Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 26
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 8 3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR N ý Corsa frá Opel verður frumsýnd hjá Bílabúð Benna laugar daginn 7. mars. Hér er á ferð- inni afar sportleg- ur fimm manna bíll sem kemur virkilega á óvart fyrir óvenju fullkominn tækni- og öryggisbúnað, ferska hönn- un, sprækar vélar, sparneytni og frábært verð. Opel-merkið hefur verið á mikilli uppleið í Evrópu og hlotið ótal hönnunar- og gæða- verðlaun að undanförnu. Lykill- inn að þessum árangri er 4 millj- arða evra fjárfesting fyrirtækis- ins í þróun á nýjum bílgerðum. Metnaður Opel er gríðarlegur en fram til ársins 2018 áætlar fyrir- tækið að kynna eina 27 nýja bíla og 17 nýjar bílvélar. Afrakstur þessa er að skila sér, jafnt og þétt og nú er það fimmta kynslóðin af Corsa. 12,3 milljón eintök seld Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir komu hans, enda ein mest selda einstaka bílgerðin sem framleidd hefur verið í Evrópu, með 12,3 milljónir eintaka seld frá markaðssetningu hans árið 1982. Nýi bíllinn hefur greinilega staðið undir væntingum jafnt gagnrýn- enda sem neytenda, en í desem- ber, aðeins þremur mánuðum eftir frumsýningu bílsins í Frankfurt, höfðu borist yfir 55 þúsund pant- anir. Nú gefst Íslendingum tæki- færi til að skoða gripinn. Sam- kvæmt upplýsingum Björns Ragn- arssonar, framkvæmdastjóra bílasviðs hjá Bílabúð Benna, verður nýja Corsan frumsýnd í Reykjavík og í Reykjanesbæ, laugardaginn 7. mars og eru allir hjartanlega velkomnir. BÍLABÚÐ BENNA FRUMSÝNIR OPEL CORSA Hefur hlotið ótal hönnunar- og gæðaverðlaun að undanförnu. Nú í janúar sl. lauk fyrsta námskeiði er Bílgreinasambandið stóð fyrir í samvinnu við Opna háskólann í Reykjavík. Námið var sérsniðið að þörf- um millistjórnenda og stjórnenda í bílgreininni en námslínan byggðist á víðtækri þekkingu sérfræðinga HR í stjórnendaþjálfun og til hliðsjónar þarfagreiningu stjórnenda úr greininni, starfsfólks Bílgreinasambandsins og kennara innan HR. Námið fór af stað í september sl. og að jafnaði fór kennsla fram tvo heila daga í mánuði að desember undanskildum. Þau fög sem farið var í voru: ● Markaðsmál og almannatengsl ● Persónuleg þróun stjórnenda, tímastjórnun og markmiðasetning ● Þjónustu- og gæðastjórnun ● Samningatækni ● Samfélagsleg ábyrgð ● Fjármál og áætlanagerð ● Mannauðsstjórn og leiðtogafræði Tuttugu og fi mm skráðu sig á námskeiðið sl. haust og er skemmst frá því að segja að nemendur voru mjög ánægðir með allt sem að þessu námi laut og fékk námskeiðið hæstu einkunn en nemendur lögðu mat á nám og kennslu í lok hvers kennsludags. Að öllu óbreyttu, miðað við jákvæðar niðurstöður af þessu námskeiði, mun Bílgreinasambandið athuga með áframhaldandi samstarf við Opna háskólann um sambærilegt námskeið nú í haust ef næg þátttaka verður. Stjórnendanámskeið BGS og Opna háskólans Subaru Outback hefur ávallt verið einn af glæsilegustu fulltrúum Subaru og er nýi bíllinn þar engin undantekning. Blaðamanni Fréttablaðsins gafst tækifæri á dögunum til að reynsluaka þessum nýja bíl frá Subaru og mun verða  allað ítarlega um hann í næsta bílablaði Fréttablaðsins. Subaru-menn hafa ávallt lagt allt sitt í fullkomið  órhjóladrif sem vinnur með lárétt hönnuðum Boxer-vélum. Nýr Outback er með nýja og upp- færða Boxer-dísilvél sem notar einungis 6,0 lítra á hverja 100 km. EyeSight-öryggistækni Eitt það athyglisverðasta við þessa nýju útgáfu af Subaru er nýtt öryggismyndavélakerfi sem Subaru-menn kalla EyeSight. Kerfi ð, sem er eitt það fullkomnasta sem völ er á, aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfi sins síðastliðin 20 ár og hefur öryggisbúnaðurinn verið til reynslu í bílum frá Subaru á Japans- markaði síðastliðin fi mm ár. EyeSight-öryggiskerfi ð tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og  arlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfi r. EyeSight-kerfi ð gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. Subaru Outback Premium Boxer dísil, sjálfskiptur, kostar 6.590.000 krónur. Eyðslan í blönduðum akstri er 6,0 l/100 km samkvæmt uppgefnum tölum framleiðanda. Nýr Subaru Outback frumsýndur um næstu helgi 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F B -4 0 0 0 1 3 F B -3 E C 4 1 3 F B -3 D 8 8 1 3 F B -3 C 4 C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.