Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Qupperneq 1
17. órgangur Vestmannaeyjum, 13. desember 1990 50. tölublað r- urracar vern Talsvert hefur borið á því að perurnar á jólatrjánum hafa ekki fengið að vera í friði. Virðist sem einhverjir finni hjá sér þörf á að brjóta perurnar sem settar eru upp til að lýsa upp fyrir okkur svartasta skammdegið yfir jólahátíð- ina. Væri óskandi að þessir aðilar láti af þessari iðju sinni þannig að jóla- trén geti áfram veitt okkur birtu. Baejarráð: ðbreytt gjaldastefna # Þessar ungu dömur, sem skörtuðu jólasveinabúningi, voru meðal þeirra fjölmörgu sem mættu þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkagerðistúni á laugardaginn. Lúðrasveitin lék jólalög, Bragi I. Ólafsson forseti bæjarstjórn- ar flutti ávarp og séra Kjartan Örn flutti hugvekju og kveikti að því loknu á trénu sem lýsti skemmtilega upp í skammdegismyrkrinu, ungum sem öldnum til óblandinnar ánægju. Hraunveitan biluð: Óvíst hvort viðgerð borgar sig ó hraunhitaveitunni Hraunhitaveitan hilaði á laugar- daginn og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um viðgerð, m.a. vegna rekstrarkostnaðar „Hraunhitaveitan er stopp eins og er,“ sagði Eiríkur Bogason veitu- stjóri við FRÉTTIR í morgun. „Bil- unin er alvarleg og dýrt verður að gera við hana. Það er óvíst hvenær hún verður sett í gang aftur. Ákvörð- un verðu tekin i næstu viku.“ Að lokum sagði hann litlar líkur á að rekstur hraunhitaveitunnar borgi sig. „Kostnaður við hana er allt að því jafn mikill, ef ekki meiri en að framleiða orkuna í rafskautakötl- í bæjarráði á mánudaginn var lagði meirihluti Sjálfstæðismanna fram tillögu um óbreytta gjalda- stefnu fyrir árið 1991 í anda þjóðar- sáttar. Jafnframt kemur fram að til að ná niður skuldum bæjarins verði framkvæmdir á vegum bæjarins í lágmarki. Minnihlutinn harmar þann uppgjafartón sem fram kemur í til- lögu Sjálfstæðismanna en fagnar óbreyttrí gjaldastefnu. Útsvar verður áfram 6.7%, sem er með því lægsta. Flest bæjarfélög eru með 7 - 7.5% útsvar. Sama á við um fasteignagjöldin, þar verður óbreytt álagningaprósenta og ellilífeyrisþeg- ar sem eingöngu njóta tekjutrygging- ar og og 75% öryrkjar fá niðurfelld fasteignagjöld af eigin húsnæði ef tekjur eru innan tiltekinna marka. Fasteignaskattur af nýjum húseign- um fellur niður í allt að tvö ár eftir útgáfu fokheldisvottorðs. f greinargerð með tillögunni er vísað til erfiðrar stöðu bæjarsjóðs, skuldir séu miklar og því um tvennt að velja til ná fram því markmiði Sjálfstæðisflokksins, að ná niður skuldum, annað hvort að hækka álögur eða draga úr framkvæmdum og rekstri bæjarins. „Meirihluti Sjálf- stæðismanna hefur í anda þjóðarsátt- ar ákveðið að hækka ekki gjöld, þrátt fyrir að gjöld í Vestmannaeyj- um séu með því lægsta sem gerist í landinu, enda erfitt um vik fyrir sveitarfélög að hækka gjöld meðan þjóðarsátt er í gildi. Sú stefna sem valin hefur verið til að ná niður skuldum hefur óhjákvæmilega í för með sér að framkvæmdir bæjarsjóðs verða í lágmarki og jafnframt verður skorið niður í rekstri bæjarins til þess að ná sparnaði og lækka þannig skuldir þrátt fyrir óbreyttar álögur á bæjarbúa." Guðmundur Þ.B. Ólafsson lét bóka að gjaldastefnan væri sú sama og vinstri meirihlutinn fylgdi á síð- asta kjörtímabili og fagnar hann því. „Það ber hins vegar að harma þann uppgjafartón sem fram kemur í bókun meirihlutans hér að framan um niðurskurð í framkvæmdum og rekstri. Ef til vill er sá boðskapur í samræmi við þá slæmu fjármála- stjórn sem ríkt hefur nú í upphafi kjörtímabilsins á þeim tíma hefur Sjálfstæðismeirihlutinn aukið skuldir bæjarfélagsins um tugi milljóna króna á þeim örfáu mánuðum sem liðnir eru af kjörtímabilinu,“ segir Guðmundur í bókun sinni. Tankprófun frestast: Herjólfsmenn tilbúnir með sitt Nú liggur fyrir aö einhver dráttur verður á aö líkanið af HerjólFi verði prófað þar sem ekki rcyndist unnt að fá inni í prófunartanknum í Ilan- mörku í dag cins og ákveðið var. „Það verður að fresta prófunum eitthvað, en við vitum ekki enn hvað lengi,“ sagði Ragnar Óskarsson í viðtali við FRÉTTIR. „Danirnir gátu ekki staðið við þessa dagsetn- ingu, en okkar hönnuðir eru búnir að gera þær breytingar sem gera þurfti." Ekki sagðist Ragnar vita hvað lengi prófunin getur dregist, en í dag ' er fundur í smíðanefndinni og þá gætu málin skýrst. Jólablad PRÉTTA nœsta fimmtudag Jólablað FRÉTTA kemur út næsta fimmtudag, 20. desember og að venju verður mjög til þess vandað. Af efni í jólablaðinu má nefna FRÉTTAannálinn, þar sem farið er yfir fréttir ársins í máli og myndum. íþróttir fá sömu meðferð og þar kennir margra grasa enda hafa Eyja- menn náðglæsilegum árangri í mörg- um íþróttagreinum á árinu. Björn Guðmundsson, Bjössi á Barnum, lætur móðan mása íTTflegu viðtali þar sem hann í gamni og alvöru líturyfirfarinnæviveg. Hefur hann frá mörgu að segja enda víða komið við og markaði spor í sögu Eyjanna á meðan hann var upp á sitt besta. Magnús og Sjöfn á Kletti segja frá því helsta sem fyrir augu þeirra bar á ferð um Suður Áfríku á þessu hausti og fleira má nefna. Eins verða al- mennar fréttir og tilkynningar í blað- inu. Þeir sem hafa hug á að auglýsa í jólablaðinu eru beðnir um að skila þeim inn í síðasta lagi á mánudag, sama gildir um jólakveðjur. FJÖLSKYLDUTRYGGING FASTEIGNATRYGGING © Plasthúðað hilluefni 40 og 60 cm breitt 16 og 18 mm. þykkt SKIPAVIÐGERÐIR H.F. v/Friðarhöfn Vestmannaevium S11821 TRYGGINGAMIDSTODIN HF Umboð í Vestmannaeyjum, Strandvegi 63 S 11862 Glæsilegt JÓLAHLAÐBORÐ um helgina Á borðinu er meðal annars VILLIGÆS IGRÍSASTEIK LAMB SJÁVAR- RÉTTIR VERÐ KR. 1.690,- Jólaglögg og piparkökur HUGINN ATH afpizzum Erum meö | hamborgara og pastarétti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.