Fréttablaðið - 03.03.2015, Qupperneq 6
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða lið hlaut bikarinn í Coca-
Cola-bikar kvenna?
2. Hvert var umfang póstverslunar við
Kína 2013?
3. Í hvaða sveitarfélagi á að gera til-
raun með styttingu vinnudags án
launaskerðingar?
SVÖR:
1. Grótta. 2. 292 milljónir króna.
3. Reykjavík.
Magnús Emilsson Löggiltur fasteignasali.
Glæsilegt einbýli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr samtals
skráð um 300 fermetrar. Húsið er á staðsett á frábærum útsýnisstað í
hæðarhverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol,
eldhús, borðstofu, stofu, arinstofu, gang, tvö herbergi, baðherbergi,
þvottahús/ geymslu og bílskúr. Á efri hæð er gott sjónvarpshol, þrjú
góð herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi inn af.
Fallegar innréttingar og gólfefni. Verð 95 millj.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður s. 896 0058
Glæsilegt endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr
samtals 179,7 fm. vel staðsett. Eignin er hönnuð af Hjördísi
Sigurðardóttur innanhúsaarkitekt og er smekklega innréttuð með
vönduðum innréttingum og gólfefnum. Eignin skiptist í forstofu,
hol, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, snyrtingu, þvottahús og
bílskúr. Á efri hæð er hol, hjónaherbergi með fataherbergi inn af,
tvö góð barnaherbergi og baðherbergi. Verð 65 millj.
Jökulhæð 4 – Garðabær – Einbýli
Lerkiás – Garðabær – Raðhús
Opið hús í dag milli kl. 17 – 17.30
OPI
Ð H
ÚS
VIÐSKIPTI Viðskiptabankar, sparisjóðir og
lánafyrirtæki hafa náð góðum árangri í að
fækka eignarhlutum í fyrirtækjum með
starfsemi sem fellur ekki undir almennar
starfsheimildir þeirra og einungis er heim-
ilt að stunda tímabundið. Þetta kemur fram í
skýrslu frá fjármálaráðuneytinu um tíma-
bundna starfsemi fjármálafyrirtækja.
Fjármálafyrirtækjum er heimilt samkvæmt
lögum um fjármálafyrirtæki að stunda tíma-
bundið starfsemi í óskyldum rekstri í þeim
tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endur-
skipuleggja starfsemi viðskiptaaðila.
Miðað við stöðuna 1. mars, sjá súlurit, eiga
fjármálafyrirtæki hluti í 41 félagi í tímabund-
inni starfsemi. Félög sem fjármálafyrirtæki
eiga minna en tíu prósenta eignarhlut í eru
ekki meðtalin í þessari samantekt.
Af umræddum fjölda félaga er 21 félag í
yfir 40 prósenta eignar haldi fjármálafyrir-
tækis, í 15 félögum er eignarhaldið á bilinu
20 til 40 prósent og í fimm félögum er eignar-
haldið tíu til 20 prósent.
Þegar fjöldi eignarhluta fjármálafyrirtækja
í félögum í tímabundinni starfsemi þann 1.
mars síðastliðinn er borinn saman við fjölda
þeirra í nóvember 2011 má sjá að þeim hefur
fækkað um 91 félag. Ef þróun síðustu 18 mán-
aða er skoðuð má sjá að félögum í tímabund-
inni starfsemi hefur fækkað um 31. -ngy
Í dag eiga fjármálafyrirtæki meira en tíu prósent í 41 félagi í tímabundinni starfsemi:
Fækkun eignarhluta fjármálafyrirtækja
KJARAMÁL Samninganefnd Félags
framhaldsskólakennara kemur
saman á miðvikudag til að ræða
þá stöðu sem upp er komin eftir
að vinnumat framhaldsskólakenn-
ara var fellt í atkvæðagreiðslu síð-
astliðinn föstu-
dag. Guðríður
Arnardóttir, for-
maður Félags
framhaldsskóla-
kennara, gerir
ráð fyrir að í vik-
unni, eftir fund
samninganefnd-
arinnar, verði
líka fundað með
samninganefnd ríkisins.
Nýtt vinnumat mætti einna
mestri andstöðu hjá kennurum iðn-
greina, sem töldu það ógagnsætt
og fela í sér aukna vinnu. Um leið
og vinnumatið var fellt féllu niður
launahækkanir sem það átti að hafa
í för með sér fyrir kennara, 9,5 pró-
sent strax og tvö prósent til viðbót-
ar um næstu áramót, alls 11,69 pró-
senta launahækkun.
„Þetta þýðir bara að kjarasamn-
ingurinn er laus og að nú þurfum við
að endurmeta stöðuna,“ segir Guð-
ríður. Félagið þurfi að greina hvað
það hafi verið sem félagsmönnum
hugnaðist ekki við nýja vinnumatið.
„Ýmsar ástæður geta verið að baki
því að fólk sagði nei, og sjálfsagt
mismunandi út frá einstaklingum
hvað hverjum fannst.“
Hvort stefni í harða deilu við
ríkið segist Guðríður ekki þora að
spá um. „Fyrir lá samkomulag um
vinnumat sem félagsmenn felldu.
Þeim bara hugnast þetta ekki. Þá
leggjum við eðlilega ekki fyrir sama
samkomulagið heldur þurfa að eiga
sér stað einhverjar breytingar.“ Þá
þurfi að velta fyrir sér hvort stéttin
sé yfirleitt tilbúin að fara í breyting-
ar og að hversu miklu marki þurfi
að fara í breytingar til að laga kjara-
samninga félagsins að nýjum lögum
um lengingu skólaársins í 180 daga.
