Fréttablaðið - 03.03.2015, Side 12

Fréttablaðið - 03.03.2015, Side 12
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ég ætla að segja ykkur litla lífsreynslusögu. Hún gerist fyrir tuttugu árum í Austurríki. Ég stundaði þar nám um tíma, í borginni Graz sem er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Ungverjalands. Múrinn hafði fallið fáum árum áður og mikill fjöldi fólks leitaði frá austri til vesturs í von um betra líf. Ég var upptekin af hinu bráðskemmti- lega stúdentalífi og velti lítið fyrir mér aðstæðum Austur-Evrópumanna. Ég var frá Íslandi, fékk alls staðar hlýjar móttökur, og já, var bara nokkuð montin af því að vera Íslendingur. Það þótti þá, og þykir enn, svo- lítið töff. Svo var það dag einn að ég fór í litla sérvöruverslun og bauð góðan dag. Talaði þýskuna með hörðum hreim, var alls ekki austurrísk í útliti, hvað þá skandinavísk, með mitt svarta hár. Af útlitinu og hreimn- um mátti dæma að ég kæmi „að austan“. Í sakleysi mínu beið ég róleg eftir afgreiðslu og áttaði mig ekki strax á því kuldalega við- móti sem ég fékk. Eftir dúk og disk fékk ég afgreiðslu og eftir nokkra stund kom fram að ég væri frá Íslandi. Og viti menn! Við- mótið breyttist á svipstundu. Ég fékk bros, almennilegheit og já, framkomu sem allir eiga rétt á að fá; hvernig sem þeir líta út, hvaðan sem þeir koma og hverjir sem þeir eru. Svona er þá að vera hataður. Svona er þá að vera útlendingur. Þarna lærði ég mína lexíu. Ég óska engum þess að verða fyrir for- dómum. Hvað á fólk með að dæma aðra út frá ytri mælikvörðum? Hver einasta manneskja er einstök. Aðflutningur erlendra ríkisborgara til Íslands á 21. öldinni er nærri helmingi íbúa- fjölgunar á Íslandi. Á síðasta ári var hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi 7,4%. Þess má einnig geta að fjöldi leik- og grunnskóla- barna með erlent ríkisfang hefur sjöfald- ast á öldinni. Nú hafa 11% leikskólabarna og 6% grunnskólabarna annað móðurmál en íslensku. Fjölmenningarsamfélag er framtíðin. Við eigum að taka vel á móti fólki sem hér vill búa og og hjálpa því á allan hátt við að aðlagast íslensku samfélagi. Það eykur hagvöxt og síð- ast en ekki síst auðgar það menningarlífið og víkkar sjóndeildarhring okkar allra. Vertu velkominn SAMFÉLAG Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Fram- sóknarfl okksins ➜ Svona er þá að vera hataður. Svona er þá að vera útlendingur. Þarna lærði ég mína lexíu. Ég óska engum þess að verða fyrir fordóm- um. Hvað á fólk með að dæma aðra út frá ytri mælikvörðum? G rímseyingar lifa í ótta. Með öllu er óvíst hvort byggð helst áfram í eynni. Vilji heimamanna er skýr. Þeir vilja viðhalda byggðinni. Vilji Íslandsbanka er skýr. Hann vill innheimta skuldir Grímseyinga. Bankinn mun ráða. Byggðin er í mikilli óvissu. Tilraun um að viðhalda henni og atvinnu er við að mistakast. Fyrir fáum árum var drjúgur hluti fiskveiðikvóta Grímseyinga til sölu. Nokkrir heimamenn gerðu hvað þeir gátu, slógu lán og keyptu hluta kvótans. Þar með töldu þeir, og aðrir Grímseyingar, að byggðinni væri bjargað. Dæmið gekk ekki upp. Vonlaust er og var að láta enda ná saman, gera út með öllum kostnaði, borga laun og svo af kvótaláninu við bankann. Innst inni vissu eflaust flestir að svona myndi fara. Bankinn tók þátt, lánaði til kvótakaupanna og hann mun síðastur allra axla sína ábyrgð á því sem gert var. Bankinn tók þátt í öllu með lánveitingunum. Hann verður víst að fá sitt. Bankans er valdið um framtíð Grímseyjar. Ekki heima- manna eða stjórnmálamanna. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, þess sjávarpláss sem einna mestrar velgengni hefur notið, gerir athugasemdir við þetta og finnur greinilega til með Grímseyingum. Í bókun bæjar- stjórnarinnar segir að fjár- málastofnanir hafi ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrir- tækja og illu heilli virðist það háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Og þar með virðist byggðaþró- un á Íslandi ákveðin í höfuðstöðvum bankanna þriggja. Ekki af Byggðastofnun eða Alþingi. Framgangurinn er í höndum við- skiptabankanna. Þar er ekki spurt um hagsæld fólks eða hvernig er best að byggð þróist, viðhaldist eða ekki. Ísland hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki markverða byggðastefnu. Kannski er hún óþörf. Eftir skuldsetningaræðið í aðdraganda hrunsins er valdið sem fyrr segir hjá bönkunum. Þeirra samfélagslegu skyldur koma á eftir arðsemiskröfu eig- endanna. