Fréttablaðið - 03.03.2015, Page 10

Fréttablaðið - 03.03.2015, Page 10
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · hekla.is BREMSAÐU AF ÖRYGGI 20% AFSLÁTTUR BREMSUVÖRUR OG BREMSUVINNA VIÐ HEKLUBÍLA Renndu við hjá HEKLU við Laugaveg og við skiptum um bremsuklossa/bremsudiska á meðan þú bíður. Hjá HEKLU er óþarfi að panta tíma fyrir smærri viðgerðir. Ef þú vilt ekki bíða skilur þú bílinn eftir hjá okkur og við skutlum þér þangað sem þú vilt fara – og sækjum þig aftur! Forstjóri Íslandspósts vísar gagn- rýni á rekstur fyrirtækisins á bug og heldur því staðfastlega fram að engir árekstrar séu á milli einka- leyfis- og samkeppnishluta rekst- ursins. Að miklum hluta sé gagn- rýni byggð á misskilningi. Um tugur mála er varða Íslandspóst er til skoðunar hjá Samkeppniseftir- litinu eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Allt í sama farvegi Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Íslandspósts, segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnrýni Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, renni í sama farvegi og öll gagnrýni hingað til. Þar sagði Ólafur í hnotskurn að Íslandspóstur notaði tekjur af einkaréttarhluta fyrirtækisins til að niðurgreiða margvíslega sam- keppni við einkafyrirtæki á mörk- uðum. Það sem hér er vísað til væri brot á tveimur aðskildum greinum samkeppnislaga – grein sem fjallar um bann við misnotkun fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu og annarri um fjárhagslegan aðskilnað. Ingimundur segir um mjög flókna hluti að ræða en spurningin sé ekki síst sú hvernig niðurgreiðslur séu skilgreindar. „Af því að þetta er flókið þá er það sett í hendur eftir- litsstofnana að hafa eftirlit með okkar rekstri. Á það bæði við um Póst- og fjarskiptastofnun og Sam- keppniseftirlitið, og í báðum tilvik- um hefur þetta verið lengi til skoð- unar vegna þess misskilnings úti á markaðnum um hvernig þessi kostn- aðar greining er,“ segir Ingimundur. Að taka sér stöðu Um sáttameðferðina hjá Sam- keppniseftirlitinu, sem hófst árið 2013 vegna mála sem þar eru til skoðunar, segir Ingimundur að lengi hafi staðið yfir viðræður við eftirlitið um þau kærumál sem hafa komið upp. „Frumkvæð- ið að þessari málsmeðferð var Samkeppniseftir litsins, en ekki okkar. Síðan hafa staðið yfir sam- skipti um hvernig hægt væri að gera rekstrarumhverfi Íslands- pósts skýrara, þannig að svona kærumál og tortryggni grasseruðu ekki í umhverfinu, sem er mjög bagalegt fyrir okkur sem fyrir- tæki og viðskiptavini okkar. En það er engin niðurstaða fengin og ekki augljós niðurstaða sem getur skýrt þetta allt saman svo allir geti við unað. Enda þegar um einkarétt er að ræða, eins og Pósturinn er með og stendur til að afleggja, þá er það hluti af aðferðafræðinni við að koma sér inn á markaðinn að búa til ágreiningsmál og taka sér stöðu. Þó við komumst að nið- urstöðu er engin trygging fyrir því að ekki verði áframhald á kærum og gagnrýni,“ segir Ingimundur en hafnar því að nefna hvaða fyrir- tækis eða fyrirtækja hann vísar til. Alls telur hann að sex mál séu uppi á borðum. Um þessi mál hafi Íslandspóstur fjallað, hvort mis- brestur hafi orðið, og ekkert komið upp sem bendir til þess, að sögn Ingimundar. Linnulítil gagnrýni Spurður nánar um gagnrýnina, sem hefur verið linnulítil árum saman, og hversu óvægin hún hefur verið segir Ingimundur: „Ég, og við hér, lesum sama tóninn í gegnum öll þessi skrif og teljum okkur sjá þræðina í því. Þetta hefur átt sér margra ára aðdraganda og búið að taka þau í gegnum Samtök verslun- ar og þjónustu, Samtök iðnaðarins, og núna Félag atvinnurekenda. Eins í gegnum innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og ríkisendur- skoðanda. Við höfum orðið varir við alla þessa slóð sem aðallega er tengd einum aðila,“ segir Ingimund- ur. „Ég hef hins vegar ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitt- hvað rangt; hvorki frá Póst- og fjar- skiptastofnun varðandi pósthlutann né Samkeppniseftirlitinu varðandi misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Það ferli sem málið er í hjá sam- keppnisyfirvöldum þýðir að verið er að leiða málið til lausnar án þess að í því felist einhver brot. Sáttin er tilraun til að skýra málin.“ Ástæða samkeppnisrekstrar „Mín sýn á þetta mál er einfaldlega þannig, og ástæðan fyrir því að við erum í samkeppnisrekstri og ég tala nú ekki um rekstri fyrirtækja sem eru utan þeirrar alþjónustu- skyldu sem við höfum, er að hann skilar okkur hundruðum milljóna í tekjur og í beinan hagnað upp á á þriðja hundrað milljóna, eins og árs- skýrsla okkar mun sýna. Það kemur beinlínis þeirri starfsemi til góða sem okkur er skylt að halda úti, en enginn vill sinna þar sem tekj- urnar standa ekki undir því. Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni þar en það er bara enginn sem við erum að keppa við. Þvert á móti vilja samkeppnis- aðilarnir skipta við okkur, af því að það þarf að borga með þessu,“ segir Ingimundur. Hér er um að ræða eina aðal- gagnrýnina á starfsemi Íslands- pósts, nefnilega umsvif á sam- keppnismarkaði, eða „allt frá póstsendingum og prentsmiðju- rekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu“, eins og Ólafur Stephensen orðar það í grein sinni í Fréttablaðinu. Fullyrt er úr öllum áttum að ríkið eigi ekki að skipta sér af viðskiptum með þennan varn- ing. „Það er stóra spurningin, af hverju ríkið á að skipta sér. Það er bara allt önnur spurning og hvort ríkið eigi að eiga fyrirtæki eins og Íslandspóst,“ segir Ingimundur. Gagnrýnin byggist á misskilningi Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir að gagnrýni á fyrirtækið byggist á misskilningi að mestu. Eins sé um herbragð sam- keppnisaðila að ræða sem séu að koma sér fyrir á markaði. Samkeppniseftirlitið hafi viljað mál Íslandspósts í sáttaferli, ekki fyrirtækið. Þó við komumst að niðurstöðu er engin trygg- ing fyrir því að ekki verði áframhald á kærum og gagnrýni. Ingimundur Sigurpálsson PÓSTURINN Forstjórinn vill einkaleyfi fyrirtækisins burt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Lengri útgáfu viðtalsins má lesa á visir.is visir.is HEILBRIGÐISMÁL Áréttað er í bréfi landlæknis til yfirmanna á hjúkr- unarheimilum, heilbrigðisstofnun- um og sjúkrahúsum að brýnt sé að koma í veg fyrir „lyfjaatvik“ í heil- brigðisþjónustu. Á vef landlæknis segir að bréfið hafi verið sent 12. febrúar til að bregðast við fjölda fyrirspurna til landlæknis um lyfjagjafir á hjúkr- unarheimilum. Af öryggisástæð- um mæli embættið gegn því að ófaglært starfsfólk gefi stungulyf. - óká Brugðist við ábendingum: Ófaglærðir gefi ekki stungulyf DÓMSMÁL Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur þann 19. janú- ar síðastliðinn, fyrir að nauðga fjór- tán ára gamalli stúlku vorið 2010. Maðurinn, sem var 25 ára þegar brotin voru framin, hitti stúlkuna í tvígang á heimili sínu í miðborg Reykjavíkur. Í fyrra skiptið áreitti hann hana kynferðislega en í hið síð- ara nauðgaði hann henni. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum en neitaði að hún hefði komið heim til hans. Aðspurð- ur hvernig stúlkan hefði getað gefið greinargóðar lýsingar á húsnæði hans hélt hann því fram að hver sem er ætti auðveldan aðgang að húsnæðinu. Í dómnum segir að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og fái stuðning í gögnum málsins. Engar trúverðugar skýringar hafi komið fram hjá Ingvari Dór á hvernig stúlkan gat lýst húsnæðinu með jafn ítarlegum hætti og hún gerði. - ngy Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga 14 ára gamalli stúlku: Stúlkan lýsti íbúðinni ítarlega HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Mað- urinn braut í tvígang gegn stúlkunni í íbúð sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Benjamín Netan- jahú, forsætisráðherra Ísraels, kom til Bandaríkjanna í gær og hyggst ávarpa Bandaríkjaþing í dag. Barack Obama Bandaríkja- forseti ætlar ekki að vera við- staddur. Heimsókn Netanjahús hefur verið umdeild, ekki síst vegna þess hve stutt er í þingkosning- ar í Ísrael. Þær verða haldnar á laugardaginn kemur. Netanjahú hyggst nota tæki- færið til þess að fá bandaríska þingmenn ofan af því að fallast á samninga við írönsk stjórn- völd, sem myndu leyfa Írönum að halda óáreittir áfram kjarnorku- vinnslu. Netanjahú hefur sagt Ísrael vera í stórhættu fari svo að Íranar komi sér upp kjarn- orkuvopnum. Reuters-fréttastofan hefur hins vegar eftir Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, að samkomulag muni takast ef Bandaríkjamenn geta hugsað sér að hætta refsiaðgerð- um gegn Íran. „Ef þeir vilja samning, þá verður refsiaðgerðunum að linna,“ sagði Zarif í Genf í gær. „Við teljum að öllum refsiaðgerð- um þurfi að aflétta.“ - gb Netanjahú ávarpar Bandaríkjaþing í dag: Óttast samninga við Íransstjórn BENJAMÍN NETANJAHÚ Heimsækir Bandaríkjaþing í óþökk Bandaríkjafor- seta. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVÍÞJÓÐ Notkun eftirlitsmynda- véla á heilbrigðisstofnunum í Sví- þjóð er í mörgum tilfellum ólög- leg. Eftirlitið var ólöglegt hjá 53 af 195. Sumstaðar hafði leyfi ekki fengist fyrir notkun myndavél- anna. Sérstakt leyfi yfirvalda þarf til að fá að hafa eftirlit með svæðum sem almenningur hefur aðgang að, eins og til dæmis anddyrum, göngum og biðstofum. Yfirvöld þurfa jafnframt að kanna hvort eftirlitið sé löglegt. - ibs Heilbrigðisstofnanir: Myndavélaeftir- lit víða ólöglegt Ef þeir vilja samning, þá verður refsiaðgerð- unum að linna,“ sagði Zarif í Genf í gær. Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -4 4 F 0 1 3 F B -4 3 B 4 1 3 F B -4 2 7 8 1 3 F B -4 1 3 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.