Fréttablaðið - 03.03.2015, Page 30
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
12 3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR
Toyota Corolla hélt titlinum
mest seldi bíll heims til
margra ára og í dag er hann
framleiddur í mörgum löndum,
þ.e. Japan, Bandaríkjunum,
Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi,
Pakistan, Kína, Taívan og í
Taílandi. Í Bandaríkjunum er
Corolla nú framleidd í Blue
Springs í Mississippi og þar
hefur bíllinn verið framleiddur
frá árinu 2011, en þar áður í
Kaliforníu. Á þeim tæplega 4
árum sem hann hefur verið
framleiddur þar hefur verk-
smiðjan nú skilað frá sér
500.000 eintökum af bílnum
og var því fagnað í síðasta
mánuði. Í fyrra framleiddi
verksmiðjan í Blue Springs
180.000 Corolla-bíla, en í
verksmiðjunni starfa 2.000
manns. Alls hafa verið seldar
10 milljónir Toyota Corolla-bíla
í Bandaríkjunum frá upphafi ,
en sala hans hófst árið 1968.
Toyota hefur alls framleitt 21
milljón Toyota-bíla í Banda-
ríkjunum frá því fyrsta verk-
smiðja Toyota var opnuð þar
vestanhafs.
500.000
Toyota Corolla
á 4 árum
Hyundai mun svipta hulunni af
nýjum ix35-jepplingi á komandi
bílasýningu í Genf. Hyund-
ai hefur selt ix35 í Evrópu
frá því árið 2009. Í fyrra var
hann órði mest seldi bílinn í
þessum flokki með 93.827 bíla
selda. Sá sem seldist mest var
Nissan Qashqai með 204.500
bíla, svo Volkswagen Tiguan
með 150.154 bíla, þá Kia
Sportage með 97.459 bíla og
sló þar við móðurfyrirtækinu
Hyundai. Þessi flokkur bíla
óx um 6% á síðasta ári, sem
er sami vöxtur og bílasalan
í heild í fyrra í álfunni. Meira
afgerandi og grimmari línur
leika nú um Hyundai ix35 og
segja hönnuðir hans að fram-
hallandi línur hans láti hann
virka á ferð þó hann standi
kyrr. Nýr Hyundai ix35 verður
boðinn með tveimur gerðum
1,6 lítra bensínvélar og þremur
gerðum dísilvéla. Sala Hyundai
í Evrópu í heild á síðasta ári
var 424.467 bílar og nam það
3,3% heildarsölunnar þar.
Stefna þeir hjá Hyundai að því
að ná um hálfrar milljónar bíla
sölu í Evrópu á þessu ári. Nýr
Hyundai ix35 verður smíðaður
í Tékklandi og verður hann á
glænýjum undirvagni.
Nýr Hyundai
ix35 í Genf
Þriðja kynslóð Skoda Superb var kynnt í Prag um daginn í
heimalandi Skoda, Tékklandi. Bíllinn hefur stækkað nokkuð milli
kynslóða og þessi nýi þriðju kynslóðar bíll er nú orðinn stærri en
Volkswagen Passat og nálgast hressilega stærð Audi A6. Þessi bíll
er hrikalega vel búinn og í honum eru einar 23 nýjungar sem ekki
hafa sést í bílnum áður og 10 hafa ekki sést í neinum Skoda-bíl
hingað til. Meðal þeirra er falinn dráttarkrókur sem tekinn er í
notkun með einu handtaki og uppdraganlegar gardínur í aftur-
gluggum. Rými fyrir farþega er stóraukið og nóg var það nú fyrir.
Skoda Superb býðst nú með 8 mismunandi vélarkostum, 125-280
hestafla bensínvélum og 120-190 hestafla dísilvélum. Allar eru
þær tengdar við tveggja kúplinga sjálfskiptingu og suma bílana
má fá beinskipta. Með órum af þessum vélargerðum er bíllinn
órhjóladrifi nn. Með gullfallegu útliti, nýrri tækni og sniðugum
lausnum sem Skoda er þekkt fyrir mun þessi bíll vafalaust tryggja
Skoda góða sölu en hann hefur alls selst í 700.000 eintökum frá
því hann fyrst var kynntur árið 2001.
Nýr Skoda Superb
Stór og stæðilegur
alvöru jeppi á
frábæru verði!
Rexton jeppinn frá SsangYong er loksins fáanlegur aftur á Íslandi og
það á einstaklega góðu verði. Rexton stenst allan samanburð við aðra
stóra jeppa á markaðnum. Og það skín í gegn að ekkert hefur verið til
sparað í frágangi og þægindum. Rexton er fullvaxinn jeppi byggður á
grind og með háu og lágu drifi. Rexton er alltaf til í tuskið. Komdu og
reynsluaktu nýjum Rexton. Hann er alvöru.
Opið alla virka daga frá 9 til 18
og laugardaga frá 12 til 16.
Verið velkomin í reynsluakstur.
Verð: 6.890 þús. kr.
• Bíll byggður á grind
• Millikassi með læsingu og
lágu drifi
• Sjálfstæð fjöðrun að framan
• E-tronic 5 þrepa sjálfskipting
með skiptirofum í stýri
• ABS hemlakerfi
• ESP stöðugleikastýring
• HDC, heldur á móti niður brekkur
• Tölvustýrð loftkæling
• Loftpúðar í stýri, farþegamegin
og í hliðum
• Styrktarbitar í hurðum
• 16” álfelgur
• Dráttargeta 2,6 tonn
• Varadekk
• Langbogar á þaki
• Leðurstýri með útvarpsstýringu
• Hraðastillir (Cruise control)
• Útvarpstæki og geislaspilari/MP3
• 6 hátalarar og USB tengi
• Bluetooth tenging við farsíma
• Dagljósabúnaður
• Þokuljós - framan/aftan
• Hæðarstillanlegt leðurstýri
• Aðfellanlegir, rafdrifnir hliðarspeglar
með hita
• Hiti í sætum
• 7 manna
• Fjarstýrðar samlæsingar
• Rafdrifnar rúður í fram-
og afturhurðum
• Opnanlegur gluggi á afturhlera
• Hiti undir þurrkum í framrúðu
• Vindskeið að aftan
• Litað gler
• Þjófavörn
BYGGÐUR Á GRIND
HÁTT OG LÁGT DRIF
7 SÆTA
Rexton DLX • dísel túrbó • sjálfskiptur
benni.is
NÝR
STÓRGÓÐUR
Reykjavík
Tangarhöfða 8
Sími: 590 2000
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636
2WD
Há-drifs stilling
4WD
Há-drifs stilling
4WD
Lág-drifs stilling
Bíll á mynd Rexton HLX
0
2
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
F
B
-6
7
8
0
1
3
F
B
-6
6
4
4
1
3
F
B
-6
5
0
8
1
3
F
B
-6
3
C
C
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K