Fréttablaðið - 03.03.2015, Síða 42
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22
Í gamla daga hefðu
menn líklega fengið sér
bjór en nú voru menn
bara í símanum.
Kári Árnason
SPORT
FÓTBOLTI „Þetta gerist ekki oft
hjá mér en þetta var hrikalega
gaman. Ekki síst í ljósi þess hvað
þetta var mikilvægt marki,“ segir
landsliðsmaðurinn Kári Árnason
en hann var hetja síns liðs, Rot-
herham, í enska boltanum um síð-
ustu helgi.
Þá skoraði Kári sigurmark
Roth erham gegn Millwall í rosa-
legum fallslag. Mark Kára kom
fimm mínútum fyrir leikslok og
markið hans sá til þess að Rot-
herham er nú sex stigum á undan
Millwall sem er í fallsæti.
„Þetta var eiginlega sex stiga
skalli hjá mér. Þetta var ekki fal-
legasti knattspyrnuleikur sem ég
hef tekið þátt í. Þetta var mikill
kraftabolti en skemmtilegur. Við
vorum búnir að fá mikið af mörk-
um á okkur í síðustu leikjum og
töldum okkur vera betri en við
vorum. Ég rann á rassinn um dag-
inn og gaf mark og það var gott
að snúa taflinu við í næsta leik og
tryggja sigur.“
Biðu inni í klefa í 90 mínútur
Stuðningsmenn Millwall eru
alræmdir og þeir tóku tapinu
ekki með neinu jafnaðargeði. Þeir
slógust við lögregluna eftir leik
og í raun við alla sem vildu slást.
Fyrir vikið gátu Kári og félagar
ekki farið heim á þeim tíma sem
þeir vildu.
„Okkur var haldið inni í klefa
í 90 mínútur út af þessum látum.
Það var lítið við því að gera. Í
gamla daga hefðu menn sennilega
fengið sér bjór meðan þeir biðu en
núna sátu menn bara með símann
úti í horni og drápu tímann,“ segir
Kári og hlær dátt.
Cardiff óvænt í basli
Það er lítill tími til þess að hvíla
lúin bein því í kvöld fær Rother-
ham lið Cardiff, með Aron Einar
Gunnarsson landsliðsfyrirliða, í
heimsókn.
„Þeir eru líka í helvítis basli.
Það er svolítið skrítið miðað við
mannskapinn hjá þeim. Það hefur
bara ekkert gengið hjá þeim í ár
eins og gerist stundum. Þetta verð-
ur hörkuleikur. Við náðum jafn-
tefli við þá á útivelli og vonumst
eftir því að vinna þá heima. Við
sjáum hvað setur.“
Það er stutt í næsta landsleik
hjá Íslandi þannig að Kári ætlar
ekkert að vera allt of harðleikinn
við Aron Einar í leiknum.
„Það er allt of stutt í landsleik til
þess að vera í einhverju rugli. Ég
leyfi honum bara að skora ef hann
kemst í færi,“ sagði Kári léttur.
Myndi þiggja vikufrí
Næsta verkefni landsliðsins er ein-
mitt leikur gegn Kasakstan þann
28. mars næstkomandi. Kári er
búinn að bíða eftir þeim leik.
„Ég hlakka til. Það er búið að
vera mikið álag á mér samt. Ég
hef spilað alla leiki og sloppið við
meiðsli. Ég myndi því alveg þiggja
frí í svona viku en það gleymist
allt þegar maður mætir í landsliðs-
verkefni,“ segir Kári sem er svo-
lítið spenntur fyrir því að koma til
Kasakstans í fyrsta skipti.
„Það verður gaman að koma
þangað. Það hafa ekki allir fengið
tækifæri til að koma þangað. Verk-
efnið sem slíkt leggst vel í mig.
Það er alveg ljóst að við verðum að
bæta okkur frá því í síðasta leik.“
Tékkaleikurinn ekki boðlegur
Síðasti alvöruleikur liðsins var
einmitt úti í Tékklandi þar sem
Ísland tapaði, 2-1. Þrátt fyrir það
eru strákarnir enn í öðru sæti
síns riðils en Hollendingar eru
þó aðeins þremur stigum á eftir
Íslandi. Tékkar eru á toppnum.
