Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 18
20. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Allt frá landnámi hefur fiskveiðiréttur í sjó hvorki verið eign einka- aðila né ríkisins. Hin forna meginregla um að allir eigi rétt til fiskjar, þegar netlögum sjávar- jarða sleppir, gildir enn þótt reglur um veiðileyfi og áskilnaður um kvóta í öllum helstu stofnum hafi á síðustu áratugum að verulegu leyti rýmt henni út. Í umræðu um fiskveiðistjórn síðustu vikur hefur ítrekað komið fram sú hugmynd að þessu fyrir- komulagi eigi að breyta og rétt- urinn til nýtingar á fiskistofnum í efnahagslögsögu Íslands verði lagaleg eign ríkisins. Ástæða er til að staldra við og spyrja hver geti verið rökin fyrir slíkri grundvallarbreytingu. Misskilningur um eignarrétt ríkisins Ekki fer á milli mála að nytja- stofnar í efnahagslögsögunni eru háðir fullveldisrétti íslenska ríkisins (reyndar með ákveðnum takmörkunum). Af þessu leiðir að íslenska ríkið getur, í krafti valdheimilda sinna, sett reglur um ráðstöfun og stjórn þessar- ar auðlindar og framfylgt þess- um reglum. Kvótakerfinu var t.a.m. komið á fót og það þróað á þessum grundvelli. Þannig ligg- ur fyrir að fiskveiðiauðlindin er nú þegar tryggilega undir yfir- ráðum íslenska ríkisins. Það er því misskilningur að eignar- réttur ríkisins á nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni feli það í sér að „forræði þjóðarinnar“ verði betur tryggt en áður. Eignar- réttarleg skilgreining á auð- lindinni skiptir í reynd engu um heimildir ríkisins að þessu leyti, þ. á m. veitingu nýtingarheimilda til einkaaðila og stjórn- skipulega vernd þeirra heimilda. Ef marka má umræðu síðustu vikna virðist markmiðið með því að slá föstum eignarrétti ríkis- ins vera að skapa grund- völl fyrir svokallaðri „samningaleið“ í sjávar- útvegi. Hinn eigin legi til- gangur með eignarrétti ríkisins er þá ekki sá að tryggja forræði þjóðarinnar yfir auðlindinni heldur fremur að skapa grundvöll fyrir framsali þessa eignarréttar til núverandi handhafa veiðiheimilda í formi leigu. Þar með yrðu til óbein en stjórnarskrárvarin eignaréttindi núverandi handhafa veiðiheim- ilda. Rökin að baki fyrirhuguð- um eignarrétti ríkisins eru sam- kvæmt þessu talsvert önnur en þau sem liggja til grundvallar eignarrétti ríkisins að auðlind- um hafsbotnsins eða þjóðlendum, svo dæmi séu tekin. Stefnumótun um auðlindamál Það er ekki sjálfgefið að svo- kölluð samningaleið sé til þess fallin að auka „forræði þjóðar- innar“ á fiskveiðiauðlindinni, jafnvel þótt slíkum réttindum sé ætlað að vera tímabundnum, a.m.k. í orði kveðnu. Ástæða er til að rifja upp að allar tillögur um grunnfyrirkomulag auðlinda- mála á síðustu áratugum hafa, með einum eða öðrum hætti, gert ráð fyrir því að forræði lög- gjafans á stjórn auðlinda sé óaf- salanlegt, t.d. þannig að því yrði slegið föstu í stjórnarskrá að hvers kyns úthlutun nýtingar- heimilda til einkaaðila skapaði ekki eignarrétt handhafa þess- ara réttinda, en þetta kemur þegar fram í 3. ml. 1. gr. fisk- veiðistjórnarlaga (sjá nú síðast áfangaskýrslu stjórnarskrár- nefndar, júní 2014). Rökin eru í grófum dráttum þau að almanna- valdinu beri stöðugt að fylgjast með því að tiltekin auðlindastýr- ing, t.d. í formi kvótakerfis, þjóni í reynd hagsmunum þjóðarinnar og ríkið hafi rúmar heimildir til að grípa inn í með breytingum ef svo ber undir. Hér verður einnig að horfa til þess að auðlindamál eru meðal allra mikilvægustu málefna samfélagsins og hljóta því að vera meðal þeirra atriða sem tekist er á um og ráðið er til lykta með lýðræðislegum hætti. Ef framangreind stefnumót- un er lögð til grundvallar verða handhafar kvótans að sætta sig við það að fiskveiðistjórn snert- ir samfélagið allt – auðlindin er ótvíræð „þjóðareign“ í þessum skilningi – og af því hljóta að leiða ákveðnar takmarkanir á varanleika og „fyrirsjáanleika“ nýtingarheimilda. Með því er þó ekki sagt að handhafar kvót- ans njóti engrar stjórnskipulegr- ar verndar. Af þessu leiðir hins vegar að rekstraröryggi verð- ur einnig, og e.t.v. umfram allt, að ná með samfélagslegri sátt sem getur orðið grunnur að póli- tískum stöðugleika og varanleg- um friði um fiskveiðistjórn. Að mínu mati er vandséð hvern- ig þjóðnýting fiskveiðiréttar í sjó getur orðið heppilegt fyrsta skref í átt að slíkri sátt. Er þjóðnýting á fi skveiðirétti lausnin? Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokall- aðir starfslokasamning- ar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þess- ar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var ein- mitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfs- manni sem margir sáu – og sjá enn – ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrir komulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafn- framt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opin- berra starfsmanna en embættis- mennirnir látnir óhreyfðir í sér- stökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra. Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tug- milljóna króna starfslokasamn- inga til toppanna í opinberu hluta- félögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gild- ir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfsloka- samninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega rétt- mætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfs- maður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum. Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðli- legur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta ein- hverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðu- lega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tíma- bundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja bið- launarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulags- breytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996. Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlauna- réttur eigi að taka til alls vinnu- markaðarins, ekki aðeins starfs- manna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frum- varp aðeins tekið til starfsmanna ríkisins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna, þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttinda- kerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og við- kvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks. Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra mann- auðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vís- indalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trún- aðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæð- inga“ í mannlegri breytni. Biðlaunaréttur endurvakinn Þessi orð voru höfð eftir heilbrigðisráðherra í kjöl- far umfjöllunar Frétta- blaðsins fyrir skömmu um aðbúnað aldraðra og ég geri ráð fyrir að mörgum okkar hafi verið nákvæmlega eins innanbrjósts þegar þeir lásu þessar fréttir. Aðbúnaður- inn er ekki alls staðar eins og best verður á kosið. Tví- menningsherbergi er enn víða að finna og skortur á hjúkrunarrýmum. Ég hef jafnvel heyrt af því að einstaklingur hafi þurft að dvelja í salernisrými í sólarhring þar vegna plássleysis. Svona eiga hlutirnir ekki að vera. Aðstöðumunur Umræðan um aðbúnað aldraðra og uppbyggingu hjúkrunar rýma er ekki ný af nálinni og hún verð- ur háværari með tímanum þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega með ári hverju. Stefna stjórnvalda er sú að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og mögulegt er og áherslan hefur því verið lögð á aukna heima- þjónustu. Aðstöðumunur getur þó verið ansi mikill á milli sveitarfé- laga. Íbúar í dreifbýli eiga ekki allt- af góðan aðgang að heimaþjónustu og neyðast því til að fara á hjúkr- unarheimili, þó að þeir vilji og geti séð um sig sjálfir að mestu leyti. Þarna vantar ákveðið millistig, þ.e. að eldri borgarar úr dreifbýli eigi kost á að fara í þjónustuíbúðir í þétt- býli þegar getan skerðist. Úrbætur Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldr- aðra er að byggja upp hjúkrunar- rými en í þrengingum síðari ára hefur fjármagnið verið nýtt til reksturs hjúkrunarheimila og við- halds. Við stöndum því frammi fyrir fjárskorti og það blasir við að við þurfum að fara að gera langtíma- áætlanir varðandi uppbyggingu, til a.m.k. 20 ára. Á árunum 2014 og 2015 er 200 mi.kr veitt aukalega í hjúkrunar- rými. Um er að ræða veru- lega fjölgun rýma í öllum heilbrigðisumdæmum sem kemur til móts við þá gríðarlegu þörf sem safn- ast hefur upp undan farin ár. Á þessu ári verður 50 mi.kr varið til að bæta stöðu minni hjúkrunar- heimila. Um er að ræða heimili með 20 eða færri hjúkrunarrými. Lang- flest þeirra eru á lands- byggðinni og mörg þeirra hafa átt í miklum rekstrarvanda. 50 mi.kr. verður varið aukalega á árinu í heimahjúkrun fyrir fólk sem komið er með gilt færni- og heilsumat og bíður þess að kom- ast á hjúkrunarheimili. Um er að ræða tilraunaverkefni með það að markmiði að fólk geti sem lengst búið heima. Aukin samvinna við heimamenn Nú er unnið að grófri fram- kvæmdaáætlun um bygginga- framkvæmdir öldrunarstofnana til næstu fimm ára. Þeirri vinnu ætti að ljúka fljótlega. Hér er ein- ungis er um að ræða áætlun um brýnustu þörf til skamms tíma og vinnuhópurinn sem vinnur þá áætl- un er skipaður starfsmönnum vel- ferðarráðuneytisins sem þekkja málaflokkinn og þörfina vel. Til grundvallar þeim tillögum sem fram verða bornar er faglegt mat á því hvar þörfin er mest. Ljóst er að bæði er þörf á fjölgun hjúkr- unarrýma og endurbótum á þeim rýmum sem fyrir eru til að mæta þeim viðviðum um aðbúnað sem þörf er talin á í dag. Þar sem mikil- vægt er að ná sem mestri sátt og samstöðu um áætlun til lengri tíma mun sú vinna væntan lega kalla á aukna samvinnu við heimamenn í hverju heilbrigðisumdæmi. Þó að menn greini á um ýmsa hluti þá getum við örugglega verið sammála um mikilvægi þess að bæta verulega þjónustu og aðbúnað aldraðra. Með sting í hjartanu Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreyt- inga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feik- naátak í landvernd og end- urheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veður- farsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsókna- niðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merk- ir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóða- umsvif eins og t.d. stóru ríkjaráð- stefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheim- skautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himala- yajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðum og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigs- hækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olí- uríki, s.s. Noregur, Bretland, Rúss- land og Bandaríkin, verða að endur- skoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Ind- land, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaelds- neyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfn- ast raunhæfra aðgerða en ekki Pol- lýönnuleiks. Íslenskir stjórnmála- menn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu for- dæmi. Sama gildir um önnur Evr- ópuríki, innan eða utan ESB. Aðgerða þörf – núna SJÁVARÚT- VEGUR Skúli Magnússon lögfræðingur SAMFÉLAG Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Fram- sóknarfl okksins KJARAMÁL Ögmundur Jónasson alþingismaður UMHVERFIS- MÁL Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður ➜ Nógu margar ein- hlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniður- stöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. ➜ Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. ➜ Það er því misskilningur að eignarréttur ríkisins á nýtingarrétti á fi skveiði- auðlindinni feli það í sér að „forræði þjóðarinnar“ verði betur tryggt en áður. 1 9 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D C -C B B 0 1 3 D C -C A 7 4 1 3 D C -C 9 3 8 1 3 D C -C 7 F C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.