Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.03.2015, Qupperneq 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR Þeir eru rausnarlegir hjá General Motors við yfi rmenn sína, en fyrirtækið gaf 12 stjórnendum sínum hluti í GM fyrir alls 9,6 milljónir dollara um daginn, en það samsvarar 1.250 milljónum króna. Forstjórinn Mary Barra fékk stærsta hlutinn, 3 milljónir dollara, eða um 393 milljónir króna. Laun hennar fyrir árið í ár verða á bilinu 210 til 1.835 milljónir króna, allt eftir árangri. Tveir næstráðandi yfi rmenn fengu hvor um sig um 1 milljón dollara virði í General Motors, eða um 130 milljónir króna og aðrir 9 yfi rmenn minna. Það er því ekki slæmt að vinna sem stjórnandi hjá General Motors þessa dagana. GM gaf stjórnendum hlutabréf fyrir 1.250 milljónir Öllum bílafyrirtækjum Japans gekk vel á síðasta ári og samanlagður hagnaður þeirra nemur 4.453 milljörðum króna. Starfsfólk í verk- smiðjum þeirra krefst nú hluta þess hagnaðar og lái því hver sem vill. Kröfur stéttarfélaga starfsmanna hljóða nú upp á hækkun til þeirra allra um 50 dollara á mánuði, eða um 6.600 krónur. Það virðist ekki há krafa í samanburði við risahagnaðinn, en þessi hækkun myndi kre ast 1/56 af árshagnaðinum í fyrra fyrir þá 766.000 starfsmenn sem vinna í Japan fyrir þessi fyrirtæki. Japönsku bílafyrirtækin hafa ekki verið svo viljug að hækka laun starfsmanna sinna svo það gæti stefnt enn einu sinni í verkföll í japönskum bílaverksmiðjum. Ástæða þess hve japönsku bíla- fyrirtækin högnuðust vel í fyrra var lágt gengi japanska jensins og árið í ár lítur jafn vel út. Japanskir verkamenn í bílaverksmiðjum vilja hluta hagnaðar Polestar er þekkt fyrir að ná ótrúlegu afli úr Volvo-vélum og enn á ný hafa þeir sett nýja mælistiku með því að kreista 450 hestöfl út úr 2,0 lítra og  ögurra strokka bensínvél Volvo. Það ætti að hræða suma af þýsku lúxusbílaframleiðendunum. Víst er að enn er háð hestaflastríð milli þeirra og Volvo tekur þátt í því með hjálp breytingafyrirtækisins Polestar. Sumum þótti nóg um þegar Polestar náði 350 hestöflum úr sex strokka vél í Volvo V60. Þá notaðist Polestar við gamla vél og tækni. Öllu magnaðri er árangur þeirra með þessa litlu vél nú. Með henni slær Polestar við AMG-hluta Mercedes Benz sem náði 360 hestöflum úr sömu stærð vélar fyrir Mercedes Benz CLA45 AMG-bílinn og þótti mörgum þó nóg um þar. Tvær forþjöppur og keflablásari Polestar notast við tvær forþjöppur frá Borg Warner og snúast þær allt að 200.000 snúninga á hverri mínútu. Auk þess er keflablásari tengdur vélinni sem snýst á 70.000 snúninga hraða á mínútu. Bensíndælan í bíln- um vinnur undir 50 psi þrýstingi og er svo tengd stórum bensínþrýsti- dælum með 3.625 psi þrýstingi. Segja má því að allt sé afar háþrýst undir vélarhlífi nni. Sumir myndu halda að þetta væri ávísun á bilanir en því eru þeir Polestar menn ekki sammála. Þessi Volvo S60-bíll er eðlilega með breytta og stífari  öðrun, öðruvísi stýringu og breiðari dekk. 450 hestafla Volvo S60 J apanski bílaframleiðand- inn Mazda verður 100 ára árið 2020. Bílatíma- ritið Autocar hefur heim- ildir fyrir því að í til- efni þess ætli Mazda að endur vekja sportbílinn RX-7 og enn sem fyrr með rotary- vél. Mazda RX-7 var framleidd- ur á árunum 1978 til 2002 og voru alls framleiddir 811.634 bílar. Mikið hefur gengið á hjá Mazda hvað varðar framtíð rotary-véla fyrirtækisins, en sem stendur framleiðir Mazda enga bíla með slíkum vélum, enda hafa þær þótt óhagstæðar