Fréttablaðið - 03.03.2015, Side 8

Fréttablaðið - 03.03.2015, Side 8
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Samtal á afmælisári50 Gamla bíó Miðvikudagur 4. mars, kl. 14-17 Allir velkomnir! Ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum Dagskrá: Hlutverk Landsvirkjunar í loftslags- málum Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða? Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Uppgræðsla lands Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins Breytum lofti í við – kolefnisbinding með skógrækt Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands Skógrækt undir merkjum Kolviðar Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri Mýrviður – loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá Endurheimt votlendis Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóli Íslands Tækifæri og framtíðarsýn íslenskra fyrirtækja í loftslagsmálum Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins Umræður Fundarstjóri er Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun. ÍRAK Um 30 þúsund manna lið íraskra hermanna og stuðnings- manna þeirra er byrjað að herja á liðsmenn Íslamska ríkisins í borg- inni Tikrit í von um að ná henni aftur úr höndum þeirra. Tíkrit er heimaborg Saddams Hussein. Vígamenn Íslamska rík- isins náðu henni á sitt vald í júní á síðasta ári. Þar hafa búið um 250 þúsund manns, en ekki er vitað hve mörgum hefur tekist að flýja undan ofríki vígasveitanna. Þetta er ein stærsta borgin sem vígasveitir Ísl- amska ríkisins hafa náð á sitt vald. Herinn ætlar að senda 27 þús- und manns en að auki eru um 3.500 herskáir sjía-múslimar sagðir ætla að taka þátt í hernaðinum gegn Ísl- amska ríkinu. Bandaríkin og fleiri ríki hyggjast styrkja aðgerðirnar með loftárásum. „Markmið okkar er að frelsa fólk undan þessum hryðjuverkahópum,“ sagði Haidar al Abadi, forsætisráð- herra Íraks, á sunnudaginn og lagði á það sérstaka áherslu að vernda þyrfti almenna borgara og hús í Tíkrit. Fregnir hafa borist af því að íbúar í Tíkrit og nágrenni óttist yfirvofandi átök um borgina og séu þegar byrjaðir að forða sér til norð- urs og austurs. Bandaríkin kynntu nýlega áform um að ná borginni Mosúl, sem er nokkru norðar, úr höndum Íslamska ríkisins með tilstyrk bæði íraska hersins og liðsmanna Kúrdasveita. Þetta myndi gerast í apríl eða í maí, væntanlega í framhaldi af þessum átökum um Tíkrit sem nú eru að hefjast. Það virðist því ljóst að langvar- andi stríðsátök séu að hefjast við vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Í gær hvatti Nickolaí Mladenov, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, alla þátttakendur í þessum átök- um til þess að gæta sérstaklega að öryggi almennra borgara. Þegar liðsmenn Íslamska ríkis- ins náðu á sitt vald stórum svæð- um í vestanverðu Írak á síðasta ári flúðu íraskir hermenn unnvörpum miskunnarleysi innrásarliðsins og skildu víða eftir vopn sín og búnað. Íbúarnir í þessum hluta Íraks eru flestir súnní-múslimar en stjórnin í Bagdad er að mestu í höndum sjía- múslima, sem njóta stuðnings frá Íran. Íraski herinn hefur áður reynt nokkrum sinnum að ná Tíkrit úr höndum Íslamska ríkisins, en án árangurs. gudsteinn@frettabladid.is Íbúar Tíkrit óttast átökin Íraski herinn hefur tekið höndum saman við bardaga- sveitir sjía-múslima um að ná Tíkrit aftur úr höndum Íslamska ríkisins. Hafa stuðning frá Bandaríkjunum. Á LEIÐ TIL TÍKRIT Um þrjátíu þúsund manna herlið hyggst hrekja vígasveitir Ísl- amska ríkisins frá borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA FÓLK Tveir starfsmenn 365 voru meðal þeirra sem hlutu verðlaun fyrir verk sín við afhendingu Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2014 og verð- launaafhendingu Blaðaljósmyndarafélagsins fyrir myndir ársins um helgina. Ólöf Skaftadóttir blaðamaður hlaut verðlaun fyrir viðtal ársins 2014 sem var við tvíbura- bræðurna Kára og Halldór Auðar- og Svanssyni. Í viðtalinu lýsa bræðurnir reynslu sinni af geð- sjúkdómum af mikilli hreinskilni. Í umsögn dóm- nefndar sagði að fordómaleysi Ólafar og virðing gagnvart viðfangsefninu hefði skinið í gegnum textann og lýsti það sér ekki síst í léttleikanum sem einkenndi viðtalið. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari hlaut verð- laun fyrir íþróttamynd ársins. Myndin, sem sýnir Valsmenn fagna þegar þeir urðu deildarbikar- meistarar í handbolta, er sögð sýna samfélagið í kringum íþróttina, sam- stöðu og sanna gleðistund. Það sem enn fremur gerir myndina heillandi er hve lengi er hægt að virða hana fyrir sér og ávallt sjá nýjan svip, nýtt atriði, nýjan vinkil, að því er segir í umsögn dómnefndar. - ibs Blaðamannaverðlaunin 2014 og verðlaunaafhending Blaðaljósmyndarafélagsins fyrir myndir ársins: Fordómalaust viðtal og sönn gleðimynd VERÐLAUNAHAFAR Vilhelm Gunnarsson og Ólöf Skaftadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS Valsmenn fagna sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is NEYTENDUR Ítölsku neytendasam- tökin Altroconsumo fara fyrir hópmálsókn á hendur bílaframleið- endum sem sagðir eru hafa gefið rangar upplýsingar um eldsneytis- eyðslu bíla sinna. Á vef Neytenda- samtakanna segir að málið hafi verið þingfest fyrir helgi. Framleiðendurnir eru sagðir hafa haldið fram 20 til 50 prósent- um minni eyðslu en raunin var. „Bílarnir sem voru prófaðir voru Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI,“ segir á vef ns.is. - óká Bílaframleiðendur fyrir dóm: Kæra rangar tölur um eyðslu ELDGOS Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikl ar lík ur á gosi und ir jökli í Bárðabungu og í kjöl farið megi vænta ösku falls og flóða. ,,Þá fáum við flóð í Jökulsá á Fjöllum og öskufall um leið og vatnið kemst í snertingu við kvikuna,“ segir Ármann. Bárðarbunga er eitt stærsta eldfjall landsins og er að mestu leyti hulin jökli. Ármann segir legu eldstöðvarinnar og sögu gosstöðvarinnar gefa það til kynna að eldgos sé á næsta leyti. ,,Nú er stóra kerfið komið í gang og við þekkjum það í gegnum sög- una að þegar kerfið fer í gang þá tekur það fimm til fimmtán ár að losa spennuna og kvikuna. Á þessum forsendum erum við ennþá með mikla skjálftavirkni í Bárðarbungu og á meðan það er enn ókyrrð á svæðinu þá er ekki hægt að afgreiða að þetta sé búið.“ - ngy Lega eldstöðvarinnar gefur til kynna að gos sé að byrja: Miklar líkur á gosi undir jökli 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -5 8 B 0 1 3 F B -5 7 7 4 1 3 F B -5 6 3 8 1 3 F B -5 4 F C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.