„Það þarf að fara vel yfir hvað
fór úrskeiðis í þeim leik því það
var ansi margt. Við verðum að líta
inn á við og laga það sem þarf því
þetta var ekki boðlegt. Í kjölfar-
ið leggjum við þann leik til hlið-
ar þegar við erum búnir að læra
af honum. Við verðum líka að ein-
blína á það sem við höfum gert vel
og það er líka heilmargt,“ segir
Kári ákveðinn en hann hefur litlar
áhyggjur af sóknarleik liðsins þó
framherjar liðsins séu annaðhvort
lítið að spila eða meiddir.
„Ég hef engar áhyggjur af
þessu. Við erum með það mikið af
hæfileikaríkum strákum þarna.“
henry@frettabladid.is
Leyfi Aroni Einari að skora
Kári Árnason ætlar ekki að taka fast á félaga sínum í landsliðinu, Aroni Einari Gunnarssyni, er þeir mætast í
kvöld. Það sé stutt í landsleik og enginn má við því að meiðast. Kári var hetja Rotherham um síðustu helgi.
MIKIÐ ÁLAG Kári spilar 90 mínútur í hverjum einasta leik og segist alveg vera til í
svona vikufrí. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HANDBOLTI „Þetta verður tekið
mjög alvarlega og nú tekur bara
við hvíld hjá mér. Það er ómögu-
legt að segja hvenær ég get farið
að æfa aftur,“ segir FH-ingurinn
Ísak Rafnsson sem fékk heilahrist-
ing í bikarúrslitaleik FH og ÍBV.
Það munaði mikið um fjarveru
hans í æsispennandi leik sem ÍBV
vann.
„Við förum eftir ákveðnum próf-
um og fylgjumst með. Svo verður
tekin ákvörðun í kjölfarið um hve-
nær ég má byrja aftur. Nú má ég
ekki verða fyrir neinu utanaðkom-
andi álagi og þarf bara að hvíla
mig.“
Ísak segist hafa dottið aðeins út
er hann meiddist en hann var fljót-
lega kominn í samband aftur.
„Þetta er auðvitað hundfúlt.
Til að byrja með ætlaði ég mér
að verða bikarmeistari og svo er
ég meiddur núna. Þetta stóð ekki
beint til. Ég verð samt að taka
þessu og reyna að vera skynsam-
ur. Það verður ekkert svindlað
enda alvarlegt mál. Við förum
eftir öllum ráðleggingum og tefl-
um ekki á tvær hættur með svona
meiðsli,“ segir Ísak fúll en nú
tekur við slökun og myndbanda-
gláp.
„Ég nýti kannski frítímann líka
til að finna kærustu. Mamma er
farin að hafa áhyggjur af því að ég
verði einhleypur. Nú hef ég tíma
til þess að skoða þau mál,“ sagði
Ísak léttur þrátt fyrir mótbyrinn
sem hann berst nú í gegnum. - hbg
Nýti kannski frítímann til að fi nna kærustu
Stórskytta FH-inga, Ísak Rafnsson, fékk heilahristing í bikarúrslitaleiknum og er úr leik næstu vikurnar.
ÁFALL FH á eftir að sakna
Ísaks mikið á næstu vikum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRDÍS
HANDBOLTI ÍBV er bikarmeistari karla í handbolta eftir sigur á FH, 23-22, í
úrslitaleik í Laugardalshöll. Þetta er í annað sinn sem ÍBV verður bikarmeistari
en það vann þann fyrri fyrir 24 árum með sigri á Víkingi í Höllinni, 26-22.
Það sem einkenndi bikarúrslitahelgina hjá Eyjamönnum voru endurkomurn-
ar. ÍBV var sex mörkum undir, 18-12, gegn Haukum í undanúrslitum en skoraði
níu mörk í röð og breytti stöðunni í 21-18. Það vann svo leikinn, 23-21.
Í úrslitaleiknum sjálfum gegn FH var ÍBV mest fjórum mörkum undir í fyrri
hálfleik, 11-7. Eins og í undanúrslitunum gafst ÍBV ekki upp enda ekki þekkt
fyrir það. Eyjamenn skoruðu fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og tvö fyrstu í
seinni hálfleik. Samtals skoraði ÍBV sex mörk í röð og breytti stöðunni í 13-11.
