Fréttablaðið - 03.03.2015, Qupperneq 16
FÓLK|HEILSA
NÆRUMHVERFIÐ NÝTT
Fyrirtækið Móðir Jörð frá Fljótsdals-
héraði var einnig í Hörpu um helgina.
Á Fljótsdalshéraði fer fram lífræn
ræktun á korni og grænmeti en fyrir-
tækið framleiðir úrval af hollustu-
og sælkeravörum. Að sögn Eyglóar
Bjarkar Ólafsdóttur, annars eiganda
fyrirtækisins, nýta þau til dæmis ber
og jurtir úr nánasta umhverfi við
framleiðslu sína. „Hvönnin er nýtt til
að bragðbæta hrökkbrauðið okkar og
ýmsar jurtir eru nýttar í nuddolíur og
te. Við notum einnig brenninetlu sem
er vel þekkt fyrir hollustu en er van-
nýtt hér á landi en hún inniheldur járn
og C-vítamín. Eins hafa bláber mikið
af andoxunarefnum og vítamínum og
þykja góð fyrir sjónina.“
Hún segir styrkleika íslenskra
afurða helst felast í hreinleika vatns
og jarðvegs. „Hér er auk þess lítil eða
engin þörf á notkun skordýraeiturs
og við búum almennt ekki við það
álag sem ræktunarlönd eru undir víða
erlendis í kjölfar þaulræktunar og
mengunar sem því getur fylgt. Hér eru
einnig góðar aðstæður til að stunda
lífræna ræktun þar sem landrými er
til staðar og ekki miklir árekstrar við
mengandi starfsemi.“
Þeir landsmenn sem ekki
hafa heimsótt matar-
markað Búrsins áður
en vilja kynna sér
fjölbreytta og holla
afurðir innlendra
framleiðenda geta
heimsótt Hörpu
í lok ágúst þegar
næsti markaður
verður haldinn.
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
FemiBalance er dásamleg jurtablanda sem kemur á góðu hormónajafn-
vægi hjá konum á besta aldri.
FemiBalance er í dag eitt vinsælasta bætiefnið í þessum flokki á
Norðurlöndunum.
Þegar tekist er á við breytingaskeiðið þarf að huga að mörgum
þáttum og FemiBalance inniheldur jurtir sem draga m.a. úr nætursvita,
svefnvandamálum, stoðkerfisverkjum, depurð, þreytu og þurrki.
Hér er vandað til verka því í hverju hylki eru 465 mg af sérvöldum
jurtum, en þær eru: rauðsmári, granateplakjarnar, jamrót og hindberja-
blöð, grikkjasmárafræ, grávalhnetu-
börkur og fennikufræ.
Allt eru þetta afar kvenlegar jurtir
sem gera miklum mun meira en að
aðstoða við hliðarverkanir breytinga-
skeiðsins. Ýmsar jákvæðar „aukaverk-
anir“ kunna því að fylgja með, t.d. betri
líðan, meiri orka og aukið úthald.
FEMIBALANCE:
● Getur dregið úr nætursvita og svefn-
vandamálum
● Vinnur gegn verkjum í stoðkerfi
● Byggir upp slímhúðir og dregur úr
þurrki
● Hefur mjög jákvæð áhrif á andlega
líðan
● Eykur orku og úthald
Í hverju glasi af FemiBalance eru 100
hylki, en mælt er með 2 hylkjum á dag.
Fæst aðeins í apótekum og heilsuvöru-
verslunum.
FEMIBALANCE
FRÁ SOLARAY
HEILSA KYNNIR FemiBalance – strax í aðdrag-
anda breytingaskeiðsins.
Íslendingar hafa nýtt afurðir nátt-úrunnar til matargerðar svo öldum skiptir. Undanfarin ár hefur þeim
innlendu framleiðendum fjölgað jafnt
og þétt sem nýta afurðir á borð við
söl, þara, fjallagrös, ber og ætihvönn
og búa til fjölbreyttar, gómsætar og
ekki síður bráðhollar afurðir.