í rekstri þrátt fyrir mikið afl þeirra úr litlu sprengi- rými. Vilja ekki gefast upp á rotary-vélum Þeir hjá Mazda vilja þó alls ekki gefast upp á framleiðslu rotary- véla, sem hefur gefið fyrirtækinu mikla sérstöðu meðal bílafram- leiðenda. Árið 2009 heyrðist að Mazda ætlaði að sýna nýjan RX-7 á bílasýningunni í Tókýó það ár, en ekkert varð úr því. Sama ár var því spáð að Mazda ætlaði að hætta framleiðslu RX-8-sport- bílsins til að rýma fyrir nýjum RX-7 sem yrði þá kynntur árið 2012. Árið 2010 var Mazda víst að vinna að 300 hestafla rotary-vél fyrir RX-7 og átti sú vél að vera hönnuð bæði sem bensín- og dísil- vél og yrði mun eyðslugrennri en fyrri rotary-vélar Mazda. Þá var talað um kynningu á bílnum árið 2013. Sífellt nýjar ákvarðanir Svo heyrðist að nýr bíll Mazda með rotary-vél myndi heita RX-9 og yrði byggður á sama undir- vagni og MX-5 Miata. Árið 2012 komu svo þær fréttir að von væri á slíkum bíl árið 2017 og var það ári síðar borið til baka og sagt að Mazda ætlaði að hætta alveg að smíða bíla með rotary-vélar. Ekki er það þó líklegt í ljósi þess að enn vinna 30 verkfræðingar hjá Mazda við þróun rotary-vél- ar í samstarfi við háskóla í Japan. Autocar segir nú að nýr bíll komi með rotary-vél á afmælisárinu 2020 og að hann verði með vél- ina að framan, drifið að aftan og annaðhvort aðeins með 2 sæti eða 2+2. Sá bíll gæti fengið eitt- hvert af nöfnunum RX-6, RX-7 eða RX-9. Aðeins tíminn einn leiðir í ljós hvort úr þessu verð- ur, en Mazda virðist seint ætla að ákveða sig varðandi framtíð rot- ary-véla hjá fyrirtækinu. MAZDA RX-7 GÆTI SNÚIÐ AFTUR ÁRIÐ 2020 Það ár verður Mazda 100 ára og heyrst hefur að fyrirtækið vilji halda upp á það með nýjum bíl með rotary-vél. N æsti alvöru keppi- nautur Tesla Model S gæti orðið Porsche. Heyrst hefur að Porsche sé að þróa bíl undir heitinu Porsche 717 sem aðeins geng- ur fyrir rafmagni. Sá bíll verð- ur eitthvað minni en Panamera- bíll Porsche og því líklega ámóta að stærð og Tesla Model S. Hann á að fást í 400, 500 og 600 hestafla útgáfum og allar verða þær með meiri drægni en 500 kílómetra. Bíllinn verður byggður á sama undirvagni og Porsche Panamera og Bentley Continental. Porsche framleiðir nú þegar nokkrar gerð- ir Plug-In-Hybrid-bíla, svo sem Cayenne, Panamera og ofurbíl- inn 918. En þessi bíll yrði sá fyrsti sem eingöngu verður drifinn áfram af rafmagni. Fjórhjóladrifi nn og  órhjólastýrður 717-bíllinn verður fjórhjóladrif- inn og með stýringu á öllum hjól- um. Rafmótorar eru á hverju hjóli og fjöðrun bílsins verður með raf- eindastýrða loftpúðadempara. Þrátt fyrir að smíði þessa bíls hafi ekki verið staðfest af Porsche hafa bæði Car Magazine og Auto Motor und Sport í Þýskalandi greint frá því að hann sé væntanlegur. Tesla má sannarlega fara að passa sig því enginn vill fá Porsche sem keppinaut. Oft hefur verið ýjað að minni gerð Panam era-bílsins og han þá kallaður Pajun, eða „litli“ Panamera. Það skyldi þá aldrei vera að fyrirhugaður Pajun yrði aðeins rafmagnsdrifinn? Þeir sem fjallað hafa um þessa smíði telja að hann verði ekki tilbúinn til sölu fyrr en árið 2019, svo Tesla hefur góðan tíma til að mæta þessari samkeppni frá Porsche. PORSCHE AÐ SMÍÐA RAFMAGNSBÍL? Heyrst hefur að Porsche sé að þróa bíl undir heitinu Porsche 717 sem aðeins gangi fyrir rafmagni. 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -4 E D 0 1 3 F B -4 D 9 4 1 3 F B -4 C 5 8 1 3 F B -4 B 1 C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.