Þessar endurkomur voru vel við hæfi því þegar ÍBV vann sinn fyrsta bikar-
meistaratitil gegn Víkingi árið 1991 lenti liði fjórum mörkum undir í fyrri
hálfleik, 7-3, og missti besta varnarmann liðsins, Sigurbjörn Óskarsson, út af
með rautt spjald fyrir kjaftbrúk og læti. Eyjamenn svöruðu því mótlæti með
átta mörkum í röð. Þeir breyttu stöðunni í 11-7, létu forystuna aldrei af hendi
og unnu nokkuð óvæntan sigur á sterku liði Víkings, 26-22. - tom
Ekki fyrstu endurkomur ÍBV í Höllinni
MEISTARAR ÍBV er ríkjandi Íslands- og
bikarmeistari. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRDÍS
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í hand-
bolta, tekur fram skóna og hefur æfingar með danska meistaralið-
inu KIF Kolding Köbenhavn á fimmtudaginn. Hann hefur ekki
spilað síðan hann kvaddi þjóðina með stórleik gegn Rúmeníu í
Laugardalshöll 16. júní 2013.
„Það er smá rými hjá mér í verkefninu mínu þannig ég get
skipt um umhverfi í smá tíma. Kannski æfi ég bara í eina
viku og fer svo heim en kannski kýli ég á þetta,“ sagði Ólafur
við Fréttablaðið í gær.
Málið er að danska liðið, sem þjálfað er af Aroni Kristjáns-
syni, er í meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim And-
ersson er meidd. „Ef það er einhver sem getur komið inn með
svona stuttum fyrirvara er það Óli,“ sagði Aron við Fréttablaðið.
Ólafur stefnir ekki á að klára tímabilið með KIF heldur bara
spila tvo leiki í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu
Zagreb. Hann segist þó ekki ætla að spila sé hann ekki klár. - tom
Ólafur æfi r með KIF í Danmörku
FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir,
hlaupakona úr ÍR, og liðsfélagi
hennar, Guðmundur Sverrisson
spjótkastari, voru útnefnd frjáls-
íþróttakona og frjálsíþrótta-
karl ársins 2014 á uppskeruhátíð
Frjálsíþróttasambands Íslands
sem haldin var um helgina.
Aníta var einnig útnefnd frjáls-
íþróttamaður ársins og var því
best allra á árinu 2014. Auk þess
fékk hún, eins og langhlauparinn
Kári Steinn Karlsson, viðurkenn-
ingu fyrir Íslandsmet sín í 800
og 1.500 metra hlaupi innanhúss
sem hún setti í janúar í fyrra.
Kári Steinn setti Íslandsmet í
hálfu maraþoni í Kaupmannahöfn
í lok árs 2014. - tom
Aníta var best
á síðasta ári
BEST Aníta fékk þrenn verðlaun á upp-
skeruhátíð FRÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið í fótbolta kom saman á Al-
garve í Portúgal í gær þar sem
það hefur leik í Algarve-mótinu
á miðvikudaginn. Eins og undan-
farin ár leika stelpurnar okkar í
A-deild þessa firnasterka æfinga-
móts.
Fyrsti leikur Íslands er á mið-
vikudaginn gegn Sviss sem var
með okkar stelpum í riðli í undan-
keppni HM 2015. Sviss vann fyrri
leikinn gegn Íslandi í Dalnum,
2-0, og heimaleikinn, 3-0. Sviss
vann níu leiki af tíu og gerði eitt
jafntefli.
Auk Sviss er Ísland í riðli með
Bandaríkjunum og Noregi, en öll
liðin komust á HM sem fram fer í
Kanada í júní.
Freyr Alexandersson lands-
liðsþjálfari stýrir Íslandi í annað
sinn á Algarve-mótinu, en hann
náði í brons á sínu fyrsta móti
fyrir ári.
Ísland mætir fyrst Sviss á mið-
vikudaginn klukkan 15.00, Nor-
egi á föstudag klukkan 17.00 og
svo Bandaríkjunum á mánudag-
inn klukkan 17.30. - tom
Mættu til
Algarve í gær
KOMIN AFTUR Margrét Lára er með
liðinu í Portúgal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
0
2
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
F
B
-5
D
A
0
1
3
F
B
-5
C
6
4
1
3
F
B
-5
B
2
8
1
3
F
B
-5
9
E
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K