annað kvöld .
„Það er mikil tilhlökkun í
hópnum fyrir helginni. Þetta er
í fyrsta sinn sem við förum með
Tom Jones-sýninguna norður en
á hinn bóginn verður þetta
því miður
okkar allra síðasta Bat Out of
Hell-sýning sem
fer fram, þann-
ig að það eru líka
blendnar tilfinn-
ingar,“ segir Frið-
rik Ómar. Um það
bil átta þúsund
manns hafa
nú þegar séð
Bat Out of Hell-
sýninguna, fyrir
utan allan þann fjölda
sem sá sýninguna á Fiskideg-
inum mikla á Dalvík í sumar.
Í báðum sýningunum er fjöld-
inn allur af listamönnum sem
ferðast nú landshlutanna á milli.
„Það er aldrei að vita nema gítar-
inn verði dreginn á loft í vélinni,“
segir Friðrik Ómar og hlær. - glp
Fyllir Fokker af listafólki norður á Akureyri
Friðrik Ómar Hjörleifsson stendur fyrir tveimur mismunandi tónleikasýningum á Akureyri um helgina.
FER NORÐUR Nóg um að vera hjá
Friðriki Ómari sem stendur fyrir
tveimur tónleikasýningum á Akureyri
um helgina. MYND/GASSI
Það er aldrei að vita
nema gítarinn verði
dreginn á loft í vélinni.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015
Tónleikar
12.00 Hádegistónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Flóa, Hörpu. Flutt verð-
ur lífleg og björt tónlist eftir Ludwig
van Beethoven. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Sögutónleikarnir Showmenn
íslenskir erum við, með þeim Ragga
Bjarna, Ómari Ragnarssyni og Þorgeiri
Ástvaldssyni í Salnum Kópavogi. Miða-
verð er 5.990 krónur.
20.00 Töfrar Tom Jones í Menningar-
húsinu Hofi á Akureyri. Miðaverð er
6.900 krónur.
21.00 Hljómsveitin Icelandic Sound
Company í Mengi í kvöld. Miðaverð
2.000 krónur.
22.00 Ljótu hálfvitarnir spila á tón-
leikum á Græna hattinum. Miðaverð er
3.200 krónur.
22.00 Hljómsveitin The Restless á
Gauknum í kvöld. Aðgangur ókeypis.
23.00 Eyþór Ingi og Atómskáldin á
Frederiksen Ale House í kvöld. Miða-
verð er 1.000 krónur.
Kvikmyndir
21.00 Heimildarmyndin Hrikalegir
frumsýnd í Tjarnarbíói. Miðaverð 1.500
krónur.
Uppákomur
11.00 Fimmtán mínútna íslensk kvik-
mynd sýnd í Expó-skálanum í Hörpu.
Miðaverð er 1.500 krónur og sýningar á
hálftíma fresti til 17.30.
Tónlist
20.00 Trúbadorarnir Garðar og Gísli
spila á Dubliner í kvöld.
21.00 Dj Matti þeytir skífum
í Stúdentakjallaranum í
kvöld.
22.00 Karókíkvöld
Ásdísar Maríu á
Dolly í kvöld. Dj
KGB tekur svo við
og þeytir skífum
langt fram á kvöld.
22.00 Dj Djór þeytir
skífum á BarAnanas í kvöld.
22.00 Hvíta albúm Bítlanna
spilað í heild á Café Rosenberg
í kvöld.
22.00 Trúbadorarnir Ellert,
Alexander og Guðmann á
English pub í kvöld.
23.00 Dj Danny Ledon og Dj GLM
þeyta skífum á Prikinu í kvöld.
23.00 Þorradansleikur á Ob-La-Dí-Ob-
La-Da, Frakkastíg 8. Hljómsveit
hússins leikur fyrir dansi.
Aðgangur er ókeypis.
23.00 Dj Alfons X þeytir
skífum á Kaffibarnum í
kvöld.
23.00 Hugo Paxton á
Brooklyn bar & bistro.
Fyrirlestrar
12.00 Fyrirlestur-
inn Óþekk(t)
ar ömmur og
makalausar
efristéttarfor-
mæður í baráttu
við feðraveldið
fluttur í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafnsins.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabla-
did.is og einnig er hægt
að skrá þá inni á visir.is.
„Við viljum ekki bara stimpla
okkur inn sem veitingastaður, því
við höfum og ætlum að vera virk-
ir í að hýsa flotta tónleika,“ segir
Hjálmar Jakob Grétarsson, yfir-
kokkur á veitingastaðnum Freder-
iksen Ale House.
Staðurinn, sem er tiltölulega nýr
af nálinni, hefur vakið talsverða
athygli fyrir það að vera ekki ein-
ungis veitingastaður heldur einnig
tónleikastaður.
„Það eru vissulega einhverjir
veitingastaðir sem standa einnig
fyrir tónleikum en við reynum að
skapa okkur sérstöðu með því að
hafa möguleika á að hýsa allt frá
stórum rokktónleikum yfir í létta
stemningu.“ Til að mynda var stað-
urinn einn af tónleikastöðunum á
Iceland Airwaves hátíðinni.
„Þegar við opnuðum staðinn
var alltaf hugmyndin að geta hýst
tónleika, ekki bara rólega óraf-
magnaða tónleika heldur einn-
ig rokktónleika þegar að fólk er
búið að borða og þess háttar. Við
opnum klukkan 11.00 og eldhúsið
lokar klukkan 22.00 og svo taka
við tónleikar,“ bætir Hjálmar við.
Það er nóg fram undan hjá staðn-
um og eru til að mynda tónleikar
með Eyþóri Inga og Atómskáld-
unum í kvöld á staðnum og þá er
þétt dagskrá næstu vikur.
- gló
Leggja mikið upp úr
vönduðum tónleikum
Frederiksen Ale House er veitingastaður í grunninn
en leggur mikið upp úr því að halda gæðatónleika.
FÉLAGAR
Hjálmar
Jakob
Grétarsson
yfirkokkur
og Sigurður
Einarsson
eigandi
vilja ekki
síður leggja
áherslu á að
hýsa flotta
tónleika.
MYND/GAUIH
ORKUSJÓÐUR
Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar
eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði:
Orkusjóður auglýsir
rannsóknarstyrki 2015
Við úthlutun styrkja 2015 verður sérstök áhersla lögð á:
Orkustofnun fylgir stefnu stjórnvalda um rafræna stjórnsýslu og skal senda
rafrænar umsóknir af vef Orkustofnunar www.os.is
Nánari upplýsingar á www.os.is, og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg,
603 Akureyri í símum 569 6083 - 894 4280 - Netfang Orkusjóðs er jbj@os.is
að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja
og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda
að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar,
þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi
að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað
jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni
hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað
innlenda orkugjafa
vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis
öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar
rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar
atvinnusköpun
Umsóknarfrestur er til 6. mars 2015
ORKUSTOFNUN
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
1
9
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
D
C
-C
1
D
0
1
3
D
C
-C
0
9
4
1
3
D
C
-B
F
5
8
1
3
D
C
-B
E
1
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K