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem er tengdari sjávarútvegi en almennt gerist, sér að staðan er afleit. Nú beinist kastljósið að Grímsey, sem er sérlega áberandi tilfelli, síðast var það Djúpi- vogur, Þingeyri og Húsavík. Hvar það verður næst er vont um að segja, en það verður einhvers staðar. Enn vantar að tekist verði á um hvað beri að gera. Á að hámarka arðsemi í sjávarútvegi, halda áfram að færa kvótann á færri hendur eða á að nota hann líka til byggðaverkefna? Íslenska ríkið útdeilir fimm prósentum kvótans og tekist er á um hvort auka eigi ríkiskvótann. Stóri áhrifavaldurinn í byggðaþróun eru bankarnir. Þeir ráða mestu vegna skuldsetningar fjölda útgerða, oft útgerða sem eru örlagavaldar um hvort byggð helst á viðkomandi stað eða ekki. Grímsey er skýrt dæmi um það. „Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjávarbyggða eru þar með rofin,“ segir bæjarstjórn Vestmannaeyja og lýsir þar með ágætlega hinni raunverulegu byggðastefnu á Íslandi. Fyrsti liður hennar tryggir að rukkararnir fái sitt og svo er séð til með aðra. Þetta er vonlaust fyrirkomulag. Að baki er fólk sem á allt sitt undir öðrum framgangsmáta. Hin raunverulega byggðastefna á Íslandi: Bankarnir ráða Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Bændur blása til sóknar Sindri Sigurgeirsson, fjárbóndi og formaður Bændasamtakanna, blés til sóknar gegn versluninni, sem er jú veigamesti þátturinn í að koma vörum bænda til okkar neytenda. Hann full- yrðir að forráðamenn verslunarinnar hugsi á allt annan hátt en þeir tala. Þeir beri ekki hag neytenda fyrir brjósti, heldur einungis eigin hag. Segja má að Sindri og hans fólk hafi nú stigið áður óþekkt skref. Þeir hnykla vöðvanna, segjast ekki gefa fet eftir hvað varðar verndartollana. Víst er að þeir hafa tryggt bak- land þar, sjálfan flokk landbúnaðarráðherra og forsætisráðherra, sem báðir taka undir með bændum Íslands. Að vonum Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur farið fyrir gagnrýni á verndartolla. „Það eru gríðarlega háir tollar á inn- fluttum búvörum, jafnvel búvörum sem eru ekki framleiddar á Íslandi, jafnvel búvörum sem er skortur á á Íslandi.“ Álagning á innfluttar búvörur er samt meiri en á innlendar búvörur, að sögn Sindra Sigurgeirssonar. Innflutningur var með mesta móti í fyrra án þess að verðið lækkaði. Ólafur segir það ekkert skrýtið. Tollarnir eru áfram um 50 prósent á kjúklingi og milli 30 og 40 prósent á innfluttu svínakjöti. „Sindri verður bara að biðja landbúnaðarráðherra að laga það ef hann vill að innflutningurinn lækki í verði.“ Eigin skrímsli Jónas Kristjánsson ritstjóri liggur ekki á skoðunum sínum. Hann segir fyndið að stjórnmálamenn heimti aðgerðir gegn eigin skrímslum. „Bankarnir eru bezta dæmið um slík skrímsli. Fyrr- verandi ríkisstjórn gerði ekki handtak til að bremsa bankana og núverandi ríkisstjórn hefur ekki heldur lyft hendi til þess. Samt þykjast pólitíkusar fjórflokksins geta rifið sig hása um bankana. Þar fer auðvitað fremstur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis, sem frægastur er fyrir að vera enn í stjórnarandstöðu. Hann segir framkomu bankanna ótæka og ekki ásættanlega. Tekur svo fram, að hann sé sjálfur valdalaus.“ Þannig skrifar Jónas. sme@frettabladid.is A Ð A L F U N D U R Brú félag stjórnenda heldur aðalfund sinn mánudaginn 16. mars kl. 19:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50d D A G S K R Á: Venjuleg aðalfundastörf Kosning til stjórnar Kjósa skal um: - Formann til 2ja ára - Ritara til 2ja ára - Varamann til 2ja ára Félagar fjölmennum !! Stjórnin. 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -3 1 3 0 1 3 F B -2 F F 4 1 3 F B -2 E B 8 1 3 F B -2 D 7 C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.