Fréttablaðið - 03.03.2015, Page 46

Fréttablaðið - 03.03.2015, Page 46
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26 SÍÐI BOBBINN SÆKIR Í SIG VEÐRIÐ Klippingin „long bob“ eða síður bobbi hefur átt talsverðum vinsældum að fagna upp á síðkastið. Síði bobbinn er skyldur hinum klassíska bobba sem Victoria Beckham skartaði í kringum árið 2007 en hann er bæði síðari og afslappaðri. Emma Stone er alltaf smart og með síðan bobba, sem er þó í styttri kantinum og afslappaða og nátt- úrulega liði í hárinu. Hér skartar Kim Kardashian West umræddri klippingu. Hér er hún með síðan, sléttan bobba og ber hann vel. Leikkonan Naomi Watts með síðan bobba með liðum og bylgjum á Óskarsverð- laununum, hressandi og frísklegt lúkk. Hin breska Alexa Chung er alltaf með puttann á púlsinum og er hér með síðan bobba og hárið greitt á bak við eyrun. Svokallaður „long bob“ eða síður bobbi hefur verið vinsæl klipping hjá stjörnunum vestanhafs og er að sama skapi að sækja í sig veðrið á hárgreiðslu- stofum landsins. Bobbi er stutt klipping þar sem hársíddin mark- ast við kjálkalínu. Hinn klassíski bobbi er slétt- ur og eru vinsældir hans í Bretlandi oft raktar til fyrrverandi kryddpíunnar Victoriu Beckham en hún skartaði slíkri klippingu í kringum árið 2007 og svo hefur ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, lengi skartað stuttum bobba með renni- sléttum topp. Upphaf bobbans má þó rekja talsvert lengra aftur. Svavar Örn, hágreiðslumeistari á Senter í Tryggvagötu, segist hafa orðið var við auknar vinsældir klippingarinnar. „Allir þessir bobbar eru með smá liðum í, eins og þeir hafi fengið að þorna með saltspreyi í,“ segir Svavar og leggur áherslu á að lúkkið sé afslappað og skemmtilegt. „Síðast þegar þeir voru áberandi var þegar Victoria Beckham sem var með stutta bobbann sinn, þá var sléttujárnið svo svakalega inn,“ segir Svavar en nú segir hann sléttujárnið mest megnis notað til þess að búa til bylgjur og liði í hárið og minna beri á rennisléttum lokkum. „Þetta er afslappað og skemmtilegt,“ segir hann og bætir við: „Getur tekið þetta upp í gos- brunn, lítið tagl eða eitthvað. Það er ekki búið að taka það af þér.“ Svavar er ánægður með vinsældir síða bobbans og stemn- inguna sem honum fylgir. „Það er mjög skemmtilegt að vera hárgreiðslumaður í dag, maður er ekki bara að særa hárið,“ segir hann hress að lokum. gydaloa@frettabladid.is SÍÐI BOBBINN VINSÆLL VESTANHAFS Klippingin er vinsæl meðal stjarnanna vestanhafs. Meðal þeirra sem skarta klippingunni eru Kim Kar- dashian West, Emma Stone, Naomi Watts og Alexa Chung. Möguleikarnir og útfærslurnar eru margar. Það er mjög skemmti- legt að vera hárgreiðslu- maður í dag, maður er ekki bara að særa hárið. KLASSÍSKUR BOBBI Kryddpían fyrr- verandi Vict- oria Beckham með stuttan bobba með styttum árið 2007. M YN D /ÍRISAN N SIG U RÐ ARD Ó TTIR ÁNÆGÐUR MEÐ STÍLINN Svavar Örn hár- greiðslumeist- ari er hrifinn af klippingunni sem hann segir afslappaða og skemmtilega. „Ég fæ mer oftast búst og þá skelli ég hreinu skyri, frosnum ávöxtum og engifer saman. En stundum er ég latur og þá er það skál af Special-K“ Davíð Arnar Oddgeirsson, eigandi fram- leiðslufyrirtækisins Mint Production og þáttarstjórnandi á Vísi. MORGUNMATURINN Rakel Tanja Bjarnadóttir, kennari við Álftamýrarskóla, fékk nem- endur sína í 5. bekk til þess að taka mynd á snapptsjattið hennar. Myndina sendi hún svo á fimmtán vini sína í þeim tilgangi að sýna nemendunum hversu langt ein mynd getur farið á netinu. Myndina sendi Rakel um klukk- an eitt þann 2. mars. Klukkan 14.50 sama dag var myndin komin á Facebook og búið að deila henni 390 sinnum. „Þetta er eiginlega dálítið klikkað. Ég er að kenna tímann Lýðræði og mannréttindi og langaði að poppa námsefnið aðeins upp og valdi að tala um netöryggi,“ sagði Rakel, og bætti við: „Það tók einn vinur skjáskot af myndinni, sem hann svo deildi á Facebook.“ Hún segir að krakkarnir hafi haldið að þetta færi bara á vini hennar. „Einn í hópnum sagði að ef þetta færi á Facebook fengi það kannski 17 læk,“ segir Rakel. Hún segir tilganginn með þessu að fá krakkana til þess að átta sig á hversu hratt mynd dreifist um netið og að kenna þeim að vera ekki kærulaus á samfélagsmiðl- um. - asi Athugar afl eiðingar Snapchat Tilgangurinn er að skoða hversu hratt og víða mynd fer á netinu. Þetta er eiginlega dálítið klikkað. Ég er að kenna tímann Lýðræði og mannréttindi og langaði að poppa náms- efnið aðeins upp og valdi að tala um netöryggi. MYNDIN Skjáskotið af Snapchat-mynd- inni sem hefur nú farið af stað um netið. 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F B -4 4 F 0 1 3 F B -4 3 B 4 1 3 F B -4 2 7 8 1 3 F B -4 1 3 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.