Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 4
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Ekki er rétt að mengun hafi fundist í Kópavogslæk í lok janúar eins og sagði í Fréttablaðinu í gær heldur bárust mengunarefni í skolpkerfi bæjarins. „Vart varð við mengun í skolpdælustöð á Kársnesi í Kópavogi og var tilkynnt um hana til réttmætra aðila, það er heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs, sem hefur eftirlit með starfsemi fráveitukerfisins,“ segir í til- kynningu frá Kópavogsbæ. Í Fréttablaðinu föstudaginn 27. febrúar var vitnað til Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra í umfjöllun blaðsins um fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Ekki er rétt að rætt hafi verið við Öldu Hrönn heldur Aldísi Hilmarsdóttur aðstoðaryfirlögreglu- þjón. Beðist er velvirðingar á þessu. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ 460.270 ungar til slátrunar urðu til í hænsnabúum í janúar. Árið 2013 voru ungarnir 422.480 í sama mánuði og er fjölgunin tæplega 38 þúsund fuglar. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá STORMUR Á MORGUN Veðrið verður ágætt á landinu í dag en versnar heldur norðaustan til síðdegis með hvassari vindi og snjókomu. Gengur í suðaustan storm með á morgun með mikilli úrkomu sunnan og suðvestan til. -2° 7 m/s -1° 6 m/s -1° 7 m/s 0° 11 m/s Hvöss SA-átt og sums staðar stormur S- og SV-til. 10-20 m/s. Gildistími korta er um hádegi 1° 27° 3° 10° 15° 3° 8° 4° 4° 20° 7° 24° 24° 20° 13° 7° 4° 8° -2° 7 m/s 0° 8 m/s -3° 7 m/s -2° 10 m/s -3° 8 m/s -3° 8 m/s 9° 7 m/s 3° 2° 0° 1° 2° 2° -3° 0° -2° -2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN KJARAMÁL „Þetta er sérkennilegt á allan máta,“ segir Sigurður Bessa- son, formaður stéttarfélagsins Efl- ingar, um launahækkanir Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að laun Bjarna hafa hækkað úr 1.340 þúsund krónum frá því hann settist í forstjórastól OR fyrir fjórum árum í 2,4 millj- ónir í dag. „Við sömdum fyrir ári og almenn hækkun var 2,8 prósent og hækkun á launatöflum var frá 4,2 prósentum upp í 5,1 prósent. Í krónutölu var það 9.750 krónur á lægstu launum,“ segir Sigurður. Frá því Bjarni tók við forstjóra- starfinu hefur hann sest í stjórn tveggja dótturfélaga Orkuveit- unnar og fær fyrir það 400 þúsund krónur aukalega. „Það er íhugunarefni að hér áður fyrr féll þetta undir hlutverk forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að sjá um öll þessi fyrirtæki þann- ig að ég veit ekki hver eðlismunur hafi orðið á starfi hans sem gerir það að verkum að það var nauðsyn- legt að greiða sérstaklega fyrir að það væri búið að setja upp þessi þrjú félög,“ segir Sigurður. Laun Bjarna forstjóra voru sögð hækkuð í samræmi við niðurstöð- ur starfskjaranefndar OR. „Ég veit ekki hvert þessi starfskjaranefnd hefur sótt sínar viðmiðanir, það er að minnsta kosti ekki í almennar launabreytingar á vinnumarkaði,“ segir Sigurður. Samningar Eflingar við OR eru að renna út. Sigurður býst við að kröfur gagnvart fyrirtækinu verði settar fram í næsta mánuði. „Auð- vitað hafa svona ákvarðanir áhrif á það sem gerist í framhaldinu. Forstjórar eru ekkert í öðru sam- félagi en við hin. Og ef fyrirtæk- in eru svona vel stöndug til þess að greiða svona launatölur þá er eðlilegt að starfsmennirnir krefj- ist sambærilegra launabreytinga.“ Fréttablaðið hafði eftir Har- aldi Flosa Tryggvasyni, formanni stjórnar OR, að Bjarni væri ákaf- lega hæfur og það skýrði nauðsyn þess að hækka laun hans. Sigurð- ur segir alla í fyrirtækjum mikil- væga til þess að þau séu vel rekin. Líka starfsmenn á gólfinu: „Það er einfaldlega enginn mis- kunn á því. Ef forstjórinn er ekki með góða starfsmenn þá er lítill árangur í rekstri fyrirtækisins. Þessi rök ná því ekkert mjög langt en menn hafa nýtt sér þau í allt- of langan tíma til að draga fram óraunhæfar hækkanir til forstjóra. Menn eiga að sýna af sér hógværð og huga að því að fyrirtækið er ein eining þar sem allir starfsmenn hafa ákveðnu hlutverki að gegna – að sjálfsögðu forstjórinn eins og aðrir en hann á ekki að skapa óein- ingu með svona óhóflegum launa- breytingum.