Kröfugerð félagsins liggi ekki fyrir.
„Við þurfum að setja okkur samn-
ingsmarkmið og til þess að gera það
þurfum við náttúrlega að vera með
góða yfirsýn yfir stöðuna eins og
hún er núna og heyra í okkar félags-
mönnum,“ segir Guðríður og bætir
við að haldinn verði fulltrúafundur
Félags framhaldsskólakennara 19.
þessa mánaðar og þá verði tilefni til
að fara yfir stöðuna.
„En það mun ekkert draga til tíð-
inda í þessum mánuði. Við þurfum
bara að skoða stöðuna, vanda okkur
og taka yfirvegaðar ákvarðanir um
næstu skref.“ olikr@frettabladid.is
GUÐRÍÐUR
ARNARDÓTTIR
Í VERKFALLI Frá samstöðufundi framhaldsskólakennara í mars í fyrra. Kjarasamningur
framhaldsskólakennara er nú laus á ný eftir að nýju vinnumati var hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sama samkomulag
ekki lagt fram aftur
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að vandlega verði farið yfir þá stöðu
sem upp er komin eftir að kennarar höfnuðu nýju vinnumati fyrir helgi. Samninga-
nefnd framhaldsskólakennara fundar á miðvikudag og með ríkinu í framhaldinu.
132
nóv.
2011
72
1. sept.
2013
41
1. mars
2014
95
1. sept.
2012
LÖGREGLUMÁL Lögregluembættið
á Suðurnesjum greindi frá því að
lögreglan þar hefði stöðvað og
handtekið eftirlýstan ökumann
á sunnudag. Ökumaðurinn var
handtekinn vegna ölvunaraksturs
en hann hafði aldrei öðlast öku-
réttindi á Íslandi. Auk þess hafði
hann verið sviptur ökuréttindum
í heimalandi sínu vegna ölvunar-
aksturs.
Þá var hann eftirlýstur vegna
vararefsingar. Tveir farþegar
sem voru í bifreiðinni með honum
gátu ekki tekið við akstri hennar
því þeir voru einnig ölvaðir.
- kbg
Handtekinn fyrir ölvun:
Eftirlýstur öku-
maður á ferð
MENNING Á nítjándu öld hafði
Biblían verið þýdd á arabísku
í yfir eitt þúsund ár eða jafn-
vel lengur. Um 1860 var Biblían
gefin út í nýrri þýðingu sem náði
metsölu í heimi araba, að því
er greint er frá á vefnum for-
skning.is.
Þar er haft eftir Rana Hisham
Issa að það hafi ekki bara verið
kristnir sem keyptu þessa þýð-
ingu sem þótti auðveld til lestrar,
heldur einnig múslímar. Þeim
hafi þótt þessi nýja Biblíuþýðing
hentug til þess að æfa sig í lestri.
Biblían hafi auk þess verið ódýr.
- ibs
Lestraræfingar múslíma:
Biblía á arab-
ísku rokseldist
Vinnumat grunnskólakennara var samþykkt síðastliðinn föstudag með 57,8
prósentum greiddra atkvæða. 1.701 sagði já, en nei sögðu 1.160 eða 39,4
prósent. Auðir seðlar voru 81, eða 2,8 prósent. „Vegna þeirra breytinga á
vinnuumhverfi kennara, sem kjarasamningurinn felur í sér, hækka laun
kennara um 9,5 prósent þann 1. maí næstkomandi og um 2,0 prósent þann
1. janúar 2016,“ segir á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að þeim hækk-
unum loknum hafa laun grunnskólakennara því hækkað um 11,69 prósent.
Grunnskólakennarar samþykktu matið
EIGNARHLUTIR
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
í tímabundinni starfsemi
8 fjármálafyrirtækja
ORKUMÁL Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins (ESB) bein-
ir þeim tilmælum til aðildarríkja
sambandsins að þau efli samteng-
ingar flutningskerfa raforku, svo
sem með aukinni uppbyggingu
sæstrengja.
„Árið 2020 er hverju aðildar-
ríki ætlað að búa að flutnings-
getu til annarra ríkja á sem svar-
ar að minnsta kosti 10 prósentum
allrar raforku sem framleidd er í
landinu,“ segir í umfjöllun Sam-
orku. Stefnunni sé ætlað að efla
orkuöryggi og bæta nýtingu raf-
orkukerfa. Með því sé dregið
úr þörfinni á að auka vinnslu-
getu raforku með virkjunum eða
öðrum raforkuverum.
Bretland og Írland eru meðal
tólf ríkja ESB sem ekki upp-
fylla kröfurnar í dag. „Ætla má
að þessar kröfur, auk kröfunn-
ar um aukinn hlut endurnýjan-
legra orkugjafa og aukið orkuör-
yggi, skýri þann áhuga sem bresk
stjórnvöld hafa sýnt á tengingu
um sæstreng við Ísland og fleiri
ríki,“ segir á vef Samorku. - óká
GRÍSKAR
VINDMYLLUR
ESB leggur
áherslu á
bætta orku-
nýtingu og
hefur þrýst á
margvíslegar
aðgerðir til
að draga úr
mengun.
NORDICPHOTOS/AFP
Evrópusambandið eykur kröfur um samtengingar raforkukerfa sambandsins:
Skýrir áhuga á sæstreng hingað
VEISTU SVARIÐ?
0
2
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
F
B
-5
D
A
0
1
3
F
B
-5
C
6
4
1
3
F
B
-5
B
2
8
1
3
F
B
-5
9
E
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K