Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 21
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 33. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR B íla- og tækjafjármögnun Arion banka hóf starfsemi í september árið 2012. Þá var ákveðið að stofna nýja deild og byrja að bjóða upp á nýjar leiðir í bílafjármögnun til einstaklinga sem ekki höfðu verið í boði áður hjá bankanum,“ segir Sævar Bjarnason, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Hann segir markaðinn hafa tekið vel á móti þessari nýju þjónustu. „Við hjá bíla- og tækjafjármögnun Arion banka veitum í dag fjölmörgum viðskiptavinum Arion banka almenna ráðgjöf sem tengist fjár- mögnun á ökutækjum.“ Samstarfsaðilar „Okkar samstarfsaðilar eru sölumenn bílaumboða jafnt sem sölumenn notaðra bíla sem eru allir með aðgang að um- sóknarkerfi bíla- og tækjafjármögnun- ar Arion banka. Stór hluti bílaflota lands- manna er fjármagnaður með lánum og fer afgreiðsla og undirritun lánapappíra fram hjá samstarfsaðilum okkar. Það er mikilvægt að viðskiptavinir Arion banka fái tækifæri á að sækja um góð kjör hjá sínum viðskiptabanka í gegnum bílaum- boð og bílasölur notaðra bíla sem eru með umsóknarkerfi Arion banka.“ Skjót og góð þjónusta Hagkvæmar lausnir við fjármögnun hvers kyns ökutækja eru mikilvægur liður í þjónustu bankans að sögn Sæv- ars. „Hjá bíla- og tækjafjármögnun Arion banka eru starfsmenn með áralanga reynslu af ráðgjöf sem tengist fjármögn- un til einstaklinga,“ segir Sævar og bend- ir á að starfsmenn deild- arinnar séu ávallt til- búnir að finna bestu fjármögnunarleið sem henti hverjum og einum. Sveigjanlegur greiðslumá- ti og hagkvæm kjör Kaupleigusamningar eða bílalán Arion banka eru sérstaklega ætluð til fjármögnunar á bifreiðum til einstaklinga. „Arion banki fjármagnar allt að 75 pró- sent af kaupverði bifreiðarinnar og getur lánstíminn verið allt að 84 mánuðir,“ upp- lýsir Sævar. Hann segir að einnig sé hægt að fá allt að níu ára fjármögnun á nýrri bifreið frá bílaumboði og þannig geti fólk lækkað greiðslubyrði enn frekar. „Viðskiptavinurinn er farinn að undir- búa sig betur áður en hann fer og skoðar bíla hjá bílaumboðum. Hann kannar fyrst hvaða möguleikar eru í boði hjá sínum viðskiptabanka, til dæmis kjör, lengd samninga og greiðslubyrði. Fer síðan af stað og skoðar hvað er í boði. Við leggjum áherslu á að viðskiptavinurinn klári alla þessu vinnu áður en hann fer að fjárfesta í bíl,“ segir Sævar og bendir á að þess- ar hagkvæmu leiðir bjóðist viðskiptavin- um bankans og öðrum sem vilji við hann skipta. Komum til móts við okkar viðskiptavini Bílafloti landsmanna er að eldast hratt og samkvæmt Samgöngustofu er meðalald- ur fólksbíla tæplega 12 ár. „Þetta segir okkur að endurnýjunin er ekki eins hröð og við var búist. Við viljum koma til móts við okkar viðskiptavini og bjóða þeim fjár- mögnun á nýjum jafnt sem 12 ára gömlum bílum á meðan við erum að ganga í gegn- um þetta tímabil,“ segir Sævar og bend- ir í því sambandi á að Arion-banki bjóði nú upp á fjármögnun á kaupum á bílum sem eru allt að tólf ára gamlir. Allt að 75% fjár- mögnun er í boði til kaupa á allt að níu ára gömlum ökutækjum - og hægt er að slá lán fyrir helmingi kaupverðs ökutækis sem er tíu til tólf ára gamalt. Endurnýjun borgar sig Endurnýjunarþörfin á bifreiðum lands- manna er mikil og rekstur á eldri bílum getur verið óhagstæður. „Oft heyrum við af því að sparnaður í formi bensín- og við- haldskostnaðar á nýlegum bifreiðum geti staðið undir hluta afborgana bílalána og getur því verið mikil hagkvæmni í því fólgin að endurnýja bifreiðina á heim- ilinu,“ segir Sævar. Þeir sem huga að kaupum á fólksbílum geta haft samband með því að senda fyr- irspurn á bilar@arionbanki.is eða kynna sér reiknivél og lánaforsendur bíla- og tækjafjármögnunar á heimasíðu Arion banka, www.arionbanki.is. HAGKVÆM FJÁRMÖGNUN FÓLKSBÍLA Bíla- og tækjafjármögnun Arion banka er nýleg deild innan bankans sem hefur að markmiði að veita sveigjanlega og hraða þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Sérfræðingar deildarinnar aðstoða og finna bestu fjármögnunina fyrir hvern og einn. Sævar Bjarnason Hjá bíla- og tækjafjármögnun Arion banka eru starfsmenn með áralanga reynslu af ráðgjöf sem tengist fjár- mögnun til einstaklinga. ARION BANKI KYNNIR Hagkvæm bílafjármögnun Við bjóðum kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Arion banka njóta hagstæðra kjara. Reiknivélin á arionbanki.is hjálpar þér að sjá hvaða fjármögnunarkostir henta þér. Hafðu samband í síma 444 8800 eða sendu fyrirspurn á bilar@arionbanki.is Nánari upplýsingar er að finna á arionbanki.is 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F B -5 3 C 0 1 3 F B -5 2 8 4 1 3 F B -5 1 4 8 1 3 F B -5 0 0 C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.