“ gar@frettabladid.is Öll laun hækki jafnt og hjá forstjóranum Formaður Eflingar segir launahækkanir forstjóra Orkuveitunnar sérkennilegar en að þær hljóti að hafa áhrif á kröfur sinna félagsmanna í komandi samningsgerð. BJARNI BJARNASON Forstjóri Orkuveitunnar fékk launahækkun með nýjum samn- ingi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Marcel Wojcik, tæp- lega þrítugur karlmaður, var á dögunum dæmdur í héraðsdómi í tveggja ára fangelsi fyrir nauðg- un með því að hafa sleikt kyn- færi konu þar sem hún lá sofandi í rúmi og notfært sér ölvun og svefndrunga hennar. Þau höfðu verið saman í partíi hjá sameiginlegum vini á síðasta ári en verið tvö eftir í íbúðinni á meðan aðrir héldu út á lífið. Í dómi héraðsdóms segir að fram- burður konunnar sé trúverðugur og fái stuðning í framburði vitna og niðurstöðu DNA-rannsóknar. Marcel bar fyrir sig minnisleysi og var framburður hans ekki tal- inn afdráttarlaus. - ngy Dæmdur í fangelsi í tvö ár: Notfærði sér svefndrunga HÉRAÐSDÓMUR Maðurinn var dæmd- ur fyrir að nýta sér ölvun konunnar. AKUREYRI Skipulagsnefndarfulltrúa á Akureyri og skipulagsstjóra bæj- arins greinir á um hvort þær breyt- ingar sem skipulagsstjóri samþykkti, án aðkomu nefndarinnar, á umdeildu húsi við göngugötuna á Akureyri, séu smávægilegar eða ekki. Í nýju miðbæjarskipulagi er lagt til að húsið víki og það talið þunga- miðja miðbæjarskipulagsins. Nefnd- armenn bókuðu á síðasta skipu- lagsnefndarfundi að Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri hefði átt að láta skipulagsnefnd vita af umræddum breytingum á húsinu. Skrifuðu nefndarmenn undir grein- argerð með bókun sinni. „Undirritaðir nefndarmenn Skipulagsnefndar og áheyrnar- fulltrúi telja breytingarnar þó alls ekki minni háttar heldur þvert á móti verulegar. Þær fela í sér mikla breytingu á notkun og útliti húss- ins. Þessar verulegu breytingar urðu nefndinni fyrst ljósar eftir að nefndarmenn sáu teikningar af framkvæmdinni í byrjun árs 2015.“ Skipulagsstjóri sagðist hafa fulln- aðarheimild til að afgreiða öll bygg- ingarmál. „Til þess að koma í veg fyrir ágreining af svipuðum toga og um ræðir þurfa verklagsreglur fyrir skipulagsdeild að vera skýrar,“ segir í greinargerð skipulagsstjóra. „Að þessu sögðu mun undirritaður frá næstu mánaðamótum ekki sam- þykkja nýjar umsóknir um bygg- ingarleyfi er varða breytingar á útliti eða formi mannvirkis nema að undangengnu samþykki skipulags- nefndar.“ - sa Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar telur nefndina hafa átt að koma að breytingu á Hafnarstræti 106: Ósammála um breytingar á umdeildu húsi HAFNARSTRÆTI 106 Deilt er um breyt- ingar á umdeildu húsi. VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg- ólfsson fjárfestir er aftur kominn á lista yfir ríkasta fólk heims samkvæmt nýrri úttekt banda- ríska tímaritsins Forbes. Hann er í 1.415. sæti og er eini Íslendingurinn á listanum. Forb es metur eignir hans á um 173 milljarða íslenskra króna. Björgólfur var á listanum síðast árið 2009 og var þá í 701. sæti. Bill Gates er enn eina ferðina í toppsætinu en hann hefur verið ríkasti maður heims sextán af 21 síðasta ári. Auðæfi hans jukust um 3,2 milljarða dollara á liðnu ári og nema nú 79,2 milljörðum dollara. - ngy Björgólfur Thor í 1.415. sæti: Einn af ríkustu mönnum heims MILLJARÐAMÆRINGUR Björgólfur Thor er eini Íslendingurinn á lista Forbes. STJÓRNMÁL „Eftir nokkrar umræður um málið lá engin niður staða fyrir og ákveðið að skila ekki umsögn,“ segir í bókun eftir fund bæjarráðs Fljótsdals- héraðs sem í gær tók fyrir beiðni frá Alþingi um að veita umsögn um tillögu þingmanna Bjartrar framtíðar um seinkun klukkunn- ar og bjartari morgna. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verða morgnarnir bjartari en síð- degin dimmari. - gar Skiptar skoðanir á Héraði: Ekki niðurstaða um klukkuna Hann á ekki að skapa óeiningu með svona óhóf- legum launa- breytingum. Sigurður Bessason, formaður Eflingar 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -4 9 E 0 1 3 F B -4 8 A 4 1 3 F B -4 7 6 8 1 3 F B -4 6 2 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.