Margir slíkir framleiðendur kynna
vörur sína og selja á matarmarkaði
Búrsins sem haldinn er nokkrum
sinnum á ári. Síðustu helgi var átt-
undi matarmarkaður Búrsins haldinn
í Hörpu og eins og venjulega var hann
vel sóttur. Um 50 innlendir framleið-
endur kynntu þar og seldu afurðir sín-
ar og eru margir þeirra frumkvöðlar
á sínu sviði sem bæði hafa brennandi
áhuga á nýtingu íslenskra auðlinda
og sjá mikil tækifæri í þessari grein.
Aðsóknin að matarmarkaði Búrsins
er alltaf mjög góð og virðist áhugi
neytenda á íslenskum hollustuvörum
aukast með hverju árinu sem líður.
Íslensk hollusta var eitt þeirra
fyrirtækja sem kynntu afurðir sínar
um helgina en það framleiðir ýmsar
matvörur úr sölum, þara, berjum og
fjallagrösum. Eyjólfur Friðgeirsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var
ánægður með afrakstur helgarinnar
og segir landsmenn sýna þaranum
mikinn áhuga. „Margir Íslendingar vilja
læra að nýta hann til matargerðar og
það sama má segja um sölin. Stórþar-
inn er afar hollt hráefni og ríkur af
af kalki, magnesíum, járni og snefil-
efnum. Þar sem hann er ríkur af nátt-
úrulegri glútamatsýru skerpir hann
og dregur fram hið eiginlega bragð
hráefnisins á hollan og eðlilegan máta.
Þarinn gefur góðan kraft í allar græn-
metis- og kjötsúpur og er einnig góður
í grænmetis-, bauna- og fiskpottrétti.“
Sölin eru að sögn Eyjólfs helst nýtt
sem snakk en hann segir bæði sölin og
þarann innihalda mikið af steinefnum
og snefilefnum sem nauðsynleg séu
fyrir bein, hár og tennur.
Fjallagrösin eru annað hráefni sem
Íslendingar hafa notað í margar aldir.
„Íslendingar eru mjög áhugasamir um
fjallagrösin sem ýmist eru seld heil
eða möluð. Þau eru virkilega holl
og talin hafa mýkjandi og
græðandi áhrif á slím-
húð í öndunarfærum
og meltingarvegi
og styrkja ónæmis-
kerfið. Grösin eru
góð í mat eins og
brauð, grauta og te og
í bakstri eru þau mjög
góð saman við spelt.“
AFURÐIR NÁTTÚRU
HOLLT OG GOTT Mörg smærri matvælafyrirtæki hérlendis sérhæfa sig í fram-
leiðslu hollra matvæla úr afurðum íslenskrar náttúru. Nokkur þeirra voru
mætt á matarmarkað Búrsins í Hörpu um helgina þar sem gestir gátu smakk-
að á fjölbreyttum kræsingum og verslað um leið.
BRÁÐHOLL
Fjallagrösin er mjög holl
og henta til dæmis í brauð,
grauta og út í te.
MYND/HARI
NÝTIN Eymundur og Eygló nýta ber og jurtir úr nánasta umhverfi sínu við fram-
leiðsluna. Þar má nefna ætihvönn, brenninetlu og bláber. MYND/HELGA BJÖRNSDÓTTIR
FJÖLBREYTNI Um 50 framleiðendur kynntu afurðir sínar í Hörpu um helgina. Uppi-
staða margra þeirra kemur úr íslenskri náttúru. MYND/HELGA BJÖRNSDÓTTIR
NOTUÐ LENGI Ætihvönnin
er talin ein merkasta lækn-
ingajurt Íslandssögunnar
og hefur verið notuð frá
landnámi.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Til hvers að flækja hlutina?
365.is | Sími 1817
SJÁLFKRAFA
í BESTA ÞREP!
0
2
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
F
B
-5
3
C
0
1
3
F
B
-5
2
8
4
1
3
F
B
-5
1
4
8
1
3
F
B
-5
0
0
C
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K